Viðskipti innlent

Verður fram­kvæmda­stjóri þróunar­sviðs Emblu Medi­cal

Atli Ísleifsson skrifar
André Rocha.
André Rocha. Össur

André Rocha hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical, móðurfélags Össurar og fleiri leiðandi félaga á alþjóða heilbrigðistæknimarkaðnum.

Í tilkynningu frá Embla Medical segir að André komi til félagsins frá McKinsey & Company þar sem hann hafi verið meðeigandi frá árinu 2012 á starfsstöðvum þess í Þýskalandi, Japan, og nú síðast í Madríd á Spáni. 

„Hann er með yfirgripsmikla reynslu af leiðtogastörfum á sviði rannsóknar- og þróunar og leiddi meðal annars þverfaglegt teymi hjá Nokia (áður Nokia Siemens Networks), á árunum 2004-2010.

André er með MBA gráðu frá European School of Management and Technology (ESMT) í Berlín, M.Sc. gráðu í hagfræði og B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskólanum í Portó, Portúgal,“ segir í tilkynningunni. 

André kemur til með að vera búsettur á Íslandi og mun leiða rannsóknar- og þróunarteymi félagsins hér á landi sem og erlendis. Hann tekur til starfa 1. apríl 2025.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×