Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Jón Þór Stefánsson skrifar 15. mars 2025 10:04 Slagsmálin sem málið snýst um áttu sér stað á þessum gatnamótum, Naustarinnar og Hafnarstrætis. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Maður sem var stunginn í átökum tveggja gengja viðurkennir að vera sjálfur ekki alsaklaus. Hann og vinir hans hafi gert sig líklega til að ganga í skrokk á öðrum manni sem brást við árásinni með hníf á lofti. Sá er ákærður fyrir stunguárás sem reyndist lífshættuleg. Slagsmálin brutust út á gatnamótum Hafnarstrætis og Naustarinnar í Reykjavík að nóttu til mánudaginn 13. júní 2021. Átök þessara tveggja hópa áttu þó eftir að stigmagnast allverulega, og náðu líklega hápunkti í nóvember ári síðar í einu umtalaðasta sakamáli Íslandsögunnar þegar fjöldi grímuklæddra manna fóru inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club og réðust á þrjá menn sem voru þar inni. Í málinu voru 25 sakfelldir. Sá sem hlaut þyngstan dóm, fyrir að stinga mennina þrjá, hlaut sex ára fangelsisdóm. Næstþyngstu dómar málsins voru átta mánaða fangelsi. Einn þeirra sem hlaut átta mánaða fangelsisdóm, er ákærður vegna stunguárásarinnar árið 2021. Hann svaraði til saka í aðalmeðferð málsins Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, en hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að stinga annan mann í kviðinn og veita honum með því umfangsmikla og lífshættulega áverka. En sá sem var stunginn hlaut fimm til sex sentímetra opinn skurð á kvið sem náði í gegnum maga og kviðarholsæð. Í ákæru segir að með tveimur aðgerðum og meðferð hafi tekist að bjarga lífi þess særða. Maðurinn neitaði sök, en hann viðurkenndi að hafa stungið manninn, en sagði það hafa verið í sjálfsvörn. Hér eftir verður maðurinn sem er ákærður í málinu, til einföldunar, kallaður árásarmaðurinn. Voru að reyna að „setja hann upp“ Fyrir dómi lýsti árásarmaðurinn aðdragandanum sem erfiðum tímum. Sjálfur væri hann venjulegur strákur, en þarna á undan hefði hann verið búinn að fá mikið af hótunum frá hinum hópnum, og þá hefði hann verið búinn að heyra frá allskonar fólki að það væru menn á höttunum eftir honum. Árásarmaðurinn nefndi nokkur dæmi um þetta, og sagði meðal annars að þáverandi kærustu hans hefði boðist að „setja hann upp“ fyrir þrjátíu þúsund krónur. Þar var átt við að hún myndi koma honum grunlausum á einhvern stað þar sem setið væri fyrir honum. Þar að auki hefði þessi hópur unnið skemmdarverk á bíl fjölskyldumeðlims hans, brotið bílrúðu með kylfu og kastað af sér þvagi í sæti bílsins. Vildi fá afsökunarbeiðni Kvöldið sem atvik málsins áttu sér stað sagðist árásarmaðurinn hafa verið að skemmta sér niðrí bæ, fyrst með kærustu sinni á 203 Club, og síðan hafi hann farið á Palóma en þar var bróðir hans að vinna. Hann lýsti nokkuð óljósu atviki sem hafi átt sér stað á 203 Club sem virðist hafa orðið kveikja að slagsmálunum seinna um kvöldið. Þar hafi meðlimur úr þessu gengi slegið til konu, og hæft kærustu hans í leiðinni með einhverjum hætti. Árásarmaðurinn hafi krafið þennan mann um afsökunarbeiðni, en án árangurs. Líkt og áður segir hafi maðurinn síðan farið á Palóma, þar sem bróðir hans var að vinna. Hann hafi verið að bíða eftir að bróðirinn myndi klára vaktina sína. Þegar staðnum hafði verið lokað, um eittleytið, og verið var að ganga frá hafi hópur manna úr þessu gengi komið. Tveir stórir hópar mættust úti á götu Myndefni úr öryggismyndavél var sýnt fyrir dómi. Þar mátti sjá þennan hóp manna koma á vettvang, en örskömmu síðar fóru þeir. Í kjölfarið kom annar hópur manna, sem mun hafa tilheyrt hinu genginu, því sem árásarmaðurinn tilheyrir. Í báðum hópum hafa verið um það bil sex til tíu manns. Þessir hópar mættust síðan úti á götu þar sem slagsmálin áttu sér stað. Fyrir dómi voru sýndar upptökur úr síma af þessum átökum. Þó þessar upptökur væru nokkuð óljósar mátti sjá að þarna hefðu margir tekist á. Ætlaði sér ekki að stinga neinn Árásarmaðurinn lýsti slagsmálunum þannig að hann hefði sjálfur endað einn á móti tveimur mönnum, annars vegar manninum sem var stunginn, og hins vegar grímuklæddum manni sem hann sagðist ekki geta borið kennsl á. Þessir tveir menn hafi verið með hníf, og hann sjálfur líka. Þeir hafi sveiflað hnífnum í átt að honum. „Ég var að reyna að ögra þeim til baka, fá þá í burtu,“ sagði hann. Síðan hafi hann „einhvern veginn“ stungið annan þeirra. Um hafi verið að ræða ósjálfráð viðbrögð. Hann hafi ekki ætlað sér það. Strax hafi hann þurft að snúa sér að hinum manninum, þeim grímuklædda. En einhverju síðan hafi átökin hætt. Þá hafi hann farið aftur á Palóma og sótt símann sinn. Síðan hafi hann fengið far í burtu og losað sig við hnífinn. Eftir þetta sagði árásarmaðurinn að honum hafi aldrei liðið eins og hann væri öruggur. Enn þann dag í dag væru „þessir strákar með vesen“. „Vorum beinlínis óvinir“ Maðurinn sem var stunginn lýsti sinni hlið einnig fyrir dómi. Hann sagðist vera breyttur maður. Á þessum tíma hefði hann verið í rugli, í slæmum félagsskap. Sjálfur hlaut hann dóm þegar hann var sautján ára, árið 2020, fyrir að stinga mann. Í dag væri hann í vinnu og orðinn faðir. Hann sagðist vera mættur fyrir dóminn til þess að segja sannleikann, en líkt og áður segir viðurkenndi hann að hann væri sjálfur ekki alsaklaus. Í aðdraganda kvöldsins hefðu verið deilur milli þessara hópa, en engin góð ástæða hefði verið fyrir því. „Þetta var eitthvað stelpuvesen sem ég kom mér aldrei almennilega inn í,“ sagði hann. „Við vorum beinlínis óvinir þessa hóps.“ Líklega planið að ráðast á hann Hann sagði kvöldið örlagaríka hafa byrjað þannig að hann hefði fengið símhringingu frá þáverandi félögum sínum og þeir óskað eftir hjálp hans. Það væri eitthvað vandamál milli þeirra og árásarmannsins og sögðust þeir hafa í hyggju að ná tali af honum. Hann tók nokkrum sinnum fram að mikil spenna hefði verið í loftinu. „Við vorum ekki saklausir. Ég er ekki að spila mig saklausan.“ Átti að ganga í skrokk á honum? „Það var örugglega planið, já.“ Leit niður og sá að hann hafði verið stunginn Maðurinn lýsti átökunum með öðrum hætti en árásarmaðurinn, en hann neitaði til að mynda að hafa beitt hnífi. Hann sagði að bróðir árásarmannsins hefði kastað múrsteini í átt að vini sínum. Hann hefði verið að blanda sér í þau átök þegar hann hafi fundið einhvern koma aftan að sér, og síðan fundið fyrir einhverju í kviðnum á sér. Hann hefði litið niður og séð að hann væri með hníf inni í sér. Hann hafi öskrað að hann hefði verið stunginn og hlaupið á brott. Þó hann hafi sagst ekki hafa beitt hníf í átökunum sagðist hann hafa verið með hníf á sér. Á hlaupum sínum frá vettvangi hefði hann tekið þennan hníf upp og kastað honum frá sér. En umræddur hnífur fannst á vettvangi. Í fyrstu skýrslutökum hjá lögreglu sagðist hann ekki hafa verið með hnífinn. Hann viðurkenndi að hafa sagt ósatt þá. Nú væri hann kominn til að segja sannleikann. Vaknaði þremur dögum seinna Þá lýsti maðurinn því þegar hann hafi legið á götunni særður eftir árásina. „Ég hélt að ég væri að deyja,“ sagði hann. „Ég hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja.“ Síðan hafi hann farið í sjúkrabíl, og verið orðinn rosalega þreyttur. Það hafi alveg verið að líða yfir hann. Hann hafi spurt sjúkraflutningamann hvort hann mætti sofna, og fengið leyfi til þess. Síðan hafi hann vaknað á sjúkrahúsi þremur dögum seinna. Maðurinn sagði stunguna hafa haft þungbær áhrif í för með sér. Hann hefði verið á sjúkrahúsi vegna hennar, og sýkingar sem hann fékk í sárið, í tvær vikur. Árásarmaðurinn hefði hins vegar losnað úr haldi eftir nokkra daga. Honum hafi sárnað að vera á sjúkrahúsinu á meðan árásarmaðurinn væri kominn út og væri að djamma. Sá fyrsti til að verja sig Bróðir árásarmannsins gaf líka skýrslu. Hann bar mönnunum í hinum hópnum ekki vel söguna, og sagði að þarna á undan hefðu þeir gengið ansi langt. Þeir hefðu til að mynda herjað á fjölskyldumeðlimi þeirra bræðra. Hann sagðist líta svo á að bróðir sinn, árásarmaðurinn, hefði í raun verið sá fyrsti sem þorði að svara fyrir sig gegn þessum hóp. „Hann var fyrsti maðurinn til að verja sig gegn þessum strákum. Það var það eina sem gerðist.“ Dómsmál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Vopnaburður barna og ungmenna Reykjavík Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Slagsmálin brutust út á gatnamótum Hafnarstrætis og Naustarinnar í Reykjavík að nóttu til mánudaginn 13. júní 2021. Átök þessara tveggja hópa áttu þó eftir að stigmagnast allverulega, og náðu líklega hápunkti í nóvember ári síðar í einu umtalaðasta sakamáli Íslandsögunnar þegar fjöldi grímuklæddra manna fóru inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club og réðust á þrjá menn sem voru þar inni. Í málinu voru 25 sakfelldir. Sá sem hlaut þyngstan dóm, fyrir að stinga mennina þrjá, hlaut sex ára fangelsisdóm. Næstþyngstu dómar málsins voru átta mánaða fangelsi. Einn þeirra sem hlaut átta mánaða fangelsisdóm, er ákærður vegna stunguárásarinnar árið 2021. Hann svaraði til saka í aðalmeðferð málsins Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, en hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að stinga annan mann í kviðinn og veita honum með því umfangsmikla og lífshættulega áverka. En sá sem var stunginn hlaut fimm til sex sentímetra opinn skurð á kvið sem náði í gegnum maga og kviðarholsæð. Í ákæru segir að með tveimur aðgerðum og meðferð hafi tekist að bjarga lífi þess særða. Maðurinn neitaði sök, en hann viðurkenndi að hafa stungið manninn, en sagði það hafa verið í sjálfsvörn. Hér eftir verður maðurinn sem er ákærður í málinu, til einföldunar, kallaður árásarmaðurinn. Voru að reyna að „setja hann upp“ Fyrir dómi lýsti árásarmaðurinn aðdragandanum sem erfiðum tímum. Sjálfur væri hann venjulegur strákur, en þarna á undan hefði hann verið búinn að fá mikið af hótunum frá hinum hópnum, og þá hefði hann verið búinn að heyra frá allskonar fólki að það væru menn á höttunum eftir honum. Árásarmaðurinn nefndi nokkur dæmi um þetta, og sagði meðal annars að þáverandi kærustu hans hefði boðist að „setja hann upp“ fyrir þrjátíu þúsund krónur. Þar var átt við að hún myndi koma honum grunlausum á einhvern stað þar sem setið væri fyrir honum. Þar að auki hefði þessi hópur unnið skemmdarverk á bíl fjölskyldumeðlims hans, brotið bílrúðu með kylfu og kastað af sér þvagi í sæti bílsins. Vildi fá afsökunarbeiðni Kvöldið sem atvik málsins áttu sér stað sagðist árásarmaðurinn hafa verið að skemmta sér niðrí bæ, fyrst með kærustu sinni á 203 Club, og síðan hafi hann farið á Palóma en þar var bróðir hans að vinna. Hann lýsti nokkuð óljósu atviki sem hafi átt sér stað á 203 Club sem virðist hafa orðið kveikja að slagsmálunum seinna um kvöldið. Þar hafi meðlimur úr þessu gengi slegið til konu, og hæft kærustu hans í leiðinni með einhverjum hætti. Árásarmaðurinn hafi krafið þennan mann um afsökunarbeiðni, en án árangurs. Líkt og áður segir hafi maðurinn síðan farið á Palóma, þar sem bróðir hans var að vinna. Hann hafi verið að bíða eftir að bróðirinn myndi klára vaktina sína. Þegar staðnum hafði verið lokað, um eittleytið, og verið var að ganga frá hafi hópur manna úr þessu gengi komið. Tveir stórir hópar mættust úti á götu Myndefni úr öryggismyndavél var sýnt fyrir dómi. Þar mátti sjá þennan hóp manna koma á vettvang, en örskömmu síðar fóru þeir. Í kjölfarið kom annar hópur manna, sem mun hafa tilheyrt hinu genginu, því sem árásarmaðurinn tilheyrir. Í báðum hópum hafa verið um það bil sex til tíu manns. Þessir hópar mættust síðan úti á götu þar sem slagsmálin áttu sér stað. Fyrir dómi voru sýndar upptökur úr síma af þessum átökum. Þó þessar upptökur væru nokkuð óljósar mátti sjá að þarna hefðu margir tekist á. Ætlaði sér ekki að stinga neinn Árásarmaðurinn lýsti slagsmálunum þannig að hann hefði sjálfur endað einn á móti tveimur mönnum, annars vegar manninum sem var stunginn, og hins vegar grímuklæddum manni sem hann sagðist ekki geta borið kennsl á. Þessir tveir menn hafi verið með hníf, og hann sjálfur líka. Þeir hafi sveiflað hnífnum í átt að honum. „Ég var að reyna að ögra þeim til baka, fá þá í burtu,“ sagði hann. Síðan hafi hann „einhvern veginn“ stungið annan þeirra. Um hafi verið að ræða ósjálfráð viðbrögð. Hann hafi ekki ætlað sér það. Strax hafi hann þurft að snúa sér að hinum manninum, þeim grímuklædda. En einhverju síðan hafi átökin hætt. Þá hafi hann farið aftur á Palóma og sótt símann sinn. Síðan hafi hann fengið far í burtu og losað sig við hnífinn. Eftir þetta sagði árásarmaðurinn að honum hafi aldrei liðið eins og hann væri öruggur. Enn þann dag í dag væru „þessir strákar með vesen“. „Vorum beinlínis óvinir“ Maðurinn sem var stunginn lýsti sinni hlið einnig fyrir dómi. Hann sagðist vera breyttur maður. Á þessum tíma hefði hann verið í rugli, í slæmum félagsskap. Sjálfur hlaut hann dóm þegar hann var sautján ára, árið 2020, fyrir að stinga mann. Í dag væri hann í vinnu og orðinn faðir. Hann sagðist vera mættur fyrir dóminn til þess að segja sannleikann, en líkt og áður segir viðurkenndi hann að hann væri sjálfur ekki alsaklaus. Í aðdraganda kvöldsins hefðu verið deilur milli þessara hópa, en engin góð ástæða hefði verið fyrir því. „Þetta var eitthvað stelpuvesen sem ég kom mér aldrei almennilega inn í,“ sagði hann. „Við vorum beinlínis óvinir þessa hóps.“ Líklega planið að ráðast á hann Hann sagði kvöldið örlagaríka hafa byrjað þannig að hann hefði fengið símhringingu frá þáverandi félögum sínum og þeir óskað eftir hjálp hans. Það væri eitthvað vandamál milli þeirra og árásarmannsins og sögðust þeir hafa í hyggju að ná tali af honum. Hann tók nokkrum sinnum fram að mikil spenna hefði verið í loftinu. „Við vorum ekki saklausir. Ég er ekki að spila mig saklausan.“ Átti að ganga í skrokk á honum? „Það var örugglega planið, já.“ Leit niður og sá að hann hafði verið stunginn Maðurinn lýsti átökunum með öðrum hætti en árásarmaðurinn, en hann neitaði til að mynda að hafa beitt hnífi. Hann sagði að bróðir árásarmannsins hefði kastað múrsteini í átt að vini sínum. Hann hefði verið að blanda sér í þau átök þegar hann hafi fundið einhvern koma aftan að sér, og síðan fundið fyrir einhverju í kviðnum á sér. Hann hefði litið niður og séð að hann væri með hníf inni í sér. Hann hafi öskrað að hann hefði verið stunginn og hlaupið á brott. Þó hann hafi sagst ekki hafa beitt hníf í átökunum sagðist hann hafa verið með hníf á sér. Á hlaupum sínum frá vettvangi hefði hann tekið þennan hníf upp og kastað honum frá sér. En umræddur hnífur fannst á vettvangi. Í fyrstu skýrslutökum hjá lögreglu sagðist hann ekki hafa verið með hnífinn. Hann viðurkenndi að hafa sagt ósatt þá. Nú væri hann kominn til að segja sannleikann. Vaknaði þremur dögum seinna Þá lýsti maðurinn því þegar hann hafi legið á götunni særður eftir árásina. „Ég hélt að ég væri að deyja,“ sagði hann. „Ég hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja.“ Síðan hafi hann farið í sjúkrabíl, og verið orðinn rosalega þreyttur. Það hafi alveg verið að líða yfir hann. Hann hafi spurt sjúkraflutningamann hvort hann mætti sofna, og fengið leyfi til þess. Síðan hafi hann vaknað á sjúkrahúsi þremur dögum seinna. Maðurinn sagði stunguna hafa haft þungbær áhrif í för með sér. Hann hefði verið á sjúkrahúsi vegna hennar, og sýkingar sem hann fékk í sárið, í tvær vikur. Árásarmaðurinn hefði hins vegar losnað úr haldi eftir nokkra daga. Honum hafi sárnað að vera á sjúkrahúsinu á meðan árásarmaðurinn væri kominn út og væri að djamma. Sá fyrsti til að verja sig Bróðir árásarmannsins gaf líka skýrslu. Hann bar mönnunum í hinum hópnum ekki vel söguna, og sagði að þarna á undan hefðu þeir gengið ansi langt. Þeir hefðu til að mynda herjað á fjölskyldumeðlimi þeirra bræðra. Hann sagðist líta svo á að bróðir sinn, árásarmaðurinn, hefði í raun verið sá fyrsti sem þorði að svara fyrir sig gegn þessum hóp. „Hann var fyrsti maðurinn til að verja sig gegn þessum strákum. Það var það eina sem gerðist.“
Dómsmál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Vopnaburður barna og ungmenna Reykjavík Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira