Innlent

Kallað eftir af­vopnun feðra­veldisins

Lovísa Arnardóttir skrifar
Kallað var eftir friði í baráttugöngunni í dag.
Kallað var eftir friði í baráttugöngunni í dag. Vísir/Lýður Valberg

Alþjóðlegum baráttudegi kvenna var fagnað víða um heim í dag, meðal annars hér á landi.

Konur, karlar og kvár gengu fylktu liði frá Arnarhóli í Iðnó á baráttufund í dag. 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur 8. mars ár hvert. Í ár stóðu fjórtán félög að dagskrá Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, ein skipuleggjenda, sagði fyrr í dag daginn sérstaklega mikilvægan í ár vegna stöðunnar í alþjóðastjórnmálum. 

Sjá einnig: Ganga fylktu liði frá Arnar­hóli

Mammaðín kom fram en í hljómsveitinni eru söngkonurnar Elín Hall og Katla Þórudóttir Njálsdóttir. Vísir/Lýður Valberg
Skilaboðin voru nokkuð skýr. Vísir/Lýður Valberg
Sterkari saman. Vísir/Lýður Valberg
Kallað eftir afvopnun feðraveldis. Vísir/Lýður Valberg
Palestínufáninn var áberandi í göngunni. Vísir/Lýður Valberg
Borgarfulltrúinn Sanna Magdalena lét sig ekki vanta í gönguna. Vísir/Lýður Valberg
Sanna mætti á baráttufund að lokinni göngu. Vísir/Lýður Valberg
Minn líkami, minn hugur og mitt vald segir á þessu skilti. Vísir/Lýður Valberg
Mikill fjöldi kvenna, karla og kvára komu saman í dag. Vísir/Lýður Valberg
Konur gengu saman. Vísir/Lýður Valberg
Það voru haldnar ræður á baráttufundinum. Vísir/Lýður Valberg
Nokkuð skýrt. Vísir/Lýður Valberg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×