Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. mars 2025 11:47 Áin Guama og Amazon-regnskógurinn úr lofti. Munnur árinnar myndar suðurjaðar Bélem, höfuðborgar Pará-fylkis. Getty Fjögurra akreina hraðbraut sem á að byggja fyrir Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP30) í Belém í Brasilíu í nóvember mun skera tugi þúsunda ekra af vernduðum Amazon-regnskóginum. Hraðbrautin sem mun heita Avenida Liberdade (Breiðgata frelsis á íslensku) á að auðvelda umferð til borgarinnar vegna ráðstefnunnar sem fer fram frá 10. til 21 nóvember 2025. BBC fjallar um málið. Sveitarstjórnaryfirvöld í Pará-fylki segja hraðbrautina vera sjálfbæra en íbúar svæðisins og náttúruverndarsinnar hafa mótmælt framkvæmdunum. Fullyrða margir að skógareyðingin fari þvert gegn markmiði ráðstefnunnar. Uppbygging hraðbrautarinnar hefur staðið til frá 2012 en ekki orðið af henni fyrr en nú vegna áhyggja um skaðleg áhrif hennar á umhverfið. Framkvæmdir eru þegar hafnar og búið að ryðja skóginn fyrir 13 kílómetra langan veginn. Skógurinn klofinn í tvennt Claudio Verquete, einn þeirra íbúa sem framkvæmdin hefur áhrif á, býr um 200 metra frá veginum og hafði tekjur af því að tína açaí-ber af trjám sem voru á svæðinu. Hann segir að með framkvæmdunum sé búið að eyðileggja alla uppskeru hans og hann hafi því ekki lengur fasta innkomu. Hann segist ekki hafa fengið neinar skaðabætur frá yfirvöldum vegna eyðileggingarinnar og hefur áhyggjur af því að vegurinn muni leiða til frekari skógareyðingar. „Við óttumst að einn daginn muni einhver koma hingað og segja: ,Hér er smá peningur. Við þurfum þetta svæði til að byggja bensínstöð eða vöruskemmu.' Og við munum svo þurfa að fara,“ segir Claudio. Þeirsem búi á svæðinu muni heldur ekki hafa aðgang að veginum þar sem hann verði lokaður af með veggjum. Vísindamenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum með veginn þar sem hann muni kljúfa skóginn í tvennt og raska þannig dýralífi. Risavaxinn stækkun flugvallarins Adler Silvera, innviðaráðherra Pará-fylkis, segir uppbygginguna eina af þrjátíu verkefnum í borginni sem eigi að undirbúa hana og nútímavæða fyrir ráðstefnuna. Það sem mun þó hafa mun meiri umhverfisáhrif er þó fyrirhuguð stækkun á alþjóðaflugvellinum Belém/Val-de-Cans svo hægt sé að taka á móti fjórtán milljónum farþega. Ríkisstjórn Brasiíu hefur fjárfest 81 milljón Bandaríkjadala (um milljarður íslenskra króna) til þess. Einnig eru hafnar framkvæmdir á byggingu 500 þúsund fermetra almenningsgarðsins Parque de Cidade (Borgargarðurinn). Þar verði græn svæðim veitingastaðir og íþróttasvæði. Brasilía Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Hraðbrautin sem mun heita Avenida Liberdade (Breiðgata frelsis á íslensku) á að auðvelda umferð til borgarinnar vegna ráðstefnunnar sem fer fram frá 10. til 21 nóvember 2025. BBC fjallar um málið. Sveitarstjórnaryfirvöld í Pará-fylki segja hraðbrautina vera sjálfbæra en íbúar svæðisins og náttúruverndarsinnar hafa mótmælt framkvæmdunum. Fullyrða margir að skógareyðingin fari þvert gegn markmiði ráðstefnunnar. Uppbygging hraðbrautarinnar hefur staðið til frá 2012 en ekki orðið af henni fyrr en nú vegna áhyggja um skaðleg áhrif hennar á umhverfið. Framkvæmdir eru þegar hafnar og búið að ryðja skóginn fyrir 13 kílómetra langan veginn. Skógurinn klofinn í tvennt Claudio Verquete, einn þeirra íbúa sem framkvæmdin hefur áhrif á, býr um 200 metra frá veginum og hafði tekjur af því að tína açaí-ber af trjám sem voru á svæðinu. Hann segir að með framkvæmdunum sé búið að eyðileggja alla uppskeru hans og hann hafi því ekki lengur fasta innkomu. Hann segist ekki hafa fengið neinar skaðabætur frá yfirvöldum vegna eyðileggingarinnar og hefur áhyggjur af því að vegurinn muni leiða til frekari skógareyðingar. „Við óttumst að einn daginn muni einhver koma hingað og segja: ,Hér er smá peningur. Við þurfum þetta svæði til að byggja bensínstöð eða vöruskemmu.' Og við munum svo þurfa að fara,“ segir Claudio. Þeirsem búi á svæðinu muni heldur ekki hafa aðgang að veginum þar sem hann verði lokaður af með veggjum. Vísindamenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum með veginn þar sem hann muni kljúfa skóginn í tvennt og raska þannig dýralífi. Risavaxinn stækkun flugvallarins Adler Silvera, innviðaráðherra Pará-fylkis, segir uppbygginguna eina af þrjátíu verkefnum í borginni sem eigi að undirbúa hana og nútímavæða fyrir ráðstefnuna. Það sem mun þó hafa mun meiri umhverfisáhrif er þó fyrirhuguð stækkun á alþjóðaflugvellinum Belém/Val-de-Cans svo hægt sé að taka á móti fjórtán milljónum farþega. Ríkisstjórn Brasiíu hefur fjárfest 81 milljón Bandaríkjadala (um milljarður íslenskra króna) til þess. Einnig eru hafnar framkvæmdir á byggingu 500 þúsund fermetra almenningsgarðsins Parque de Cidade (Borgargarðurinn). Þar verði græn svæðim veitingastaðir og íþróttasvæði.
Brasilía Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira