„Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2025 16:25 Jóhann Páll hikar ekki við að setja veiðimönnum stólinn fyrir dyrnar, ekki komi til greina annað en að veiðarnar standi undir sér. Nú liggur fyrir að óútskýrð fækkun hreindýra hefur átt sér stað og það hyggst ráðherra rannsaka. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra segir það svo, vegna tuttugu prósenta hækkunar á veiðigjöldum á hreindýr, að gjaldið verði að sjálfsögðu að standa undir eftirliti og stjórnunar veiðanna. Vísir greindi frá því í gær að gjöldin hafi hækkað um tuttugu prósent og það sem meira er, þau hækkuðu einnig um tuttugu prósent fyrir tveimur árum. Fréttin olli verulegum usla meðal veiðimanna. Veiðarnar verða að standa undir sér En Jóhann Páll segir þetta lykilatriði í sínum huga, að veiðigjöldin standi undir kostnaðinum. „Það kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar með skattfé. Slíkt væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlindamálum og ríkisfjármálum. Þess vegna hækka ég gjaldið - þannig það standi undir kostnaði við umgjörðina sem við höfum markað þessari starfsemi,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða, gjaldskrá veiðileyfa fyrir árið 2025 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Náttúruverndarstofnun. Alls verður heimilt að veiða 665 hreindýr á veiðitímanum, 265 kýr og 400 tarfa. Þetta er 135 hreindýrum færra en á undanförnu ári. Á vef ráðuneytisins er farið nánar í saumana á þessari hækkun veiðigjaldanna. Þar kemur fram að stofnstærð hreindýra hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa er um af hverju þessu fækkun stafar. Engin merki eru um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Dularfull fækkun hreindýra Þessi óvissa hefur leitt til mikillar fækkunar á veiðikvóta síðustu ár sbr. meðfylgjandi töflu. Sem dæmi var veiðikvótinn árið 2019 1451 dýr, en veiðikvótinn í ár 665 dýr, sem er fækkun um 786 dýr. „Veiðigjald er greitt fyrir hvern tarf og hverja kú, og á gjaldið, og þar af leiðandi veiðikvótinn, að standa undir því fyrirkomulagi sem er um hreindýraveiðar skv. reglugerð þar um. Eins og sjá má hefur hreindýrakvótinn snarminnkað undanfarin ár.umhverfisráðuneytið Gjaldið fer í eftirlit og stjórn hreindýraveiða, vöktun á hreindýrum til að ákveða veiðiþol og til greiðslu hæfilegs arðs til landeigenda vegna ágangs hreindýra og veiðimanna.“ Eins og sést á töflunni hér ofar er áætlað að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019, sem er verulegt áhyggjuefni. Ástæða sem nefnd hefur verið er aukið veiðiálag en ekkert liggur fyrir þar um. En svo enn sé vitnað í tilkynninguna á vef stjórnarráðsins þá segir þar að í ljósi þess að veiðikvótinn sé minni í ár hafi legið fyrir að gjaldið af hreindýraveiðum myndi ekki standa undir stjórn veiðanna. Jóhann Páll hefur í ljósi alls þessa ákveðið, einkum dularfullrar fækkunar dýranna, að setja af stað sérstaka vinnu með vorinu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hreindýr. Veiðimenn geta því allt eins átt von á því að frekar verði hert að þeim en hitt. Skotveiði Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að gjöldin hafi hækkað um tuttugu prósent og það sem meira er, þau hækkuðu einnig um tuttugu prósent fyrir tveimur árum. Fréttin olli verulegum usla meðal veiðimanna. Veiðarnar verða að standa undir sér En Jóhann Páll segir þetta lykilatriði í sínum huga, að veiðigjöldin standi undir kostnaðinum. „Það kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar með skattfé. Slíkt væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlindamálum og ríkisfjármálum. Þess vegna hækka ég gjaldið - þannig það standi undir kostnaði við umgjörðina sem við höfum markað þessari starfsemi,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða, gjaldskrá veiðileyfa fyrir árið 2025 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Náttúruverndarstofnun. Alls verður heimilt að veiða 665 hreindýr á veiðitímanum, 265 kýr og 400 tarfa. Þetta er 135 hreindýrum færra en á undanförnu ári. Á vef ráðuneytisins er farið nánar í saumana á þessari hækkun veiðigjaldanna. Þar kemur fram að stofnstærð hreindýra hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa er um af hverju þessu fækkun stafar. Engin merki eru um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Dularfull fækkun hreindýra Þessi óvissa hefur leitt til mikillar fækkunar á veiðikvóta síðustu ár sbr. meðfylgjandi töflu. Sem dæmi var veiðikvótinn árið 2019 1451 dýr, en veiðikvótinn í ár 665 dýr, sem er fækkun um 786 dýr. „Veiðigjald er greitt fyrir hvern tarf og hverja kú, og á gjaldið, og þar af leiðandi veiðikvótinn, að standa undir því fyrirkomulagi sem er um hreindýraveiðar skv. reglugerð þar um. Eins og sjá má hefur hreindýrakvótinn snarminnkað undanfarin ár.umhverfisráðuneytið Gjaldið fer í eftirlit og stjórn hreindýraveiða, vöktun á hreindýrum til að ákveða veiðiþol og til greiðslu hæfilegs arðs til landeigenda vegna ágangs hreindýra og veiðimanna.“ Eins og sést á töflunni hér ofar er áætlað að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019, sem er verulegt áhyggjuefni. Ástæða sem nefnd hefur verið er aukið veiðiálag en ekkert liggur fyrir þar um. En svo enn sé vitnað í tilkynninguna á vef stjórnarráðsins þá segir þar að í ljósi þess að veiðikvótinn sé minni í ár hafi legið fyrir að gjaldið af hreindýraveiðum myndi ekki standa undir stjórn veiðanna. Jóhann Páll hefur í ljósi alls þessa ákveðið, einkum dularfullrar fækkunar dýranna, að setja af stað sérstaka vinnu með vorinu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hreindýr. Veiðimenn geta því allt eins átt von á því að frekar verði hert að þeim en hitt.
Skotveiði Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira