Skipti í brúnni hjá Indó Árni Sæberg skrifar 25. febrúar 2025 15:22 Tryggvi, til vinstri, tekur við daglegri stjórn Indó af Hauki. Vísir/Vilhelm Tryggvi Björn Davíðsson er nýr framkvæmdastjóri sparisjóðsins Indó. Hann er annar stofnenda Indó. Hinn stofnandinn, Haukur Skúlason, lætur af starfi framkvæmdastjóra en mun taka að sér ráðgjafastörf fyrir stjórn fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu um framkvæmdastjóraskiptin segir að Haukur og Tryggvi séu báðir enn í hópi stærstu eigenda Indó en vöxtur félagsins hafi verið mikill og það státi nú af tæplega áttatíu þúsund viðskiptavinum og meira en tuttugu milljörðum í innstæðum. Þá hafi fyrirtækið mælst með ánægðustu viðskiptavinina í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2024, efst allra fyrirtækja þvert á atvinnugreinar. Tryggvi Björn hafi mikla reynslu af bankamarkaði og hafi meðal annars starfað hjá Barclays í Lundúnum og sem framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka. Tryggvi sé með MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi og MS-gráðu í fjármálum frá Université Sciences Sociales í Toulouse. Öflugri samkeppni fram undan Haft er eftir Sigþóri Sigmarssyni, stjórnarformanni Indó, hann hlakki til að vinna með Tryggva í nýju hlutverki. Hann vilji sömuleiðis þakka Hauki fyrir hans mikla framlag á þeim árum sem hann leiddi félagið. Ástríða Hauks og smitandi áhugi á umbreytingum séu ekki síst lykillinn að því að það hafi tekist að koma með nýja samkeppni inn á íslenskan bankamarkað í fyrsta sinn í áratugi. „Haukur og Tryggvi hafa byggt upp magnað teymi sem með lítilli yfirbyggingu hefur náð frábærum árangri. Þeim hefur tekist að höfða til framsæknustu viðskiptavinina á Íslandi, fólks sem vill betri kjör og kann að meta gegnsæi um vexti og gjöld. Þetta er formúla sem virkar og fram undan er að veita bönkum enn öflugri samkeppni, íslenskum neytendum til góða.“ Telja sig geta sparað tíu milljarða á ári Þá er haft eftir Hauki að hann sé afar stoltur af þeim árangri sem Indó hafi náð og jákvæðum breytingum sem innkoma Indó á markaðinn hafi haft í för með sér. „Við hófum þessa vegferð fyrir sjö árum. Nú eru tímamót í starfsemi félagsins og ég hef ákveðið að draga mig út úr daglegum rekstri. Ég mun hins vegar áfram styðja við félagið með ráðum og dáð. Sýn okkar er óbreytt. Við teljum okkur geta sparað tíu þúsund milljónir fyrir almenning á hverju einasta ári. Í fyrra spöruðu viðskiptavinir indó 922 milljónir króna í bullgjöld og af því er ég stoltur.“ Fjármálafyrirtæki Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Í fréttatilkynningu um framkvæmdastjóraskiptin segir að Haukur og Tryggvi séu báðir enn í hópi stærstu eigenda Indó en vöxtur félagsins hafi verið mikill og það státi nú af tæplega áttatíu þúsund viðskiptavinum og meira en tuttugu milljörðum í innstæðum. Þá hafi fyrirtækið mælst með ánægðustu viðskiptavinina í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2024, efst allra fyrirtækja þvert á atvinnugreinar. Tryggvi Björn hafi mikla reynslu af bankamarkaði og hafi meðal annars starfað hjá Barclays í Lundúnum og sem framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka. Tryggvi sé með MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi og MS-gráðu í fjármálum frá Université Sciences Sociales í Toulouse. Öflugri samkeppni fram undan Haft er eftir Sigþóri Sigmarssyni, stjórnarformanni Indó, hann hlakki til að vinna með Tryggva í nýju hlutverki. Hann vilji sömuleiðis þakka Hauki fyrir hans mikla framlag á þeim árum sem hann leiddi félagið. Ástríða Hauks og smitandi áhugi á umbreytingum séu ekki síst lykillinn að því að það hafi tekist að koma með nýja samkeppni inn á íslenskan bankamarkað í fyrsta sinn í áratugi. „Haukur og Tryggvi hafa byggt upp magnað teymi sem með lítilli yfirbyggingu hefur náð frábærum árangri. Þeim hefur tekist að höfða til framsæknustu viðskiptavinina á Íslandi, fólks sem vill betri kjör og kann að meta gegnsæi um vexti og gjöld. Þetta er formúla sem virkar og fram undan er að veita bönkum enn öflugri samkeppni, íslenskum neytendum til góða.“ Telja sig geta sparað tíu milljarða á ári Þá er haft eftir Hauki að hann sé afar stoltur af þeim árangri sem Indó hafi náð og jákvæðum breytingum sem innkoma Indó á markaðinn hafi haft í för með sér. „Við hófum þessa vegferð fyrir sjö árum. Nú eru tímamót í starfsemi félagsins og ég hef ákveðið að draga mig út úr daglegum rekstri. Ég mun hins vegar áfram styðja við félagið með ráðum og dáð. Sýn okkar er óbreytt. Við teljum okkur geta sparað tíu þúsund milljónir fyrir almenning á hverju einasta ári. Í fyrra spöruðu viðskiptavinir indó 922 milljónir króna í bullgjöld og af því er ég stoltur.“
Fjármálafyrirtæki Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira