Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar 10. febrúar 2025 12:02 Ein af megináherslum meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar á kjörtímabilinu er að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þar með talið að fjölga félagslegu. Í þessari grein vil ég fara yfir hvernig þróun og staða á félagslegu leiguhúsnæði hefur verið og er í Hveragerði. Hvers vegna félagslegt leiguhúsnæði? Mikilvægur mælikvarði á gæði rekstrar og þjónustu sveitarfélags er hvernig staðið er að velferðarþjónustu. Einn hluti hennar er hvernig sveitarfélag nær að mæta þörfum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Félagslegt leiguhúsnæði er húsnæði sem sveitarfélög reka og leigja út til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna sem ekki hafa kost á almennri leigu á markaði eða húsnæðiskaupum. Markmiðið er að tryggja að allir hafi öruggt og viðeigandi húsnæði, óháð efnahag þeirra. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að sveitarfélög skuli tryggja að nægilegt framboð sé af félagslegu leiguhúsnæði. Fækkun á félagslegu leiguhúsnæði Árið 2003 átti Hveragerðisbær níu félagslegar leiguíbúðir eða 4,8 á hverja 1.000 íbúa. Félagslegum leiguíbúðum fór hratt fækkandi næstu árin og árið 2014 var svo komið að sveitarfélagið átti aðeins tvær félagslegar íbúðir eða 0,9 á hverja 1.000 íbúa. Frá og með árinu 2017 skánaði þessi staða lítillega og við lok síðasta kjörtímabils árið 2022 voru íbúðirnar orðnar sex talsins eða 2 íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Þá hafði félagslegum íbúðum fækkað um 58% á tæpum tveimur áratugum ef litið er til þróunar íbúafjölda í bænum. Til samanburðar má geta þess að félagslegt leiguhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar var árið 2022 16,2 á hverja 1.000 íbúa og 5,3 í nágrannasveitarfélaginu Árborg. En hvers vegna var félagslegu húsnæði fækkað á þessu tímabili, þrátt fyrir að öllum hafi verið ljóst að þörfin fyrir slíkt húsnæði væri enn til staðar? Engar skýringar liggja fyrir í opinberum gögnum né frá þeim sem stýrðu bænum á þessu tímabili. Kannski spáði Guðrún Helgadóttir, þingmaður, rétt um þróun þessara mála þegar hún ræddi félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga á Alþingi árið 1991 og sagði: „Ætli það verði nú ekki eins og oft áður að velferðarmál fjölskyldnanna víki þegar gerðar eru fjárhagsáætlanir fyrir vegalagningu og öðru slíku sem oft virðist vera í forgrunni á áhugamálasviði stjórnmálamanna?“ Nýtt uppbyggingarskeið Vegna skorts á fjárfestingu í þessum málaflokki undanfarin 15–20 ár mun það taka tíma að vinna upp þann halla sem hefur myndast. Á síðasta ári samþykkti núverandi meirihluti að fjárfesta í félagslegri leiguíbúð, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sátu hjá við afgreiðsluna. Staðan í byrjun árs 2025 er að 20 eru á biðlista í Hveragerði eftir félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 og 2026 er stefnt að frekari kaupum á íbúðum, þannig að þær verði samtals níu árið 2026. Það eru jafnmargar félagslegar íbúðir og voru í eigu Hveragerðisbæjar árið 2003. Árið 2025 verður hlutfall félagslegra leiguíbúða í Hveragerði 2,4 íbúðir á hverja 1.000 íbúa en var 4,8 árið 2003. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að hefði sveitarfélagið haldið hlutfalli félagslegra leiguíbúða óbreyttu frá 2003, þyrfti það nú að eiga 16–17 slíkar íbúðir og gæti því mætt miklu betur þeirri þörf sem er til staðar. Frelsi til athafna og mikilvægi húsnæðisöryggis Ein af grunnstoðum lýðræðissamfélagsins er frelsi einstaklingsins til athafna og gjörða. En slíkt frelsi verður marklaust ef félagslegt réttlæti og grundvallarþjónusta eru ekki tryggð. Þegar skorið er niður í grunnstoðum velferðarkerfisins, svo sem í félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaga, eru þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda settir í afar viðkvæma stöðu, og þeir hafa síður tækifæri til að koma undir sig fótum og lifa með reisn. Þannig getur skortur á húsnæðisöryggi, ásamt öðrum þáttum velferðarinnar, takmarkað raunverulegt frelsi einstaklings, jafnvel þótt formlegt frelsi sé til staðar. Þau sem kalla á frelsi en styðja samtímis aðgerðir sem veikja velferðarþjónustu, eins og með fækkun félagslegra leiguíbúða, missa sjónar á kjarna raunverulegs frelsis. Húsnæðisöryggi, rétt eins og aðrar stoðir velferðarkerfisins, er ekki einungis spurning um félagslega þjónustu – það snýst um frelsi. Frelsi til að lifa öruggu og stöðugu lífi, taka þátt í samfélaginu og nýta hæfileika sína til fulls til jafns á við aðra. Það er því mikilvægt að bæjaryfirvöld í Hveragerði haldi áfram að fjölga félagslegu leiguhúsnæði til að tryggja tekjulitlum einstaklingum og fjölskyldum öruggt og viðunandi húsnæði. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njörður Sigurðsson Hveragerði Félagsmál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af megináherslum meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar á kjörtímabilinu er að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þar með talið að fjölga félagslegu. Í þessari grein vil ég fara yfir hvernig þróun og staða á félagslegu leiguhúsnæði hefur verið og er í Hveragerði. Hvers vegna félagslegt leiguhúsnæði? Mikilvægur mælikvarði á gæði rekstrar og þjónustu sveitarfélags er hvernig staðið er að velferðarþjónustu. Einn hluti hennar er hvernig sveitarfélag nær að mæta þörfum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Félagslegt leiguhúsnæði er húsnæði sem sveitarfélög reka og leigja út til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna sem ekki hafa kost á almennri leigu á markaði eða húsnæðiskaupum. Markmiðið er að tryggja að allir hafi öruggt og viðeigandi húsnæði, óháð efnahag þeirra. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að sveitarfélög skuli tryggja að nægilegt framboð sé af félagslegu leiguhúsnæði. Fækkun á félagslegu leiguhúsnæði Árið 2003 átti Hveragerðisbær níu félagslegar leiguíbúðir eða 4,8 á hverja 1.000 íbúa. Félagslegum leiguíbúðum fór hratt fækkandi næstu árin og árið 2014 var svo komið að sveitarfélagið átti aðeins tvær félagslegar íbúðir eða 0,9 á hverja 1.000 íbúa. Frá og með árinu 2017 skánaði þessi staða lítillega og við lok síðasta kjörtímabils árið 2022 voru íbúðirnar orðnar sex talsins eða 2 íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Þá hafði félagslegum íbúðum fækkað um 58% á tæpum tveimur áratugum ef litið er til þróunar íbúafjölda í bænum. Til samanburðar má geta þess að félagslegt leiguhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar var árið 2022 16,2 á hverja 1.000 íbúa og 5,3 í nágrannasveitarfélaginu Árborg. En hvers vegna var félagslegu húsnæði fækkað á þessu tímabili, þrátt fyrir að öllum hafi verið ljóst að þörfin fyrir slíkt húsnæði væri enn til staðar? Engar skýringar liggja fyrir í opinberum gögnum né frá þeim sem stýrðu bænum á þessu tímabili. Kannski spáði Guðrún Helgadóttir, þingmaður, rétt um þróun þessara mála þegar hún ræddi félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga á Alþingi árið 1991 og sagði: „Ætli það verði nú ekki eins og oft áður að velferðarmál fjölskyldnanna víki þegar gerðar eru fjárhagsáætlanir fyrir vegalagningu og öðru slíku sem oft virðist vera í forgrunni á áhugamálasviði stjórnmálamanna?“ Nýtt uppbyggingarskeið Vegna skorts á fjárfestingu í þessum málaflokki undanfarin 15–20 ár mun það taka tíma að vinna upp þann halla sem hefur myndast. Á síðasta ári samþykkti núverandi meirihluti að fjárfesta í félagslegri leiguíbúð, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sátu hjá við afgreiðsluna. Staðan í byrjun árs 2025 er að 20 eru á biðlista í Hveragerði eftir félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 og 2026 er stefnt að frekari kaupum á íbúðum, þannig að þær verði samtals níu árið 2026. Það eru jafnmargar félagslegar íbúðir og voru í eigu Hveragerðisbæjar árið 2003. Árið 2025 verður hlutfall félagslegra leiguíbúða í Hveragerði 2,4 íbúðir á hverja 1.000 íbúa en var 4,8 árið 2003. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að hefði sveitarfélagið haldið hlutfalli félagslegra leiguíbúða óbreyttu frá 2003, þyrfti það nú að eiga 16–17 slíkar íbúðir og gæti því mætt miklu betur þeirri þörf sem er til staðar. Frelsi til athafna og mikilvægi húsnæðisöryggis Ein af grunnstoðum lýðræðissamfélagsins er frelsi einstaklingsins til athafna og gjörða. En slíkt frelsi verður marklaust ef félagslegt réttlæti og grundvallarþjónusta eru ekki tryggð. Þegar skorið er niður í grunnstoðum velferðarkerfisins, svo sem í félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaga, eru þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda settir í afar viðkvæma stöðu, og þeir hafa síður tækifæri til að koma undir sig fótum og lifa með reisn. Þannig getur skortur á húsnæðisöryggi, ásamt öðrum þáttum velferðarinnar, takmarkað raunverulegt frelsi einstaklings, jafnvel þótt formlegt frelsi sé til staðar. Þau sem kalla á frelsi en styðja samtímis aðgerðir sem veikja velferðarþjónustu, eins og með fækkun félagslegra leiguíbúða, missa sjónar á kjarna raunverulegs frelsis. Húsnæðisöryggi, rétt eins og aðrar stoðir velferðarkerfisins, er ekki einungis spurning um félagslega þjónustu – það snýst um frelsi. Frelsi til að lifa öruggu og stöðugu lífi, taka þátt í samfélaginu og nýta hæfileika sína til fulls til jafns á við aðra. Það er því mikilvægt að bæjaryfirvöld í Hveragerði haldi áfram að fjölga félagslegu leiguhúsnæði til að tryggja tekjulitlum einstaklingum og fjölskyldum öruggt og viðunandi húsnæði. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun