Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir og Stefanía Gísladóttir skrifa 19. febrúar 2025 17:00 Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í nafni grænnar orku. Vindmyllur eru dýrari í uppsetningu en fallvatnsvirkjanir, valda meiri óafturkræfum umhverfisspjöllum og 40% af tímanum þurfa þær utanaðkomandi rafmagn til að ganga. Vindmyllurnar eru reistar uppi á fjöllum, þar sem fjalltopparnir eru sprengdir og flattir út. Þá er steypt undirstaða á stærð við íþróttavöll (í Noregi) ofan í bergið með járnabindingu og öllu tilheyrandi. Þetta getur valdið jarðvegseyðingu og röskun á lífríki, fyrir utan að bergið hér á Íslandi er miklu mýkra en í Noregi og því þurfa undirstöðurnar að vera talsvert umfangsmeiri og dýpri. Þar að auki þarf að leggja breiða vegi fyrir þungaflutninga vítt og breitt um fjöllin, leggja rafmagnslínur upp að myllunum til að knýja þær áfram, sem og rafmagnslínur frá þeim. Það er ásættanlegt að Landsvirkjun sjálf sé að reisa vindmyllugarða, að undangengnu faglegu mati, þar sem þjóðin er ennþá eigandi og nýtur hagnaðarins en þegar atvinnufjárfestar byrja að seilast í hagnaðinn er fjandinn laus. Fjárfestar geta sótt um allt að 60% kostnaðarins við vindmyllugarða í loftslagssjóði. Þá fá þeir lífeyrissjóði, sveitarfélög eða ríkið til að koma með hin 40% á móti. Eini kostnaður fjárfestanna er því að borga fyrir teikningar og skipulag og auðvitað greiða fyrir leyfum og samþykki með því að gera réttum mönnum gylliboð sem þeir geta ekki hafnað. Almennt hafa vindmyllur líftíma upp á 20-25 ár og þörf er á reglulegu viðhaldi til að tryggja hámarksafköst og öryggi þeirra. Eftir 15-20 ár getur verið nauðsynlegt að fara í stærri endurnýjun eða uppfærslu á vindmyllunni, skipta um spaða, uppfæra stýrikerfi eða jafnvel skipta út miklum hluta vélbúnaðar. En raunveruleikinn er, eins og reynslan hefur sýnt, að fyrstu árin verður ekkert hugað að viðhaldi heldur greiddur út allur arður við mikla gleði lífeyrissjóðanna og sveitarfélaganna. Auðvelt fé með lítilli fyrirhöfn. Fjárfestar munu líklega standa í vegi fyrir nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun til að hámarka gróðann og einungis sinna bráðnauðsynlegum viðgerðum, því þeir hyggjast selja hlut sinn rétt áður en vindmyllurnar gefa upp andann. Eftir sitja lífeyrissjóðir og sveitarfélög, þ.e. almenningur, með ónýtar myllur, gífurlegan kostnað við að taka þær niður og meiriháttar óafturkræf umhverfisspjöll og langvarandi áhrif á lífríki, jarðveg og vatnsrennsli. Fyrir þá sem efast um þetta má nefna einkavæðingu fráveitukerfis Lundúna þar sem fjárfestar hirtu ekki um viðhald og seldu rétt áður en allt fór til fjandans. Viðbjóðsleg saurlykt gýs nú upp úr niðurföllum borgarinnar og fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Einnig er fólki bent á að horfa á þriðju þáttaröð norsku þáttanna Exit þar sem aðferð atvinnufjárfestanna er útlistuð því í Noregi hefur fagfjárfestum tekist að kaupa upp orkunet landsmanna og leika sama leikinn þar. Vindmyllur framkalla hávaða, lágstemmd truflandi hljóð ef þær eru nálægt íbúðarsvæðum. Þótt talsmenn vindorku reyni að gera lítið úr þessum hávaða er ljóst að fasteignaverð hríðlækkar því nær sem húsin eru vindmyllunum. Íbúar við nágrenni fyrirhugaðra vindmyllugarða hér um allt land ættu að hafa það í huga. Til að fjárfestingar í vindorku borgi sig þarf að tengjast orkuneti Evrópu og bjóða rafmagnið hæstbjóðanda. Nú þegar hefur fyrirtækið Icelink hafið undirbúning þess. Raforkuverð mun þá hækka upp úr öllu veldi því bannað verður að mismuna notendum hér á landi og í Evrópu. Þegar búið verður að samþykkja bókun 35 standa lög Evrópusambandsins ofar þeim íslensku og þá er ekkert sem við getum gert. Norðmenn eru nú að átta sig á því að þeir hafi verið plataðir til að tengja raforkunet sitt við Evrópunetið. Það er von okkar í Landsbyggðin lifi að Íslendingar láti ekki plata sig og samþykki vindorkugarða í einkaeigu. Jafnframt er nauðsynlegt að Landsvirkjun verði alltaf í eigu Íslendinga, annars er hætta á að raforkukerfi Íslendinga endi eins og frárennsliskerfi Lundúnabúa, í djúpum skít. Höfundar eru formaður og varaformaður