Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 10:35 Það er á forgangslista stjórnvalda vestanhafs að koma jarðefnaeldsneytisframleiðslu aftur í fullan gang, þvert á það sem unnið hefur verið að síðustu ár. Getty/Universal Images/Jim West Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) hefur nú það hlutverk að greiða fyrir markmiðum stjórnvalda um að lækka kostnaðinn við að kaupa bíl, hita heimilið og reka fyrirtæki. Til stendur að vinda ofan af mörgum mikilvægustu lögum landsins er varða umhverfis- og heilsuvernd. „Frá kosningabaráttunni til fyrsta dags og þar á eftir hefur Trump forseti staðið við loforð sín um að sleppa beislinu í orkuframleiðslu og lækka kostnað neytenda. Við hjá EPA munum leggja okkar af mörkum til hinnar miklu endurkomu Bandaríkjanna,“ segir Lee Zeldin, yfirmaður EPA í nýju myndskeiði. Hann segir standa til að vinda ofan af regluverki sem hafi haft „kæfandi“ áhrif á efnahagslífið og kostað Bandaríkjamenn milljarða dala. Zeldin segir komið að því að binda enda á „græna svindlið“ og að stofnunin hyggist gera sitt til að stuðla að „hinni gullnu öld bandarískrar velgengni“. Hann nefnir aldrei umhverfisvernd eða lýðheilsusjónarmið í myndskeiðinu. Stærsta aðgerðin sem Zeldin boðar er að afnema lagalegan rétt EPA til að setja reglur um losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta felur í sér endurskoðun vísindalegra staðreynda sem stjórnvöld vestanhafs hafa margstaðfest með yfirlýsingum, lögum og reglum. EPA var veitt umrædd heimild á þeim forsendum að mannkyninu stæði ógn af hlýnun jarðar, sem væri tilkomin vegna losunar gróðurhúsaloftegunda. Þessu til viðbótar stendur til að afnema ýmsar takmarkanir á mengun, svo sem frá bílum og kolabrennslu, afnema vernd votlendis og svokallaða „góði nágranninn“ reglu, sem kveður á um að ríki þurfi að grípa til að gerða til að mengun frá þeim hafi ekki skaðvænleg áhrif í öðrum ríkjum. Þá mun stofnunin ekki lengur þurf að taka tillit til samfélagslegs kostnaðar af völdum náttúruhamfara eða hlýnunar við stefnumörkun sína, svo fátt eitt sé nefnt. Sjálfur hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti grafið undan aðgerðum Bandaríkjanna í loftslagsmálum með því að frysta fjárframlög til loftslagsverkefna og standa fyrir uppsögnum vísindamanna í loftslagsmálum. Þá virðist eiga að kúvenda frá þeirri stefnu að stuðla að orkuskiptum. Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Donald Trump Veður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Til stendur að vinda ofan af mörgum mikilvægustu lögum landsins er varða umhverfis- og heilsuvernd. „Frá kosningabaráttunni til fyrsta dags og þar á eftir hefur Trump forseti staðið við loforð sín um að sleppa beislinu í orkuframleiðslu og lækka kostnað neytenda. Við hjá EPA munum leggja okkar af mörkum til hinnar miklu endurkomu Bandaríkjanna,“ segir Lee Zeldin, yfirmaður EPA í nýju myndskeiði. Hann segir standa til að vinda ofan af regluverki sem hafi haft „kæfandi“ áhrif á efnahagslífið og kostað Bandaríkjamenn milljarða dala. Zeldin segir komið að því að binda enda á „græna svindlið“ og að stofnunin hyggist gera sitt til að stuðla að „hinni gullnu öld bandarískrar velgengni“. Hann nefnir aldrei umhverfisvernd eða lýðheilsusjónarmið í myndskeiðinu. Stærsta aðgerðin sem Zeldin boðar er að afnema lagalegan rétt EPA til að setja reglur um losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta felur í sér endurskoðun vísindalegra staðreynda sem stjórnvöld vestanhafs hafa margstaðfest með yfirlýsingum, lögum og reglum. EPA var veitt umrædd heimild á þeim forsendum að mannkyninu stæði ógn af hlýnun jarðar, sem væri tilkomin vegna losunar gróðurhúsaloftegunda. Þessu til viðbótar stendur til að afnema ýmsar takmarkanir á mengun, svo sem frá bílum og kolabrennslu, afnema vernd votlendis og svokallaða „góði nágranninn“ reglu, sem kveður á um að ríki þurfi að grípa til að gerða til að mengun frá þeim hafi ekki skaðvænleg áhrif í öðrum ríkjum. Þá mun stofnunin ekki lengur þurf að taka tillit til samfélagslegs kostnaðar af völdum náttúruhamfara eða hlýnunar við stefnumörkun sína, svo fátt eitt sé nefnt. Sjálfur hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti grafið undan aðgerðum Bandaríkjanna í loftslagsmálum með því að frysta fjárframlög til loftslagsverkefna og standa fyrir uppsögnum vísindamanna í loftslagsmálum. Þá virðist eiga að kúvenda frá þeirri stefnu að stuðla að orkuskiptum.
Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Donald Trump Veður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira