Sport

Dag­skráin í dag: Chiefs stefna á þriðju Ofurskálina í röð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Patrick Mahomes og Jalen Hurts munu leiða saman hesta sína í kvöld.
Patrick Mahomes og Jalen Hurts munu leiða saman hesta sína í kvöld. vísir getty

Gleðilegan Super Bowl sunnudag, úrslitaleikurinn um Ofurskálina fer fram í kvöld og verður í beinni útsendingu, ásamt veglegri upphitun, úr besta sætinu. Einnig má finna þrjá bikarleiki í fótbolta, tvö golfmót og einn NBA leik á dagskránni í dag. 

Stöð 2 Sport 2

20:55 – Road to the Super Bowl: Erlendur upphitunarþáttur fyrir Ofurskálina þar sem leið liðanna sem keppa til úrslita skoðuð og skyggnst er á bak við tjöldin.

22:00 – Upphitun hefst fyrir Super Bowl. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fara með skemmtilegum hætti yfir allt það helsta sem vænta má úr Ofurskálinni.

23:30 – Super Bowl: Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles mætast í úrslitaleik um Ofurskálina.

Stöð 2 Sport 3

19:00 – Milwaukee Bucks og Philadelphia 76ers mætast í NBA körfuboltadeildinni.

Stöð 2 Sport 4

08:30 – Bein útsending frá lokakeppnisdegi Commercial Bank Qatar Masters.

19:00 – Bein útsending frá lokakeppnisdegi Founders Cup á LPGA mótaröðinni.

Vodafone Sport

12:25 – Blackburn tekur á móti Wolves í fjórðu umferð FA bikarkeppninnar. Arnór Sigurðarson er leikmaður Blackburn en er sem stendur úti í kuldanum hjá þjálfaranum.

14:55 – PlymouthArgyle tekur á móti Liverpool í fjórðu umferð FA bikarkeppninnar. Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður Plymouth Argyle.

17:30 – AstonVilla tekur á móti Tottenham í fjórðu umferð FA bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×