Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2025 07:43 Fjölskylda Joel Le Scouarnec er sögð hafa vitað af því að hann væri barnaníðingur. Þegar hann var handtekinn árið 2017 bjó hann einn með kynlífsdúkkunum sínum. Þann 24. febrúar næstkomandi, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að Dominique Pelicot og samverkamenn hans voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn Gisele Pelicot, hefjast réttarhöld yfir manni sem talinn er einn svívirðilegasti barnaníðingur Frakklands. Skurðlæknirinn Joel Le Scouarnec, 73 ára, er grunaður um að hafa beitt 299 börn kynferðisofbeldi. Hann hefur verið ákærður fyrir yfir hundrað nauðganir og yfir 150 önnur kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á mörgum áratugum. Fjölskylda Le Scouarnec er sögð hafa vitað um hegðun hans í mörg ár og þá leikur grunur á um að samstarfsmenn læknisins og stofnanir þar sem hann vann hafi hylmt yfir með honum. Talið er að í flestum tilvikum hafi Le Scouarnec brotið gegn börnunum á meðan þau voru undir svæfingu en skurðlæknirinn sérhæfði sig í aðgerðum á botnlanga. Það voru dagbækur Le Scouarnec sem komu upp um umfang brotanna og mörg barnanna, sem eru fullorðin í dag, höfðu ekki hugmynd um að hann hefði brotið gegn þeim fyrr en lögregla hafði samband. Hefði getað verið stöðvaður árið 2004 Brot Le Scouarnec eru sögð hafa staðið yfir frá 1989 til 2014 en árið 2017 var hann handtekinn eftir að sex ára stúlka greindi foreldrum sínum frá því að hann hefði beitt hana kynferðisofbeldi. Le Scouarnec var ákærður fyrir brot gegn stúlkunni, ungum ónafngreindum sjúklingi og tveimur barnungum frænkum sínum og dæmdur í fimmtán ára fangelsi árið 2020. Í kjölfar handtöku læknisins árið 2017 var húsleit gerð á heimili hans, þar sem lögregla fann fjölda kynlífsdúkka í barnastærð, yfir 300 þúsund myndir af barnaníð og fjölda dagbóka þar sem Le Scouarnec hafði haldið nokkurs konar „bókhald“ yfir fórnarlömb sín. Le Scouarnec hefur játað einhver brot en neitað sök að stórum hluta og segir dagbækurnar lýsa „fantasíum“. We all know Dominique Pelicot's name. Please meet Joel Le Scouarnec, another example of how much damage one man can wreck when one institutional failure after another conspire to protect him. https://t.co/XfygeYejJP— Dr. Ann Olivarius (@AnnOlivarius) February 3, 2025 Læknirinn starfaði meðal annars á opinberum og einkareknum sjúkrahúsum í Bretaníu og í vesturhluta Frakklands á umræddum árum og virðist hafa fengið að halda áfram brotum sínum óáreittur, jafnvel þótt margt benti til þess að ekki væri allt með felldu. Árið 2004 gerði Alríkislögreglan í Bandaríkjunum til að mynda frönskum yfirvöldum viðvart um að Le Scouarnec hefði verið að skoða barnaníðsefni á djúpvefnum. Hann var dæmdur í fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi í kjölfarið en fékk áfram virðuleg störf þar sem hann vann með börnum. Þá létu tveir samstarfsmenn Le Scouarnec vita af því árið 2006 að hann hefði hlotið dóm og að hann hefði verið að skoða barnaníðsefni í vinnunni. En stjórnendur virðast hafa virt ábendingarnar að vettugi. Mismeðvituð um ofbeldið Af börnunum 299 voru 158 drengir og 141 stúlka. Alls voru 256 yngri en 15 ára og meðalaldurinn var 11 ára. „Fjöldi barna var á skurðstofunni, undir svæfingu, að jafna sig eftir skurðaðgerð, undir deyfingu eða sofandi, sem þýðir að þau gerðu sér ekki grein fyrir því hvað var gert við þau,“ segir Stéphane Kellenberger, saksóknari í Lorient. Lögmenn þolendanna og fjölskyldna þeirra hafa stigið fram og greint frá upplifun skjólstæðinga sinna, sem eru afar ólíkar. Sumir þeirra voru meðvitaðir um og upplifðu brotin, sumir höfðu verið í meðferð við tráma í barnæsku án þess að gera sér ekki fyllilega grein fyrir hvað hafði átt sér stað, en aðrir vissu ekki neitt fyrr en málið komst upp. Francesca Satta, lögmaður tíu þolenda, segist telja málið einstakt á heimsvísu; að þetta sé í fyrsta sinn sem svo mörg fórnarlömb barnaníðings séu undir í einum réttarhöldum. Meðal skjólstæðinga Satta eru fjölskyldur tveggja manna sem sviptu sig lífi eftir að þeir voru upplýstir um brotin. Það stóð þolendunum til boða að fá að heyra hvað Le Scouarnec skrifaði um ofbeldið gegn þeim í dagbækur sínar en sumir afþökkuðu. Þá hafa einhverjir sagt að þeir vildu óska þess að hafa aldrei verið upplýstir um málið. Lækninum hefur verið lýst sem köldum og tilfinningalausum manni, sem hafi ekki sýnt neina iðrun við réttarhöldin í kjölfar handtöku hans árið 2017. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að þolendur, fjölskyldur þeirra og lögmenn geti fylgst með réttarhöldunum í þremur stórum sölum. Réttarhöldin eru talin munu taka um það bil fjóra mánuði og standa fram í júní. Frakkland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pelicot Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Skurðlæknirinn Joel Le Scouarnec, 73 ára, er grunaður um að hafa beitt 299 börn kynferðisofbeldi. Hann hefur verið ákærður fyrir yfir hundrað nauðganir og yfir 150 önnur kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á mörgum áratugum. Fjölskylda Le Scouarnec er sögð hafa vitað um hegðun hans í mörg ár og þá leikur grunur á um að samstarfsmenn læknisins og stofnanir þar sem hann vann hafi hylmt yfir með honum. Talið er að í flestum tilvikum hafi Le Scouarnec brotið gegn börnunum á meðan þau voru undir svæfingu en skurðlæknirinn sérhæfði sig í aðgerðum á botnlanga. Það voru dagbækur Le Scouarnec sem komu upp um umfang brotanna og mörg barnanna, sem eru fullorðin í dag, höfðu ekki hugmynd um að hann hefði brotið gegn þeim fyrr en lögregla hafði samband. Hefði getað verið stöðvaður árið 2004 Brot Le Scouarnec eru sögð hafa staðið yfir frá 1989 til 2014 en árið 2017 var hann handtekinn eftir að sex ára stúlka greindi foreldrum sínum frá því að hann hefði beitt hana kynferðisofbeldi. Le Scouarnec var ákærður fyrir brot gegn stúlkunni, ungum ónafngreindum sjúklingi og tveimur barnungum frænkum sínum og dæmdur í fimmtán ára fangelsi árið 2020. Í kjölfar handtöku læknisins árið 2017 var húsleit gerð á heimili hans, þar sem lögregla fann fjölda kynlífsdúkka í barnastærð, yfir 300 þúsund myndir af barnaníð og fjölda dagbóka þar sem Le Scouarnec hafði haldið nokkurs konar „bókhald“ yfir fórnarlömb sín. Le Scouarnec hefur játað einhver brot en neitað sök að stórum hluta og segir dagbækurnar lýsa „fantasíum“. We all know Dominique Pelicot's name. Please meet Joel Le Scouarnec, another example of how much damage one man can wreck when one institutional failure after another conspire to protect him. https://t.co/XfygeYejJP— Dr. Ann Olivarius (@AnnOlivarius) February 3, 2025 Læknirinn starfaði meðal annars á opinberum og einkareknum sjúkrahúsum í Bretaníu og í vesturhluta Frakklands á umræddum árum og virðist hafa fengið að halda áfram brotum sínum óáreittur, jafnvel þótt margt benti til þess að ekki væri allt með felldu. Árið 2004 gerði Alríkislögreglan í Bandaríkjunum til að mynda frönskum yfirvöldum viðvart um að Le Scouarnec hefði verið að skoða barnaníðsefni á djúpvefnum. Hann var dæmdur í fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi í kjölfarið en fékk áfram virðuleg störf þar sem hann vann með börnum. Þá létu tveir samstarfsmenn Le Scouarnec vita af því árið 2006 að hann hefði hlotið dóm og að hann hefði verið að skoða barnaníðsefni í vinnunni. En stjórnendur virðast hafa virt ábendingarnar að vettugi. Mismeðvituð um ofbeldið Af börnunum 299 voru 158 drengir og 141 stúlka. Alls voru 256 yngri en 15 ára og meðalaldurinn var 11 ára. „Fjöldi barna var á skurðstofunni, undir svæfingu, að jafna sig eftir skurðaðgerð, undir deyfingu eða sofandi, sem þýðir að þau gerðu sér ekki grein fyrir því hvað var gert við þau,“ segir Stéphane Kellenberger, saksóknari í Lorient. Lögmenn þolendanna og fjölskyldna þeirra hafa stigið fram og greint frá upplifun skjólstæðinga sinna, sem eru afar ólíkar. Sumir þeirra voru meðvitaðir um og upplifðu brotin, sumir höfðu verið í meðferð við tráma í barnæsku án þess að gera sér ekki fyllilega grein fyrir hvað hafði átt sér stað, en aðrir vissu ekki neitt fyrr en málið komst upp. Francesca Satta, lögmaður tíu þolenda, segist telja málið einstakt á heimsvísu; að þetta sé í fyrsta sinn sem svo mörg fórnarlömb barnaníðings séu undir í einum réttarhöldum. Meðal skjólstæðinga Satta eru fjölskyldur tveggja manna sem sviptu sig lífi eftir að þeir voru upplýstir um brotin. Það stóð þolendunum til boða að fá að heyra hvað Le Scouarnec skrifaði um ofbeldið gegn þeim í dagbækur sínar en sumir afþökkuðu. Þá hafa einhverjir sagt að þeir vildu óska þess að hafa aldrei verið upplýstir um málið. Lækninum hefur verið lýst sem köldum og tilfinningalausum manni, sem hafi ekki sýnt neina iðrun við réttarhöldin í kjölfar handtöku hans árið 2017. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að þolendur, fjölskyldur þeirra og lögmenn geti fylgst með réttarhöldunum í þremur stórum sölum. Réttarhöldin eru talin munu taka um það bil fjóra mánuði og standa fram í júní.
Frakkland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pelicot Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira