Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2025 15:04 Frá vinstri uppi: Jack LaSota, Alexander Leatham og Emma Borhanian. Frá vinstri niðri: Gwen Danielson, Maximilian Snyder og Teresa Youngblut. AP Eftir að bandarískur landamæravörður var skotinn til bana í Vermont í síðasta mánuði hefur tiltölulega fámennur hópur fólks, sem kallaður hefur verið sértrúarsöfnuður, verið bendlaður við að minnsta kosti sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna framkvæmdu húsleit tengda hópnum í Norður-Karólínu í síðustu viku. Þá höfðu aðrir í hverfinu séð fólk í síðum svörtum kápum ganga hönd í hönd um hverfið og nærliggjandi skóga. Þó hópurinn hafi verið bendlaður við svo mörg morð hafa yfirvöld í Bandaríkjunum veitt tiltölulega litlar upplýsingar um hann. AP fréttaveitan hefur fjallað ítarlega um sértrúarsöfnuðinn, sem að mestu er skipaður ungum tölvunarfræðingum sem kynntust upprunalega á netinu. Þar deildu þeir skoðunum sínum um anarkisma og veganisma í tiltölulega stórum hópi en umræðan varð að sögn viðmælenda fréttaveitunnar, opinberra gagna og dómsskjala, sífellt meira ofbeldishneigð. Meðlimir hópsins kalla sig „Zizians“, sem er tilvísun í Ziz, leiðtoga sértrúarsöfnuðsins. Leiðtoginn heitir Jack LaSota en hún notar kvenkyns fornöfn. AP segir LaSota hafa flutt til San Francisco eftir að hafa öðlast gráðu í tölvunarfræði og verið í starfsnámi hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Jack LaSota eftir að hún var handtekin 23. janúar 2023. Hún neitaði að tala og að opna augun.AP/Héraðssaksóknari Delawar Árið 2016 byrjaði hún að skrifa á bloggsíðu undir nafninu „Ziz“ þar sem hún fjallaði meðal annars um að heilahveli gætu ekki haldið í mismunandi gildi og að mismunandi kyn vildu oft drepa hvort annað. Að endingu mun LaSota hafa myndað nýjan og smærri hóp, úr áðurnefndum hóp á netinu, og tók hún með sér að sögn fréttaveitunnar einstaklega viðkvæma og einangraða fylgjendur. Stungu leigutaka með sverði Sértrúarsöfnuður þessi komst fyrst í kast við lögin í nóvember 2019. Þá var LaSota handtekin ásamt nokkrum öðrum vegna mótmæla í Norður-Karólínu. Sumarið 2022 barst Strandgæslu Bandaríkjanna tilkynning um að LaSota hefði fallið útbyrðis af báti í San Francisco flóa. Lík hennar fannst ekki en móðir hennar staðfesti að hún hefði dáið og birti minningargrein á netinu. Ziz stakk þó fljótt upp kollinum á nýjan leik. Haustið 2022 hafði hún flutt með öðrum úr hópnum í sendiferðabíla á lóð sem var í eigu manns sem heitir Curtis Lind, skammt frá San Francisco. Þegar Lind reyndi að vísa hópnum á brott fyrir að borga ekki leigu kom til átaka. Lind var stunginn með sverði og blindaðist að hluta til en í átökunum skaut hann Emmu Borhanian til bana. Saksóknarar komust að endingu að þeirri niðurstöðu að Lind hafi verið að verja sig en Alex Leatham og Suri Dao voru ákærð fyrir morð og fyrir morðtilraun. Talið er að LaSota hafi verið á vettvangi en hún var ekki handtekin. Lind var myrtur þann 17. janúar síðastliðinn þegar hann var skorinn á háls, skammt frá staðnum þar sem hann var stunginn árið 2022. Maximilian Snyder, sem er 22 ára, var handtekinn fyrir morðið en hann hefur tengsl við konu úr sértrúarsöfnuðinum sem kom að nýlegum skotbardaga þegar áðurnefndur landamæravörður lét lífið. Frá lóðinni þar sem Curtis Lind var myrtur.AP/Janie Har Hjón skotin í höfuðið Á gamlárskvöld 2022 voru hjónin Richard og Rita Zajko, sem tengjast sértrúarsöfnuðinum myrt í Pennsylvaníu. Þau voru skotin til bana á heimili þeirra. Dyrabjöllumyndavél fangaði bíl ekið upp að heimili þeirra og rödd kalla „mamma“. Þá heyrðist önnur rödd segja „Ó, guð minn góður, guð, guð.