Handbolti

Agnar Smári semur til ársins 2027

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Agnar Smári Jónsson skoraði fjögur mörk í síðasta leik Vals í Olís deildinni.
Agnar Smári Jónsson skoraði fjögur mörk í síðasta leik Vals í Olís deildinni. Vísir/Hulda Margrét

Handknattleiksmaðurinn Agnar Smári Jónsson hefur framlengt samning sinn við Val til ársins 2027.

Agnar Smári er 31 árs gamall og er einn af sigursælustu leikmönnum Olísdeildarinnar undanfarin áratug.

Hann hefur verið stór partur af hinu sigursæla liði Vals undanfarin ár.

Hann varð fyrst Íslandsmeistari með ÍBV 2014 og vann titilinn aftur með Eyjamönnum vorið 2018 en hefur spilað með Valsmönnum frá haustinu 2018.

Á þessu tímabili er Agnar Smári búinn að skora 37 mörk í 16 leikjum eða 2,3 mörk í leik. Hann hefur nýtt 52 prósent skota sinn og er með 0,9 stoðsendingar að meðaltali samkvæmt tölfræði HB Statz.

„Hann er uppalinn Valsari, öflugur liðsmaður innan sem utan vallar og stór partur af Valssamfélaginu okkar á Hlíðarenda. Reynsla Agnars Smára á eftir að nýtast inn á handknattleiksvellinum og einnig í að styðja og miðla mikilli reynslu sinni til yngri leikmanna félagsins,“ segir í frétt á miðlum Valsara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×