Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. mars 2025 21:16 Stálvirkin beggja vegna Sæbrautar verða fyrst reist og svo brúin sett ofan á að næturlagi. Opna á brúna um miðjan maí fyrir gangandi og hjólandi. Betri samgöngur Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf.. Göngubrúin verður staðsett um það bil miðja vegu milli gatnamóta Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar og er hluti af Samgöngusáttmálanum. Brúin er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar, Betri samgangna og Reykjavíkurborgar. Með tilkomu nýrrar brúar verður til ný göngu- og hjólaleið milli Tranavogs og Snekkjuvogs. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. Brúin mun þjóna hlutverki sínu þar til Sæbraut verður sett í stokk. Í tilkynningu Betri samgangna kemur fram að vel gangi að reisa stálvirkið fyrir undirstöðurnar vestan megin Sæbrautar. Að þeirri vinnu lokinni hefst uppsetning á stálvirkinu austan megin Sæbrautar. Samhliða þessu er unnið að samsetningu brúarinnar. Áformað er að hífa brúna upp í heilu lagi í apríl og koma henni fyrir á sínum stað. Það verður gert að næturlagi til að valda sem minnstum umferðartruflunum á Sæbraut. Jafnframt er vonast til að íbúar í nágrenninu verði fyrir sem minnstu raski meðan þessi vinna fer fram. Brúin verður sett á í heilu lagi. Betri samgöngur Næsta skref verður síðan að setja upp stigahús sitthvoru megin brúarinnar, klæða þau og ganga frá tengingum milli brúar og stigahúsa. Þá verður sett upp lýsing og myndavélakerfi, gengið frá jarðvegi við stigahúsin og göngu- og hjólastígar malbikaðir. Lyftur verða settar upp við báða brúarenda. Þær koma tilbúnar og verða hífðar á sinn stað í heilu lagi. Skiltabrýr verða settar upp til varnar göngubrúnni Samkvæmt reglugerð er hámarkshæð ökutækja 4,2 metrar. Skilabrýrnar eru lægri en sjálf göngubrúin þannig að of há ökutæki munu rekast í skiltabrúna. Áður en hæðarslárnar verða settar upp verður það kynnt rækilega. Fríhæð undir skilabrú verður 5,5 metrar og fríhæð undir viðvörunarslá verður 5,2 metrar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg biðla til verktaka og flutningafyrirtækja að kynna þessar hæðartakmarkanir fyrir sínu starfsfólki. Verkfræðistofan Verkís hannaði mannvirkið. Ístak mun sjá um framkvæmdir. Eftirlit og umsjón með verkinu hefur VBV verkfræðistofa. Vegagerðin hefur umsjón með verkinu fyrir hönd verkkaupa. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Banaslys á Sæbraut Banaslys varð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar sem hann var úrskuðaður látinn. 12. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Göngubrúin verður staðsett um það bil miðja vegu milli gatnamóta Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar og er hluti af Samgöngusáttmálanum. Brúin er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar, Betri samgangna og Reykjavíkurborgar. Með tilkomu nýrrar brúar verður til ný göngu- og hjólaleið milli Tranavogs og Snekkjuvogs. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. Brúin mun þjóna hlutverki sínu þar til Sæbraut verður sett í stokk. Í tilkynningu Betri samgangna kemur fram að vel gangi að reisa stálvirkið fyrir undirstöðurnar vestan megin Sæbrautar. Að þeirri vinnu lokinni hefst uppsetning á stálvirkinu austan megin Sæbrautar. Samhliða þessu er unnið að samsetningu brúarinnar. Áformað er að hífa brúna upp í heilu lagi í apríl og koma henni fyrir á sínum stað. Það verður gert að næturlagi til að valda sem minnstum umferðartruflunum á Sæbraut. Jafnframt er vonast til að íbúar í nágrenninu verði fyrir sem minnstu raski meðan þessi vinna fer fram. Brúin verður sett á í heilu lagi. Betri samgöngur Næsta skref verður síðan að setja upp stigahús sitthvoru megin brúarinnar, klæða þau og ganga frá tengingum milli brúar og stigahúsa. Þá verður sett upp lýsing og myndavélakerfi, gengið frá jarðvegi við stigahúsin og göngu- og hjólastígar malbikaðir. Lyftur verða settar upp við báða brúarenda. Þær koma tilbúnar og verða hífðar á sinn stað í heilu lagi. Skiltabrýr verða settar upp til varnar göngubrúnni Samkvæmt reglugerð er hámarkshæð ökutækja 4,2 metrar. Skilabrýrnar eru lægri en sjálf göngubrúin þannig að of há ökutæki munu rekast í skiltabrúna. Áður en hæðarslárnar verða settar upp verður það kynnt rækilega. Fríhæð undir skilabrú verður 5,5 metrar og fríhæð undir viðvörunarslá verður 5,2 metrar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg biðla til verktaka og flutningafyrirtækja að kynna þessar hæðartakmarkanir fyrir sínu starfsfólki. Verkfræðistofan Verkís hannaði mannvirkið. Ístak mun sjá um framkvæmdir. Eftirlit og umsjón með verkinu hefur VBV verkfræðistofa. Vegagerðin hefur umsjón með verkinu fyrir hönd verkkaupa.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Banaslys á Sæbraut Banaslys varð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar sem hann var úrskuðaður látinn. 12. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Banaslys á Sæbraut Banaslys varð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar sem hann var úrskuðaður látinn. 12. nóvember 2018 17:33