Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 18:52 Rógvi segir Íslendinga almennt vel liðna og að þeir nái fljótt tökum á færeyskunni. KVF/Bjarni Árting Rubeksen Færeyska ríkisútvarpið leitar að nýjum útvarpsstjóra á íslenskum miðum. Kringvarpið birti auglýsingu á íslensku á íslenskum atvinnuleitarmiðli. Stjórnarformaður segir að þrátt fyrir að framúrskarandi hæfni á færeysku máli sé ráðningarskilyrði séu Íslendingar vanir að vera altalandi eftir fáeina mánuði í Færeyjum. Á atvinnuleitarmiðlinum Alfreð.is birtist auglýsing þann þrettánda febrúar síðstliðinn þar sem kom fram Kringvarp Føroya, ríkisútvarpið, leitaði að nýjum stjórnanda. Þar segir að stjórnandinn þurfi að vera traustvekjandi og framúrskarandi fulltrúi stofnunarinnar út á við og að hann þurfi að hafa viðeigandi reynslu af stjórnunarstörfum. Reynsla úr fjölmiðlum sé kostur. „Við leitum að aðila sem er fullur eldmóðs, markmiðadrifinn og getur sameinað ólíka einstaklinga til að tryggja að stefnu Kringvarpsins sé fylgt. Mikilvægt er að einstaklingurinn búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á færeyskri menningu, samfélagsmálum og hlutverki Kringvarpsins auk grunnskilnings á öllum rekstri stofnunarinnar,“ segir í auglýsingunni. Jafnframt segir þar að umsækjandinn skuli hafa þekkingu á færeysku eða vera í það minnsta reiðubúinn að læra að skilja færeysku innan skamms tíma. Misindismaður undanþeginn útvarpsgjaldi Rógvi Olavsson er formaður stjórnar Kringvarpsins og hann segir í samtali við fréttastofu að það sé fyrst og fremst forvitni sem standi að baki því að leitað sé til Íslands. „Við vildum bara sjá hvort það væri einhver þarna úti með áhugan og hæfnina til að sinna þessu starfi. Auðvitað er það afgerandi að hann skilji færeysku því hann fer með æðstu ritstjórnarábyrgð,“ segir Rógvi. Erfitt sé að fara með slíkt vald skilji maður ekki hvað stendur í fréttunum. Ástæðan fyrir því að leitað sé að nýjum útvarpsstjóra þar í landi er ansi skrautleg. Upp kom um einkennilegt samkomulag sem síðasti útvarpsstjóri, Ivan Niclasen, gerði við tiltekinn borgara. Svo virðist sem það sitji ekki bara í Íslendingum að þurfa að greiða útvarpsgjald. Færeyski miðillinn Frihedsbrevet ljóstraði upp um það að Ivan Niclasen hefði gert samkomulag við mann sem staðið hafði í hótunum við starfsfólk Kringvarpsins sem sneri að því að hann væri undanþeginn útvarpsgjaldinu. Sjálfur sagði hann hafa gert þetta til að tryggja öryggi starfsfólks síns en stjórnin leysti hann frá störfum sökum trúnaðarbrests. Síðan þá hefur Katrin Petersen sinnt stöðu útvarpsstjóra. Íslendingar nái færeyskunni hratt Rógvi segir það enga tilviljun að leitað sé til Íslands. Fyrst og fremst auðvitað vegna þess hve nauðalík mál frændþjóðanna tveggja eru. „Við vitum að þegar Íslendingar flytja til Færeyja eru þeir farnir að skilja allt eftir einn, tvo mánuði,“ segir hann. Staðan hefur þó einnig verið auglýst í Noregi og Danmörku. Rógvi segir það ekki einsdæmi að Færeyingar leiti út fyrir landsteinana að hæfum einstaklingum í mikilvæg embætti. Þeir hafi haft norskan þjóðleikhússtjóra og skoskan rektor háskólans. „En einmitt fyrir ríkisútvarpið er það auðvitað afgerandi með tungumálið. Þess vegna höfum við auglýst á Íslandi, í Noregi og Danmörku því það eru kannski löndin sem eru okkur næst mállega séð,“ segir hann. Hann segist ekki vita hvort umsókn hafi borist frá Íslandi. „Það gæti vel verið að ein eða tvær hafi borist. Þetta er aðallega forvitni. Það er engin ástæða fyrir því að gera þetta ekki,“ segir Rógvi Ólavsson stjórnarformaður ríkisútvarps Færeyja. Færeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Á atvinnuleitarmiðlinum Alfreð.is birtist auglýsing þann þrettánda febrúar síðstliðinn þar sem kom fram Kringvarp Føroya, ríkisútvarpið, leitaði að nýjum stjórnanda. Þar segir að stjórnandinn þurfi að vera traustvekjandi og framúrskarandi fulltrúi stofnunarinnar út á við og að hann þurfi að hafa viðeigandi reynslu af stjórnunarstörfum. Reynsla úr fjölmiðlum sé kostur. „Við leitum að aðila sem er fullur eldmóðs, markmiðadrifinn og getur sameinað ólíka einstaklinga til að tryggja að stefnu Kringvarpsins sé fylgt. Mikilvægt er að einstaklingurinn búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á færeyskri menningu, samfélagsmálum og hlutverki Kringvarpsins auk grunnskilnings á öllum rekstri stofnunarinnar,“ segir í auglýsingunni. Jafnframt segir þar að umsækjandinn skuli hafa þekkingu á færeysku eða vera í það minnsta reiðubúinn að læra að skilja færeysku innan skamms tíma. Misindismaður undanþeginn útvarpsgjaldi Rógvi Olavsson er formaður stjórnar Kringvarpsins og hann segir í samtali við fréttastofu að það sé fyrst og fremst forvitni sem standi að baki því að leitað sé til Íslands. „Við vildum bara sjá hvort það væri einhver þarna úti með áhugan og hæfnina til að sinna þessu starfi. Auðvitað er það afgerandi að hann skilji færeysku því hann fer með æðstu ritstjórnarábyrgð,“ segir Rógvi. Erfitt sé að fara með slíkt vald skilji maður ekki hvað stendur í fréttunum. Ástæðan fyrir því að leitað sé að nýjum útvarpsstjóra þar í landi er ansi skrautleg. Upp kom um einkennilegt samkomulag sem síðasti útvarpsstjóri, Ivan Niclasen, gerði við tiltekinn borgara. Svo virðist sem það sitji ekki bara í Íslendingum að þurfa að greiða útvarpsgjald. Færeyski miðillinn Frihedsbrevet ljóstraði upp um það að Ivan Niclasen hefði gert samkomulag við mann sem staðið hafði í hótunum við starfsfólk Kringvarpsins sem sneri að því að hann væri undanþeginn útvarpsgjaldinu. Sjálfur sagði hann hafa gert þetta til að tryggja öryggi starfsfólks síns en stjórnin leysti hann frá störfum sökum trúnaðarbrests. Síðan þá hefur Katrin Petersen sinnt stöðu útvarpsstjóra. Íslendingar nái færeyskunni hratt Rógvi segir það enga tilviljun að leitað sé til Íslands. Fyrst og fremst auðvitað vegna þess hve nauðalík mál frændþjóðanna tveggja eru. „Við vitum að þegar Íslendingar flytja til Færeyja eru þeir farnir að skilja allt eftir einn, tvo mánuði,“ segir hann. Staðan hefur þó einnig verið auglýst í Noregi og Danmörku. Rógvi segir það ekki einsdæmi að Færeyingar leiti út fyrir landsteinana að hæfum einstaklingum í mikilvæg embætti. Þeir hafi haft norskan þjóðleikhússtjóra og skoskan rektor háskólans. „En einmitt fyrir ríkisútvarpið er það auðvitað afgerandi með tungumálið. Þess vegna höfum við auglýst á Íslandi, í Noregi og Danmörku því það eru kannski löndin sem eru okkur næst mállega séð,“ segir hann. Hann segist ekki vita hvort umsókn hafi borist frá Íslandi. „Það gæti vel verið að ein eða tvær hafi borist. Þetta er aðallega forvitni. Það er engin ástæða fyrir því að gera þetta ekki,“ segir Rógvi Ólavsson stjórnarformaður ríkisútvarps Færeyja.
Færeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira