Viðskipti innlent

Sjálf­kjörið í stjórn Símans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Sigurðsson er formaður stjórnar Símans og verður það áfram. Hann hefur verið formaður frá árinu 2019.
Jón Sigurðsson er formaður stjórnar Símans og verður það áfram. Hann hefur verið formaður frá árinu 2019.

Engar breytingar verða á stjórn Símans á aðalfundi félagsins á fimmtudaginn. Sjálfkjörið er í stjórnina.

Aðalfundurinn fer fram á Nauthóli í Reykjavík klukkan fjögur síðdegis á föstudag. Framboðsfrestur til stjórnar rann út þann 8. mars.

Arnar Þór Másson, Bjarni Þorvarðarson, Jón Sigurðsson, Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir gefa öll áfram kost á sér til stjórnarsetu. Í samræmi við samþykktir félagsins skulu fimm stjórnarmenn kjörnir af aðalfundi á hverju ári og er því sjálfkjörið í stjórnina.

Eyjólfur Árni Rafnsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir og Steinunn Kristín Þórðardóttir voru tilnefnd í þriggja manna tilnefningarnefnd. Eru þau því einnig sjálfkjörin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×