Kjálkanes selt yfir helminginn af stöðu sinni í Festi á skömmum tíma
![Festi er eitt stærsta smásölufélag landsins, rekur meðal annars verslanir og eldsneytisstöðvar undir merkjum Krónunnar, Elko og N1, og velti samtals um 155 milljörðum króna í fyrra.](https://www.visir.is/i/75C17426FB202C88B626E29A880625CB4AAA7CB18730C3568AB6E44241F61B8B_713x0.jpg)
Fjárfestingafélagið Kjálkanes, sem er meðal annars í eigu fyrrverandi stjórnarmanns í Festi, hefur á liðlega tveimur mánuðum losað um ríflega helminginn af hlutabréfastöðu sinni í smásölurisanum samtímis þeim mikla meðbyr sem hefur verið með hlutabréfaverði fyrirtækisins. Samanlagður eignarhlutur einkafjárfesta í Festi, sem skilaði afar öflugu uppgjöri fyrr í þessum mánuði, er sem fyrr hverfandi á meðan lífeyrissjóðir eru alltumlykjandi í hluthafahópnum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/23E7932B2BC5B646185864D2A9C77773AC641C67A81C24FFA8F862B367692E7D_308x200.jpg)
Auka enn stöðu sína í Festi þegar stærstu einkafjárfestarnir voru keyptir út
Lífeyrissjóðir keyptu umtalsverðan hluta bréfa af tveimur stærstu einkafjárfestunum í Festi þegar þeir losuðu um allan sinn eignarhlut sinn í smásölurisanum fyrir samtals tæplega þrjá milljarða fyrr í þessum mánuði. Umsvif einkafjárfesta í félaginu er núna hverfandi en samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða í Festi er á sama tíma óðum að nálgast hátt í áttatíu prósent.
![](https://www.visir.is/i/DFD3B660CD35E05ACE9E2FC0E09AC52FD6272473C39BBF590E39E12D81477A66_308x200.jpg)
„Aldrei orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum og beinni íhlutun lífeyrissjóða“
Frambjóðandi til stjórnar úr röðum stærstu einkafjárfesta Festar fór hörðum orðum um starfshætti tveggja stórra lífeyrissjóða, sem höfðu lýst yfir óánægju sinni með tilnefningu hans til stjórnar, í ræðu á aðalfundi og sagðist aldrei hafa upplifað önnur eins vinnubrögð og beina íhlutun af hálfu stofnanafjárfesta. Sakaði Þórður Már Jóhannesson, sem dró framboð sitt til baka á fundinum, sjóðina meðal annars um nýta sér glufu í lögum um kynjakvóta sem tæki í „valdabaráttu“ sinni við stjórnarkjörið.
![](https://www.visir.is/i/15727ED5F1A9326CEB748A2A6B8055BD162C8715B6FE8D9D1CC2D499EAEAFC7A_308x200.jpg)
Verðmat Festar hækkaði um átta milljarða vegna Lyfju
Verðmat Festar hækkaði um tólf prósent, einkum vegna hærri rekstraráætlunar í kjölfar þess að Lyfja varð hluti af samstæðunni. Tilkoma Lyfju í samstæðu Festar hefur „vitanlega nokkur áhrif á rekstraráætlun“ samstæðunnar, bendir greinandi á. Tekjur og framlegð Festar var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi, að hans sögn.
![](https://www.visir.is/i/CA2593EA7F2D914AB28CAAEF6D9A9F089C020B8346BA725BAF45ED853EF5AF00_308x200.jpg)
Heiðar byggir upp stöðu í smásölurisanum Festi
Fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri og aðaleigandi Sýnar um árabil, er kominn í hóp umsvifamestu einkafjárfestanna í Festi í kjölfar þess að þeir Þórður Már Jóhannesson og Hreggviður Jónsson seldu sig út úr félaginu fyrr í sumar. Heiðar hefur byggt upp stöðu í félaginu, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, í gegnum framvirka samninga.