“ Hjónin fundust látin um morguninn og höfðu bæði verið skotin í höfuðið. Richard og Rita Zajko voru myrt á gamlárskvöld 2022.AP/Ríkislögregla Pennsylvaníu Dóttir þeirra, Michelle Zajko, var yfirheyrð vegna málsins og svo síðar færð í varhald, án þess þó að vera handtekin. Þá var LaSota með henni en hún var handtekin fyrir mótþróa. Sex mánuðum síðar var henni sleppt úr haldi gegn tryggingu en mætti aldrei fyrir dómara eins og henni bar. Hófu skothríð í umferðarstoppi Það var svo þann 20. janúar síðastliðinn þegar landamæraverðir stöðvuðu tvær manneskjur á bíl í Vermont. Þeim hafði borist ábending um að Teresa Youngblut, sem var í bílnum, hefði verið með byssu. Hún ók bílnum og segja yfirvöld að skömmu eftir að bíllinn var stöðvaður hafi hún skotið í átt að landamæravörðunum. Felix Bauckhol, sem er Þjóðverji, var með henni í bílnum en hann féll í skotbardaganum sem fylgdi, ásamt öðrum landamæraveranna sem hét David Maland. Í bílnum fundust nætursjónaukar, hjálmur, skotfæri, talstöðvar og skotmörk. Youngblut særðist og var handtekin. Hún hafði áður sótt um giftingarleyfi með Snyder sem hefur verið ákærður fyrir að myrða Lind. Byssan sem hún notaði mun hafa verið keypt af manneskju sem grunuð er um aðild að morðinu á Zajko-hjónunum. Landamæravörðurinn David Maland.AP/Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna Gengur enn laus Ekki er vitað hvar LaSota er stödd. Lögmaður hennar vildi ekki svara fyrirspurnum AP og hún hefur ekki mætt í dómstól á skikkuðum tíma í tvö skipti í tveimur mismunandi ríkjum að undanförnu. Búið er að gefa út handtökuskipun á hendur hennar. Youngblut og Baukholt höfðu búið í íbúðunum í Norður-Karólínu sem nefndar eru í upphafi fréttarinnar en eigandi þeirra bar kennsl á LaSota þegar blaðamenn AP sýndu honum mynd. Hún hafði þá búið á svæðinu í vetur. Nágranni sagði meðlimi hópsins hafa sjaldan sést á ferðinni að degi til. Hann hafi einu sinni séð þrjá úr hópnum í svörtum kápum og klæddan í klæðnað sem hann kallaði „taktískan“ sem er til marks um einhverskonar herklæðnað. Nágranninn sagði þau hafa gengið um hverfið og um nærliggjandi skóga á kvöldin. Þau hafi iðulega haldist í hendur og virts annt um hvort annað. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna framkvæmdu húsleit tengda hópnum í Norður-Karólínu í síðustu viku. Þá höfðu aðrir í hverfinu séð fólk í síðum svörtum kápum ganga hönd í hönd um hverfið og nærliggjandi skóga. Þó hópurinn hafi verið bendlaður við svo mörg morð hafa yfirvöld í Bandaríkjunum veitt tiltölulega litlar upplýsingar um hann. AP fréttaveitan hefur fjallað ítarlega um sértrúarsöfnuðinn, sem að mestu er skipaður ungum tölvunarfræðingum sem kynntust upprunalega á netinu. Þar deildu þeir skoðunum sínum um anarkisma og veganisma í tiltölulega stórum hópi en umræðan varð að sögn viðmælenda fréttaveitunnar, opinberra gagna og dómsskjala, sífellt meira ofbeldishneigð. Meðlimir hópsins kalla sig „Zizians“, sem er tilvísun í Ziz, leiðtoga sértrúarsöfnuðsins. Leiðtoginn heitir Jack LaSota en hún notar kvenkyns fornöfn. AP segir LaSota hafa flutt til San Francisco eftir að hafa öðlast gráðu í tölvunarfræði og verið í starfsnámi hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Jack LaSota eftir að hún var handtekin 23. janúar 2023. Hún neitaði að tala og að opna augun.AP/Héraðssaksóknari Delawar Árið 2016 byrjaði hún að skrifa á bloggsíðu undir nafninu „Ziz“ þar sem hún fjallaði meðal annars um að heilahveli gætu ekki haldið í mismunandi gildi og að mismunandi kyn vildu oft drepa hvort annað. Að endingu mun LaSota hafa myndað nýjan og smærri hóp, úr áðurnefndum hóp á netinu, og tók hún með sér að sögn fréttaveitunnar einstaklega viðkvæma og einangraða fylgjendur. Stungu leigutaka með sverði Sértrúarsöfnuður þessi komst fyrst í kast við lögin í nóvember 2019. Þá var LaSota handtekin ásamt nokkrum öðrum vegna mótmæla í Norður-Karólínu. Sumarið 2022 barst Strandgæslu Bandaríkjanna tilkynning um að LaSota hefði fallið útbyrðis af báti í San Francisco flóa. Lík hennar fannst ekki en móðir hennar staðfesti að hún hefði dáið og birti minningargrein á netinu. Ziz stakk þó fljótt upp kollinum á nýjan leik. Haustið 2022 hafði hún flutt með öðrum úr hópnum í sendiferðabíla á lóð sem var í eigu manns sem heitir Curtis Lind, skammt frá San Francisco. Þegar Lind reyndi að vísa hópnum á brott fyrir að borga ekki leigu kom til átaka. Lind var stunginn með sverði og blindaðist að hluta til en í átökunum skaut hann Emmu Borhanian til bana. Saksóknarar komust að endingu að þeirri niðurstöðu að Lind hafi verið að verja sig en Alex Leatham og Suri Dao voru ákærð fyrir morð og fyrir morðtilraun. Talið er að LaSota hafi verið á vettvangi en hún var ekki handtekin. Lind var myrtur þann 17. janúar síðastliðinn þegar hann var skorinn á háls, skammt frá staðnum þar sem hann var stunginn árið 2022. Maximilian Snyder, sem er 22 ára, var handtekinn fyrir morðið en hann hefur tengsl við konu úr sértrúarsöfnuðinum sem kom að nýlegum skotbardaga þegar áðurnefndur landamæravörður lét lífið. Frá lóðinni þar sem Curtis Lind var myrtur.AP/Janie Har Hjón skotin í höfuðið Á gamlárskvöld 2022 voru hjónin Richard og Rita Zajko, sem tengjast sértrúarsöfnuðinum myrt í Pennsylvaníu. Þau voru skotin til bana á heimili þeirra. Dyrabjöllumyndavél fangaði bíl ekið upp að heimili þeirra og rödd kalla „mamma“. Þá heyrðist önnur rödd segja „Ó, guð minn góður, guð, guð.“ Hjónin fundust látin um morguninn og höfðu bæði verið skotin í höfuðið. Richard og Rita Zajko voru myrt á gamlárskvöld 2022.AP/Ríkislögregla Pennsylvaníu Dóttir þeirra, Michelle Zajko, var yfirheyrð vegna málsins og svo síðar færð í varhald, án þess þó að vera handtekin. Þá var LaSota með henni en hún var handtekin fyrir mótþróa. Sex mánuðum síðar var henni sleppt úr haldi gegn tryggingu en mætti aldrei fyrir dómara eins og henni bar. Hófu skothríð í umferðarstoppi Það var svo þann 20. janúar síðastliðinn þegar landamæraverðir stöðvuðu tvær manneskjur á bíl í Vermont. Þeim hafði borist ábending um að Teresa Youngblut, sem var í bílnum, hefði verið með byssu. Hún ók bílnum og segja yfirvöld að skömmu eftir að bíllinn var stöðvaður hafi hún skotið í átt að landamæravörðunum. Felix Bauckhol, sem er Þjóðverji, var með henni í bílnum en hann féll í skotbardaganum sem fylgdi, ásamt öðrum landamæraveranna sem hét David Maland. Í bílnum fundust nætursjónaukar, hjálmur, skotfæri, talstöðvar og skotmörk. Youngblut særðist og var handtekin. Hún hafði áður sótt um giftingarleyfi með Snyder sem hefur verið ákærður fyrir að myrða Lind. Byssan sem hún notaði mun hafa verið keypt af manneskju sem grunuð er um aðild að morðinu á Zajko-hjónunum. Landamæravörðurinn David Maland.AP/Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna Gengur enn laus Ekki er vitað hvar LaSota er stödd. Lögmaður hennar vildi ekki svara fyrirspurnum AP og hún hefur ekki mætt í dómstól á skikkuðum tíma í tvö skipti í tveimur mismunandi ríkjum að undanförnu. Búið er að gefa út handtökuskipun á hendur hennar. Youngblut og Baukholt höfðu búið í íbúðunum í Norður-Karólínu sem nefndar eru í upphafi fréttarinnar en eigandi þeirra bar kennsl á LaSota þegar blaðamenn AP sýndu honum mynd. Hún hafði þá búið á svæðinu í vetur. Nágranni sagði meðlimi hópsins hafa sjaldan sést á ferðinni að degi til. Hann hafi einu sinni séð þrjá úr hópnum í svörtum kápum og klæddan í klæðnað sem hann kallaði „taktískan“ sem er til marks um einhverskonar herklæðnað. Nágranninn sagði þau hafa gengið um hverfið og um nærliggjandi skóga á kvöldin. Þau hafi iðulega haldist í hendur og virts annt um hvort annað.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira