Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. febrúar 2025 16:03 Í eina tíð var helzta slagorð Sjálfstæðisflokksins „stétt-með-stétt“. Þetta var meira en slagorð. Þetta var stefnumörkun, sem var í heiðri höfð og framkvæmd, leiðarljós, sem forustumenn flokksins lögðu sig fram um að fylgja. Framámmenn flokksins og þingmenn höfðu hinn margvísilegasta bakgrunn; komu úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Flokkurinn hafði 35-40% fylgi. Var þjóðarflokkur. Þegar ég flutti til Þýzkalands 1989, vann Sjálfstæðisflokkurinn með svipaðri stefnumörkun og Kristilegi demókrataflokkurinn þar. Þetta voru nánast eins og systraflokkar. Þegar ég kom til baka, 27 árum síðar, sýndist mér Sjálfstæðisflokkurinn nokkuð eða mikið vera kominn inn á svið AfD, Alternative für Deutschland, sem er þýzkur hægri þjóðernis- og öfgaflokkur. Meðal aðdáenda/vina AfD eru menn eins og Elon Musk og Trump. 1929 höfðu Lýðræðisflokkurinn og Íhaldsflokkurinn sameinast og myndað Sjálfstæðisflokkinn. Þar varð til fjölbreytileg, frjó, marglit og krafmikil blanda. Þegar ég kom heim 2016, virtist Íhaldsflokkurinn einn vera eftir. Þjóðernis- og íhaldsarmurinn hafði tekið öll völd og hrakið frjálslynt og víðsýnt fólk úr flokknum. Fylgið var nánast hrunið. Í stað þess að elta AfD-sinna, eða reyna að halda þeim innan Kristilegra demókrata, færði Angela Merkel flokkinn meira inn á miðjuna, í átt frá íhaldi og þjóðernishyggju, í átt að aukinni fjáls- og alþjóðahyggju, umburðarlyndi og mannúð gagnvart mönnum og málleysingjum, virðingu við umhverfið og jörðina, fylgdi fólkinu og þörfum þess, fór til vinstri, inn á svið aukinnar umhverfisbaráttu - baráttu fyrir jörðinni - og beitti sér m.a. fyrir því, að kjarnorkuverum yrði lokað, sem hafði verið dæmigert baráttumál vinstri manna. Þannig sýndi Merkel í verki, að Kristilegir demókratar væru lifandi afl, sem brást við og breytti sér skv. þróun mála og vilja og þörfum manna. Enda héldu Kristilegir demókratar þjóðarfylgi í Þýzkalandi, 30-40%. Bezta dæmið um einangrunar- og afdalahyggju Sjálfstæðismanna er, að flokkurinn er á móti nánara samstarfi Evrópuþjóða, fullri aðild að ESB og upptöku Evrunnar. Forðast að ræða það. Í þessu sambandi má spyrja, hvað orðið hafi um skilning, þroska og stjórnmálalega sýn forystu Sjálfstæðisflokksins, frjálsræði og víðsýni hennar, sem þó er skipuð ungu og, að sjá, álitlegu og hæfileikaríku fólki? Skilur það ekki, að álfan okkar, Evrópa, mun ekki geta staðið af sér áskoranir og ógnir langrar framtíðar, nema sameinuð, elfd og samstillt? Árið 2100 verða Evrópubúar ekki nema um 4% af jarðarbúum. Skilur það ekki, að velferð, menning og öryggi barnanna okkar og barna þeirra er í húfi? Skilur það ekki, að við erum nú þegar komin 80% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku í Schengen, og erum búin að undirgangast að taka upp og hlíta reglugerðum og lögum ESB á fjölmörgum sviðum, í öllum málum hins sameiginlega evrópska markaðar, án þess þó að hafa nokkra aðkomu að gerð og setningu þeirra? Skilur það ekki, að með því, að taka skrefið til fulls, ganga 100% í ESB, fengjum við okkar eiginn kommissar (ráðherra) hjá ESB, eins og allar aðrar aðildarþjóðir - hver hefur aðeins einn - 6 þingmenn á Evrópuþingið og fullt neitunarvald gagnvart nýjum lögum og öllum meiriháttar ákvörðunum sambandsins, og, gætum þannig tekið þátt í allri evrópskri stefnumótun og lagasetningu? Þetta fólk skilur greinilega ekki þá merkingu „sjálfstæðis“, sem Bjarni Benediktsson, eldri, skilgreindi svo vel í áramótaræðu fyrir meira en hálfri öld: „Við eigum þess vegna ekki að óttast samvinnu við aðra, heldur sækjast eftir henni til að bæta landið og lífskjör fólksins, sem í því býr“. Sjálfstæði nútímans byggist á skilningi á því, að fyrsta stig þess er efnahagslegt sjálfstæði, sem um leið er forsenda fyrir frekari stigum sjálfstæðis, en það næst aðeins með mikilli samvinnu, nánum samskiptum og viðskiptum við önnur ríki, einkum systra- og bræðaþjóðir, Evrópuríkin, en ekki á grundvelli einangrunarhugmynda og afdalahyggju. Það er líka raunalegt, hörmungarsaga, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa skilið, hvílíkt ólánstól íslenzka krónan er. Fyrir hundrað árum höfðu íslenzka krónan og sú danska sama verðgildi; ein íslenzk króna hafði sama verðgildi og ein dönsk. Í dag er verðgildi íslenzku krónunnar komið niður í brot úr einum dönskum eyri, en sú danska heldur sér uppi á Evrunni, með beintenginu við hana. Þessi hrikalega þróun og botnlaust hrap íslenzku krónunnar hefur svo leitt til þess, að hér hafa vextir verið margfalt hærri en í öðrum evrópskum löndum, sem m.a. hefur þýtt, að íbúðarkaupendur hér hafa þurft að greiða íbúðir sínar 3,5-4 sinnum, með vöxtum, á sama tíma og nágrannar okkar á meginlandinu, með stöðuga og traustan galdmiðil, Evruna, hafa ekki þurft að greiða sína íbúð nema 1,5 sinnum. Enn eitt svið, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur algjörlega sofið á verðinum, er dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Vernd jarðarinnar. Skilja forustumenn flokksins ekki, að við eigum bara eina jörð!? Það er með ólíkindum, að það unga fólk, sem leiðir flokkinn, skuli vera blint fyrir því, að vernd jarðar – lofts, láðs og lagar – er langstærsta mál okkar tíma. Það er vart von til þess, að það fólk, sem hefur keyrt Sjálfstæðisflokkinn út í skurð, get reist hann við. Þar þurfa nýir, frjóir og óspilltir kraftar að koma til. Ný hugsun og sýn, ásamt með víðtækri og margbreytilegri reynslu úr atvinnulífi og félagasstarfi, frjálslynd, sveigjanleg og umburðarlynd nálgun er það eina, sem gæti tryggt farsæla endurreisn Sjálfstæðisflokksins. Hér lít ég helzt til Guðrúnar Hasteinsdóttur. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Í eina tíð var helzta slagorð Sjálfstæðisflokksins „stétt-með-stétt“. Þetta var meira en slagorð. Þetta var stefnumörkun, sem var í heiðri höfð og framkvæmd, leiðarljós, sem forustumenn flokksins lögðu sig fram um að fylgja. Framámmenn flokksins og þingmenn höfðu hinn margvísilegasta bakgrunn; komu úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Flokkurinn hafði 35-40% fylgi. Var þjóðarflokkur. Þegar ég flutti til Þýzkalands 1989, vann Sjálfstæðisflokkurinn með svipaðri stefnumörkun og Kristilegi demókrataflokkurinn þar. Þetta voru nánast eins og systraflokkar. Þegar ég kom til baka, 27 árum síðar, sýndist mér Sjálfstæðisflokkurinn nokkuð eða mikið vera kominn inn á svið AfD, Alternative für Deutschland, sem er þýzkur hægri þjóðernis- og öfgaflokkur. Meðal aðdáenda/vina AfD eru menn eins og Elon Musk og Trump. 1929 höfðu Lýðræðisflokkurinn og Íhaldsflokkurinn sameinast og myndað Sjálfstæðisflokkinn. Þar varð til fjölbreytileg, frjó, marglit og krafmikil blanda. Þegar ég kom heim 2016, virtist Íhaldsflokkurinn einn vera eftir. Þjóðernis- og íhaldsarmurinn hafði tekið öll völd og hrakið frjálslynt og víðsýnt fólk úr flokknum. Fylgið var nánast hrunið. Í stað þess að elta AfD-sinna, eða reyna að halda þeim innan Kristilegra demókrata, færði Angela Merkel flokkinn meira inn á miðjuna, í átt frá íhaldi og þjóðernishyggju, í átt að aukinni fjáls- og alþjóðahyggju, umburðarlyndi og mannúð gagnvart mönnum og málleysingjum, virðingu við umhverfið og jörðina, fylgdi fólkinu og þörfum þess, fór til vinstri, inn á svið aukinnar umhverfisbaráttu - baráttu fyrir jörðinni - og beitti sér m.a. fyrir því, að kjarnorkuverum yrði lokað, sem hafði verið dæmigert baráttumál vinstri manna. Þannig sýndi Merkel í verki, að Kristilegir demókratar væru lifandi afl, sem brást við og breytti sér skv. þróun mála og vilja og þörfum manna. Enda héldu Kristilegir demókratar þjóðarfylgi í Þýzkalandi, 30-40%. Bezta dæmið um einangrunar- og afdalahyggju Sjálfstæðismanna er, að flokkurinn er á móti nánara samstarfi Evrópuþjóða, fullri aðild að ESB og upptöku Evrunnar. Forðast að ræða það. Í þessu sambandi má spyrja, hvað orðið hafi um skilning, þroska og stjórnmálalega sýn forystu Sjálfstæðisflokksins, frjálsræði og víðsýni hennar, sem þó er skipuð ungu og, að sjá, álitlegu og hæfileikaríku fólki? Skilur það ekki, að álfan okkar, Evrópa, mun ekki geta staðið af sér áskoranir og ógnir langrar framtíðar, nema sameinuð, elfd og samstillt? Árið 2100 verða Evrópubúar ekki nema um 4% af jarðarbúum. Skilur það ekki, að velferð, menning og öryggi barnanna okkar og barna þeirra er í húfi? Skilur það ekki, að við erum nú þegar komin 80% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku í Schengen, og erum búin að undirgangast að taka upp og hlíta reglugerðum og lögum ESB á fjölmörgum sviðum, í öllum málum hins sameiginlega evrópska markaðar, án þess þó að hafa nokkra aðkomu að gerð og setningu þeirra? Skilur það ekki, að með því, að taka skrefið til fulls, ganga 100% í ESB, fengjum við okkar eiginn kommissar (ráðherra) hjá ESB, eins og allar aðrar aðildarþjóðir - hver hefur aðeins einn - 6 þingmenn á Evrópuþingið og fullt neitunarvald gagnvart nýjum lögum og öllum meiriháttar ákvörðunum sambandsins, og, gætum þannig tekið þátt í allri evrópskri stefnumótun og lagasetningu? Þetta fólk skilur greinilega ekki þá merkingu „sjálfstæðis“, sem Bjarni Benediktsson, eldri, skilgreindi svo vel í áramótaræðu fyrir meira en hálfri öld: „Við eigum þess vegna ekki að óttast samvinnu við aðra, heldur sækjast eftir henni til að bæta landið og lífskjör fólksins, sem í því býr“. Sjálfstæði nútímans byggist á skilningi á því, að fyrsta stig þess er efnahagslegt sjálfstæði, sem um leið er forsenda fyrir frekari stigum sjálfstæðis, en það næst aðeins með mikilli samvinnu, nánum samskiptum og viðskiptum við önnur ríki, einkum systra- og bræðaþjóðir, Evrópuríkin, en ekki á grundvelli einangrunarhugmynda og afdalahyggju. Það er líka raunalegt, hörmungarsaga, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa skilið, hvílíkt ólánstól íslenzka krónan er. Fyrir hundrað árum höfðu íslenzka krónan og sú danska sama verðgildi; ein íslenzk króna hafði sama verðgildi og ein dönsk. Í dag er verðgildi íslenzku krónunnar komið niður í brot úr einum dönskum eyri, en sú danska heldur sér uppi á Evrunni, með beintenginu við hana. Þessi hrikalega þróun og botnlaust hrap íslenzku krónunnar hefur svo leitt til þess, að hér hafa vextir verið margfalt hærri en í öðrum evrópskum löndum, sem m.a. hefur þýtt, að íbúðarkaupendur hér hafa þurft að greiða íbúðir sínar 3,5-4 sinnum, með vöxtum, á sama tíma og nágrannar okkar á meginlandinu, með stöðuga og traustan galdmiðil, Evruna, hafa ekki þurft að greiða sína íbúð nema 1,5 sinnum. Enn eitt svið, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur algjörlega sofið á verðinum, er dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Vernd jarðarinnar. Skilja forustumenn flokksins ekki, að við eigum bara eina jörð!? Það er með ólíkindum, að það unga fólk, sem leiðir flokkinn, skuli vera blint fyrir því, að vernd jarðar – lofts, láðs og lagar – er langstærsta mál okkar tíma. Það er vart von til þess, að það fólk, sem hefur keyrt Sjálfstæðisflokkinn út í skurð, get reist hann við. Þar þurfa nýir, frjóir og óspilltir kraftar að koma til. Ný hugsun og sýn, ásamt með víðtækri og margbreytilegri reynslu úr atvinnulífi og félagasstarfi, frjálslynd, sveigjanleg og umburðarlynd nálgun er það eina, sem gæti tryggt farsæla endurreisn Sjálfstæðisflokksins. Hér lít ég helzt til Guðrúnar Hasteinsdóttur. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun