Handbolti

Tveir ný­liðar úr Haukum í lands­liðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sonja Lind Sigsteinsdóttir er í íslenska æfingahópnum.
Sonja Lind Sigsteinsdóttir er í íslenska æfingahópnum. vísir/anton

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið 22 leikmenn í æfingahóp fyrir leikina gegn Ísrael í umspili um sæti á HM 2025.

Ísland mætir Ísrael í tveimur leikjum á Ásvöllum, 9. og 10. apríl. Sigurvegarinn tryggir sér sæti á HM sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi 26. nóvember-14. desember á þessu ári.

Tveir nýliðar eru í æfingahóp landsliðsins og koma þær báðar úr Haukum. Þetta eru þær Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir.

Inga er rétthent skytta en Sonja örvhentur hornamaður. Þær eru báðar fæddar 2004 eins og svo margir í íslenska hópnum.

Þórey Rósa Stefánsdóttir er ekki í hópnum enda gaf hún út að hún væri sennilega hætt í landsliðinu eftir Evrópumótið í lok síðasta árs. Sunna Jónsdóttir er heldur ekki í hópnum en samkvæmt handbolta.is er hún hætt í landsliðinu eins og Þórey Rósa.

Sandra Erlingsdóttir, sem var ekki valin í EM-hópinn, er í æfingahópnum. Hún var markahæsti leikmaður íslenska liðsins á síðasta HM. Þar vann Ísland Forsetabikarinn.

Íslenski æfingahópurinn

Markverðir:

  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus (68/3)
  • Hafdís Renötudóttir, Valur (67/1)
  • Sara Sif Helgadóttir, Haukar (9/0)

Aðrir leikmenn:

  • Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (4/0)
  • Andrea Jakobsen, HSG Blomberg-Lippe (61/109)
  • Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (33/6)
  • Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (7/11)
  • Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (21/67)
  • Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (28/55)
  • Elísa Elíasdóttir, Valur (21/18)
  • Inga Dís Jóhannsdóttir, Haukar (0/0)
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (22/11)
  • Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (8/13)
  • Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (24/10)
  • Lilja Ágústsdóttir, Valur (25/18)
  • Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (57/138)
  • Rut Jónsdóttir, Haukar (122/245)
  • Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (33/145)
  • Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Haukar (0/0)
  • Steinunn Björnsdóttir, Fram (56/86)
  • Thea Imani Sturludóttir, Valur (87/187)
  • Tinna Sigurrós Traustadóttir, Stjarnan (4/2)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×