Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. mars 2025 20:02 Elínóra Guðmundsdóttir, Elínborg Kolbeinsdóttir og Chanel Björk Sturludóttir, ritstjórar bókarinnar. Atli Freyr Steinsson Hennar Rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi var gefin út síðasta laugardag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Blásið var til útgáfuteitis í Hörpu þar sem höfundar bókarinnar ávörpuðu salinn og lesið var upp úr bókinni. Sjá má myndir úr útgáfuhófinu neðst í fréttinni. Bókin inniheldur sögur 33 kvenna sem hafa auðgað íslenskt samfélag á einn eða annan hátt, og endurspegla fjölbreytileika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Sögurnar fjalla um áskoranirnar sem þær hafa mætt vegna skorts á inngildingu í íslensku samfélagi, jafnt og frásagnir um fallegar lífsreynslur við að flytja til nýs lands, læra nýtt tungumál og jafnvel ala upp fjölskyldur á Íslandi. Ritstjórar bókarinnar eru Elinóra Guðmundsdóttir, Chanel Björk Sturludóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir og ávörpuðu þær salinn í Hörpu. Claudia Wilson lögmaður las upp kafla um sig í bókinni og Edda Hermannsdóttir markaðs-og samskiptastjóri Íslandsbanka og stjórnarformaður Unicef á Íslandi ávarpaði samkomuna. Útgáfuhófið var styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Vinna við gerð bókarinnar hefur staðið yfir í fimm ár, frá því um sumarið 2020. Við upphaf verkefnisins var leitað til almennings um tilnefningar á konum sem hafa auðgað samfélagið með einhverjum hætti og fóru viðbrögðin fram úr björtustu vonum. Bókin er því fjölradda frásögn, og eiga viðmælendur rætur sínar að rekja til ótalmargra landa, þar á meðal Afganistan, Filippseyja, Íran, Ghana, Póllands, Bosníu, Taívan, Jamaíku, Suður Afríku, Sýrlands, og Kólumbíu. Viðmælendur eru jafnframt búsettir víðsvegar um Ísland, þar sem upplifun aðfl uttra Íslendinga litast mikið af búsetusvæði. Bókin er tvítyngt verk, bæði á íslensku og ensku, og er því aðgengileg fyrir bæði íslenskumælandi og enskumælandi lesendur. Chanel Björk ein af ritstjórum bókarinnar ávarpaði salinn. Atli Freyr Steinsson Eunice Ama Quayson, fyrir miðju, er einn viðmælanda bókarinnar. Hún mætti í Hörpu með dóttur og frænku.Atli Freyr Steinsson Guðrún Halla Pálsdóttir og Þórunn Helgadóttir.Atli Freyr Steinsson Hertha Þorsteinsdóttir og Kristín Davíðsdóttir.Atli Freyr Steinsson Það var margt um manninn í Hörpu. Atli Freyr Steinsson Aðstandendur bókarinnar og konurnar sem sögðu sögur sínar. Atli Freyr Steinsson Lisa Franco og Nura A. Rashid í góðum félagsskap.Atli Freyr Steinsson Dóra Júlía þeytti skífum eins og henni einni er lagið. Atli Freyr Steinsson Claudia las upp kaflann sinn í bókinni.Atli Freyr Steinsson Systurnar Chanel Björk og landsliðskonan Thea Imani í handbolta með Ragnheiði Jónsdóttur frænku sinni. Atli Freyr Steinsson Sóley Lóa Smáradóttir lék á fiðlu. Atli Freyr Steinsson Fundarstjórinn Amna Hasecic ávarpaði salinn.Atli Freyr Steinsson Málin rædd. Atli Freyr Steinsson Ritstjórarnir þrír ásamt Kaju Sigvalda ljósmyndara, Ásdís Sól Ágústsdóttir þýðenda og Amna Hasecic viðburðarstjóraAtli Freyr Steinsson Samkvæmislífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Sjá má myndir úr útgáfuhófinu neðst í fréttinni. Bókin inniheldur sögur 33 kvenna sem hafa auðgað íslenskt samfélag á einn eða annan hátt, og endurspegla fjölbreytileika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Sögurnar fjalla um áskoranirnar sem þær hafa mætt vegna skorts á inngildingu í íslensku samfélagi, jafnt og frásagnir um fallegar lífsreynslur við að flytja til nýs lands, læra nýtt tungumál og jafnvel ala upp fjölskyldur á Íslandi. Ritstjórar bókarinnar eru Elinóra Guðmundsdóttir, Chanel Björk Sturludóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir og ávörpuðu þær salinn í Hörpu. Claudia Wilson lögmaður las upp kafla um sig í bókinni og Edda Hermannsdóttir markaðs-og samskiptastjóri Íslandsbanka og stjórnarformaður Unicef á Íslandi ávarpaði samkomuna. Útgáfuhófið var styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Vinna við gerð bókarinnar hefur staðið yfir í fimm ár, frá því um sumarið 2020. Við upphaf verkefnisins var leitað til almennings um tilnefningar á konum sem hafa auðgað samfélagið með einhverjum hætti og fóru viðbrögðin fram úr björtustu vonum. Bókin er því fjölradda frásögn, og eiga viðmælendur rætur sínar að rekja til ótalmargra landa, þar á meðal Afganistan, Filippseyja, Íran, Ghana, Póllands, Bosníu, Taívan, Jamaíku, Suður Afríku, Sýrlands, og Kólumbíu. Viðmælendur eru jafnframt búsettir víðsvegar um Ísland, þar sem upplifun aðfl uttra Íslendinga litast mikið af búsetusvæði. Bókin er tvítyngt verk, bæði á íslensku og ensku, og er því aðgengileg fyrir bæði íslenskumælandi og enskumælandi lesendur. Chanel Björk ein af ritstjórum bókarinnar ávarpaði salinn. Atli Freyr Steinsson Eunice Ama Quayson, fyrir miðju, er einn viðmælanda bókarinnar. Hún mætti í Hörpu með dóttur og frænku.Atli Freyr Steinsson Guðrún Halla Pálsdóttir og Þórunn Helgadóttir.Atli Freyr Steinsson Hertha Þorsteinsdóttir og Kristín Davíðsdóttir.Atli Freyr Steinsson Það var margt um manninn í Hörpu. Atli Freyr Steinsson Aðstandendur bókarinnar og konurnar sem sögðu sögur sínar. Atli Freyr Steinsson Lisa Franco og Nura A. Rashid í góðum félagsskap.Atli Freyr Steinsson Dóra Júlía þeytti skífum eins og henni einni er lagið. Atli Freyr Steinsson Claudia las upp kaflann sinn í bókinni.Atli Freyr Steinsson Systurnar Chanel Björk og landsliðskonan Thea Imani í handbolta með Ragnheiði Jónsdóttur frænku sinni. Atli Freyr Steinsson Sóley Lóa Smáradóttir lék á fiðlu. Atli Freyr Steinsson Fundarstjórinn Amna Hasecic ávarpaði salinn.Atli Freyr Steinsson Málin rædd. Atli Freyr Steinsson Ritstjórarnir þrír ásamt Kaju Sigvalda ljósmyndara, Ásdís Sól Ágústsdóttir þýðenda og Amna Hasecic viðburðarstjóraAtli Freyr Steinsson
Samkvæmislífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira