„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Hjörvar Ólafsson skrifar 28. febrúar 2025 22:36 Kjartan Atli á hliðarlínunni í leik með Álftanesi. Vísir/Vilhelm Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var kampakátur með sigur liðsins gegn Tindastóli í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Kaldalónshöllinni í kvöld. „Þetta var mjög skemmtilegur leikur og bara frábært kvöld yfir höfuð. Það var vel mætt hjá stuðningsmönnum beggja liða og það var geggjað að heyra stúkurnar kallast á. Tilefnið og viðburðurinn í heild sinni var stór og sterkt að ná að landa sigri í þessum aðstæðum. Við byrjuðum leikinn mjög vel en það mátti alveg vita að jafn gott lið og Tindastóll er myndi koma sér inn í leikinn eins og varð raunin,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness um þennan mikilvæga sigur. „Þeir fóru að setja stór þriggja stiga skot og stemmingin var þeirra megin í þriðja leikhluta. Við náðum sem betur fer að stöðva þá blæðingu og sýndum mikinn karakter, gæði og yfirvegun undir lokin. Þessi sigur var þýðingamikill í þeim leðjuslag sem fram undan er í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Kjartan Atli enn fremur. „Nú er bara að fagna þessu vel og innilega í kvöld en á morgun er bara að reima á sig skóna, taka endurheimt og skoða þennan leik. Við förum sáttir á koddann í kvöld en svo hefst bara undirbúningur undir annan stórleik á móti Stjörnunni. Við þurfum bara að taka einn dag í einu og einn leik í einu. Það er sama gamla tuggan,“ sagði þjálfarinn um framhaldið. Álftanes hefur nú 20 stig, líkt og Grindavík og Valur, en liðin sitja í fjórða til sjötta sæti deildarinnar. Þór Þorlákshöfn kemur þar á eftir með 18 stig og Keflavík, ÍR og KR því næst með 16 stig hvert lið. Fram undan er hörð barátta um sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur og bara frábært kvöld yfir höfuð. Það var vel mætt hjá stuðningsmönnum beggja liða og það var geggjað að heyra stúkurnar kallast á. Tilefnið og viðburðurinn í heild sinni var stór og sterkt að ná að landa sigri í þessum aðstæðum. Við byrjuðum leikinn mjög vel en það mátti alveg vita að jafn gott lið og Tindastóll er myndi koma sér inn í leikinn eins og varð raunin,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness um þennan mikilvæga sigur. „Þeir fóru að setja stór þriggja stiga skot og stemmingin var þeirra megin í þriðja leikhluta. Við náðum sem betur fer að stöðva þá blæðingu og sýndum mikinn karakter, gæði og yfirvegun undir lokin. Þessi sigur var þýðingamikill í þeim leðjuslag sem fram undan er í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Kjartan Atli enn fremur. „Nú er bara að fagna þessu vel og innilega í kvöld en á morgun er bara að reima á sig skóna, taka endurheimt og skoða þennan leik. Við förum sáttir á koddann í kvöld en svo hefst bara undirbúningur undir annan stórleik á móti Stjörnunni. Við þurfum bara að taka einn dag í einu og einn leik í einu. Það er sama gamla tuggan,“ sagði þjálfarinn um framhaldið. Álftanes hefur nú 20 stig, líkt og Grindavík og Valur, en liðin sitja í fjórða til sjötta sæti deildarinnar. Þór Þorlákshöfn kemur þar á eftir með 18 stig og Keflavík, ÍR og KR því næst með 16 stig hvert lið. Fram undan er hörð barátta um sæti í úrslitakeppni deildarinnar.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira