Handbolti

Góður úti­sigur hjá læri­sveinum Guð­mundar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans eru í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans eru í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty

Lið Fredericia í danska handboltanum situr í þriðja sæti dönsku deildarinnar eftir góðan útisigur á liði Nordsjælland í dag.

Fredericia var í þriðja sæti dönsku deildarinnar fyrir leikinn á útivelli gegn Nordsjælland. Fredericia var að elta lengst af í fyrri hálfleiknum en munurinn var þó aldrei mikill. Jafnt var á með liðunum undir lok hálfleiksins og að honum loknum var staðan 16-16 og allt í járnum.

Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og komust fjórum mörkum yfir í stöðunni 21-17. Þeir komust mest sjö mörkum yfir en þá tók heimaliðið við sér. Nordsjælland saxaði á forskotið og þegar rúmar þrjár mínútur  voru eftir munaði aðeins tveimur mörkum.

Nær komst heimaliðið ekki og Fredericia fagnaði 34-32 sigri. Einar Þorsteinn Ólafsson var í liði Fredericia í dag en komst ekki á blað.

Fredericia er í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig, þremur stigum á eftir GOG sem er í öðru sæti og sex stigum á eftir toppliði Álaborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×