Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir og Eydís Arna Líndal skrifa 25. febrúar 2025 09:04 Það er ákall eftir breytingum á Sjálfstæðisflokknum þar sem byggt er á traustum grunni um frelsi einstaklingsins. Við þurfum að fylgja eftir hugsjónum okkar um frjáls viðskipti, lægri skatta, einstaklingsfrelsi og minna ríkisvald – en allt eru þetta þættir sem núverandi og fyrrverandi stuðningsmenn flokksins kalla eftir. Við þurfum að vera óhrædd við að ráðast í kerfisbreytingar, ekki breytinganna vegna heldur til að bæta líf einstaklinga og starfsemi fyrirtækja – gera lífið einfaldara og lífskjör allra betri. Innkoma Áslaugar Örnu inn á hið pólitíska svið fyrir áratug vakti athygli. Skelegg, skýr og strax öflugur talsmaður sjálfstæðisstefnunnar. Í störfum sínum hefur það verið skýrt að hún er að vinna fyrir fólkið í landinu og hefur verið óhrædd að gera breytingar á kerfum þannig að þau virki sem best fyrir fólkið í landinu. Þegar hún varð fyrst ráðherra í dómsmálaráðuneytinu hóf hún strax þá vegferð sína að einfalda kerfin til að bæta þjónustuna, innleiða stafrænar lausnir og tryggja það að kerfið flækist ekki fyrir fólki. Hún hefur staðið fyrir umfangsmiklum kerfisbreytingum í stjórnkerfinu, háskólum, útlendingamálum, heilbrigðismálum og nýsköpun svo fátt eitt sé nefnt. Stjórnmál, stjórnarráðið og stofnun ársins Þegar Áslaug Arna fékk tækifæri til að leiða nýtt ráðuneyti háskóla-, iðnaðar og nýsköpunar ákvað hún strax að slíkt ráðuneyti yrði í takti við tímann. Hún vildi auka skilvirkni og gera breytingar á stjórnkerfinu sem skiluðu sér í meiri og betri árangri, minnkuðu yfirbyggingu um leið og betur yrði farið með fé. Viljinn til að ná meiri árangri, kjarkurinn og krafturinn til að breyta varð til þess að hún gerði tímamótabreytingar á vinnulagi stjórnarráðsins. Til varð nýtt og annars konar ráðuneyti. Á þeirri vegferð lærðum við margt af innlendum og alþjóðlegum fyrirtækjum og stofnunum. Tekið brot af því besta héðan og þaðan. Kerfisveggir og síló voru brotin, málum var forgangsraðað öðruvísi svo verkefni sem skipta máli kafni ekki í hinu hversdagslega amstri. Stjórnmálin og stjórnsýslan störfuðu náið saman að þróun nýs verklags en slíkt gerist ekki að sjálfum sér. Það þarf öflugan leiðtoga til að fá fólk í lið með sér þegar veigamiklar kerfisbreytingar eru gerðar. Spánýjar tölur yfir stofnun ársins gefa þess glöggt merki að Áslaug Arna nær árangri. Háskóla-, iðnaðar - og nýsköpunarráðuneytið skorar hæst af öllum ráðuneytum á öllum mælikvörðum á stofnunum ársins. Það segir sína sögu að í jafn viðamiklum breytingum sé starfsfólk ráðuneytisins, sem kemur úr ólíkum áttum, sátt og stolt af þeim breytingum sem farið var í undir forystu Áslaugar Örnu. Áslaug Arna stendur með fólki en ekki kerfum Undir hennar forystu var kerfinu breytt, nýsköpun innleidd í stjórnkerfinu og við náðum meiri árangri fyrir Ísland. Sem ráðherra var hún með skrifstofu sínu óháð staðsetningu enda er það hennar skoðun að það þurfi ekki alltaf allir að koma suður. Hún lagði sig fram við að hitta fólk á sínum heimavelli, heyra og sjá hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Áslaug Arna hefur sýnt það í störfum sínum að hún fær fólk í lið með sér, sameinar ólíka hópa og gerir mikilvægar breytingar. Nú þurfum við breytingar á Sjálfstæðisflokknum. Það þarf að nútímavæða starfshætti flokksins, það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í fyrsta sæti. Fylkja liði fyrir sterkari og stærri Sjálfstæðisflokk þar sem við sameinumst um hugmyndafræði og stefnu. Sjálfstæðisflokkur sem nær meiri árangri og til að svo verði þurfum við breytingar. Áslaug Arna er kona sem gerir slíkar breytingar. Það sáum við og upplifðum þegar við unnum með henni sem aðstoðarmenn ráðherra. Hún fær fólk í lið með sér, breytir rótgrónum kerfum, spilar sóknarleik og horfir til framtíðar. Hún mun gera Sjálfstæðisflokkinn sterkari og stærri. Hún er framtíðin. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Áslaugar Örnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er ákall eftir breytingum á Sjálfstæðisflokknum þar sem byggt er á traustum grunni um frelsi einstaklingsins. Við þurfum að fylgja eftir hugsjónum okkar um frjáls viðskipti, lægri skatta, einstaklingsfrelsi og minna ríkisvald – en allt eru þetta þættir sem núverandi og fyrrverandi stuðningsmenn flokksins kalla eftir. Við þurfum að vera óhrædd við að ráðast í kerfisbreytingar, ekki breytinganna vegna heldur til að bæta líf einstaklinga og starfsemi fyrirtækja – gera lífið einfaldara og lífskjör allra betri. Innkoma Áslaugar Örnu inn á hið pólitíska svið fyrir áratug vakti athygli. Skelegg, skýr og strax öflugur talsmaður sjálfstæðisstefnunnar. Í störfum sínum hefur það verið skýrt að hún er að vinna fyrir fólkið í landinu og hefur verið óhrædd að gera breytingar á kerfum þannig að þau virki sem best fyrir fólkið í landinu. Þegar hún varð fyrst ráðherra í dómsmálaráðuneytinu hóf hún strax þá vegferð sína að einfalda kerfin til að bæta þjónustuna, innleiða stafrænar lausnir og tryggja það að kerfið flækist ekki fyrir fólki. Hún hefur staðið fyrir umfangsmiklum kerfisbreytingum í stjórnkerfinu, háskólum, útlendingamálum, heilbrigðismálum og nýsköpun svo fátt eitt sé nefnt. Stjórnmál, stjórnarráðið og stofnun ársins Þegar Áslaug Arna fékk tækifæri til að leiða nýtt ráðuneyti háskóla-, iðnaðar og nýsköpunar ákvað hún strax að slíkt ráðuneyti yrði í takti við tímann. Hún vildi auka skilvirkni og gera breytingar á stjórnkerfinu sem skiluðu sér í meiri og betri árangri, minnkuðu yfirbyggingu um leið og betur yrði farið með fé. Viljinn til að ná meiri árangri, kjarkurinn og krafturinn til að breyta varð til þess að hún gerði tímamótabreytingar á vinnulagi stjórnarráðsins. Til varð nýtt og annars konar ráðuneyti. Á þeirri vegferð lærðum við margt af innlendum og alþjóðlegum fyrirtækjum og stofnunum. Tekið brot af því besta héðan og þaðan. Kerfisveggir og síló voru brotin, málum var forgangsraðað öðruvísi svo verkefni sem skipta máli kafni ekki í hinu hversdagslega amstri. Stjórnmálin og stjórnsýslan störfuðu náið saman að þróun nýs verklags en slíkt gerist ekki að sjálfum sér. Það þarf öflugan leiðtoga til að fá fólk í lið með sér þegar veigamiklar kerfisbreytingar eru gerðar. Spánýjar tölur yfir stofnun ársins gefa þess glöggt merki að Áslaug Arna nær árangri. Háskóla-, iðnaðar - og nýsköpunarráðuneytið skorar hæst af öllum ráðuneytum á öllum mælikvörðum á stofnunum ársins. Það segir sína sögu að í jafn viðamiklum breytingum sé starfsfólk ráðuneytisins, sem kemur úr ólíkum áttum, sátt og stolt af þeim breytingum sem farið var í undir forystu Áslaugar Örnu. Áslaug Arna stendur með fólki en ekki kerfum Undir hennar forystu var kerfinu breytt, nýsköpun innleidd í stjórnkerfinu og við náðum meiri árangri fyrir Ísland. Sem ráðherra var hún með skrifstofu sínu óháð staðsetningu enda er það hennar skoðun að það þurfi ekki alltaf allir að koma suður. Hún lagði sig fram við að hitta fólk á sínum heimavelli, heyra og sjá hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Áslaug Arna hefur sýnt það í störfum sínum að hún fær fólk í lið með sér, sameinar ólíka hópa og gerir mikilvægar breytingar. Nú þurfum við breytingar á Sjálfstæðisflokknum. Það þarf að nútímavæða starfshætti flokksins, það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í fyrsta sæti. Fylkja liði fyrir sterkari og stærri Sjálfstæðisflokk þar sem við sameinumst um hugmyndafræði og stefnu. Sjálfstæðisflokkur sem nær meiri árangri og til að svo verði þurfum við breytingar. Áslaug Arna er kona sem gerir slíkar breytingar. Það sáum við og upplifðum þegar við unnum með henni sem aðstoðarmenn ráðherra. Hún fær fólk í lið með sér, breytir rótgrónum kerfum, spilar sóknarleik og horfir til framtíðar. Hún mun gera Sjálfstæðisflokkinn sterkari og stærri. Hún er framtíðin. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Áslaugar Örnu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun