Innlent

Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sand­gerði

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Óttast var að björgunarskipið sjálft hefði slitið sig laust.
Óttast var að björgunarskipið sjálft hefði slitið sig laust. Aðsend

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld.

Sjö manns frá björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði ásamt áhafnarmeðlimum af björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein stóðu í ströngu við að tryggja fjóra báta. Á tímabili var það haldið að björgunarskipið sjálft hefði slitið sig laust en í ljós kom að aðeins var kominn slaki á spottana þar.

Verkefnum lauk um tíuleytið.Aðsend

„Svo mikil voru lætin á tímabili að einn báturinn hafi kastast uppá bryggjuna og stóð þar fastur í smá stund, en mikill áhlaðandi var vegna vinds og sjávarstöðu og höfðu sumir bátar líka slitið sig lausa,“ segir í tilkynningu frá björgunarsveitinni.

Verkefnum var lokið um klukkan tíu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×