samtakanna Landsbyggðin lifi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í nafni grænnar orku. Vindmyllur eru dýrari í uppsetningu en fallvatnsvirkjanir, valda meiri óafturkræfum umhverfisspjöllum og 40% af tímanum þurfa þær utanaðkomandi rafmagn til að ganga. Vindmyllurnar eru reistar uppi á fjöllum, þar sem fjalltopparnir eru sprengdir og flattir út. Þá er steypt undirstaða á stærð við íþróttavöll (í Noregi) ofan í bergið með járnabindingu og öllu tilheyrandi. Þetta getur valdið jarðvegseyðingu og röskun á lífríki, fyrir utan að bergið hér á Íslandi er miklu mýkra en í Noregi og því þurfa undirstöðurnar að vera talsvert umfangsmeiri og dýpri. Þar að auki þarf að leggja breiða vegi fyrir þungaflutninga vítt og breitt um fjöllin, leggja rafmagnslínur upp að myllunum til að knýja þær áfram, sem og rafmagnslínur frá þeim. Það er ásættanlegt að Landsvirkjun sjálf sé að reisa vindmyllugarða, að undangengnu faglegu mati, þar sem þjóðin er ennþá eigandi og nýtur hagnaðarins en þegar atvinnufjárfestar byrja að seilast í hagnaðinn er fjandinn laus. Fjárfestar geta sótt um allt að 60% kostnaðarins við vindmyllugarða í loftslagssjóði. Þá fá þeir lífeyrissjóði, sveitarfélög eða ríkið til að koma með hin 40% á móti. Eini kostnaður fjárfestanna er því að borga fyrir teikningar og skipulag og auðvitað greiða fyrir leyfum og samþykki með því að gera réttum mönnum gylliboð sem þeir geta ekki hafnað. Almennt hafa vindmyllur líftíma upp á 20-25 ár og þörf er á reglulegu viðhaldi til að tryggja hámarksafköst og öryggi þeirra. Eftir 15-20 ár getur verið nauðsynlegt að fara í stærri endurnýjun eða uppfærslu á vindmyllunni, skipta um spaða, uppfæra stýrikerfi eða jafnvel skipta út miklum hluta vélbúnaðar. En raunveruleikinn er, eins og reynslan hefur sýnt, að fyrstu árin verður ekkert hugað að viðhaldi heldur greiddur út allur arður við mikla gleði lífeyrissjóðanna og sveitarfélaganna. Auðvelt fé með lítilli fyrirhöfn. Fjárfestar munu líklega standa í vegi fyrir nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun til að hámarka gróðann og einungis sinna bráðnauðsynlegum viðgerðum, því þeir hyggjast selja hlut sinn rétt áður en vindmyllurnar gefa upp andann. Eftir sitja lífeyrissjóðir og sveitarfélög, þ.e. almenningur, með ónýtar myllur, gífurlegan kostnað við að taka þær niður og meiriháttar óafturkræf umhverfisspjöll og langvarandi áhrif á lífríki, jarðveg og vatnsrennsli. Fyrir þá sem efast um þetta má nefna einkavæðingu fráveitukerfis Lundúna þar sem fjárfestar hirtu ekki um viðhald og seldu rétt áður en allt fór til fjandans. Viðbjóðsleg saurlykt gýs nú upp úr niðurföllum borgarinnar og fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Einnig er fólki bent á að horfa á þriðju þáttaröð norsku þáttanna Exit þar sem aðferð atvinnufjárfestanna er útlistuð því í Noregi hefur fagfjárfestum tekist að kaupa upp orkunet landsmanna og leika sama leikinn þar. Vindmyllur framkalla hávaða, lágstemmd truflandi hljóð ef þær eru nálægt íbúðarsvæðum. Þótt talsmenn vindorku reyni að gera lítið úr þessum hávaða er ljóst að fasteignaverð hríðlækkar því nær sem húsin eru vindmyllunum. Íbúar við nágrenni fyrirhugaðra vindmyllugarða hér um allt land ættu að hafa það í huga. Til að fjárfestingar í vindorku borgi sig þarf að tengjast orkuneti Evrópu og bjóða rafmagnið hæstbjóðanda. Nú þegar hefur fyrirtækið Icelink hafið undirbúning þess. Raforkuverð mun þá hækka upp úr öllu veldi því bannað verður að mismuna notendum hér á landi og í Evrópu. Þegar búið verður að samþykkja bókun 35 standa lög Evrópusambandsins ofar þeim íslensku og þá er ekkert sem við getum gert. Norðmenn eru nú að átta sig á því að þeir hafi verið plataðir til að tengja raforkunet sitt við Evrópunetið. Það er von okkar í Landsbyggðin lifi að Íslendingar láti ekki plata sig og samþykki vindorkugarða í einkaeigu. Jafnframt er nauðsynlegt að Landsvirkjun verði alltaf í eigu Íslendinga, annars er hætta á að raforkukerfi Íslendinga endi eins og frárennsliskerfi Lundúnabúa, í djúpum skít. Höfundar eru formaður og varaformaður samtakanna Landsbyggðin lifi.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun