Sport

Van Gerwen gagn­rýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“

Aron Guðmundsson skrifar
Littler fagnar hér sigri gegn Michael Van Gerwen í úrslitaviðureign HM í pílukasti í upphafi árs.
Littler fagnar hér sigri gegn Michael Van Gerwen í úrslitaviðureign HM í pílukasti í upphafi árs. Vísir/Getty

Michael van Gerwen, þre­faldur heims­meistari í pílu­kasti, gagn­rýndi núverandi heims­meistarann, ungstirnið Luke Littler í að­draganda opnunar­kvölds úr­vals­deildarinnar. Hann segir Littler sýna af sér barna­lega hegðun en „hann er ekkert barn lengur.“

Littler hafði betur gegn Michael van Gerwen í úr­slita­viður­eign heims­meistaramótsins í upp­hafi árs en þeir eru nú báðir á meðal kepp­enda í úr­vals­deildinni og mætast í Belfast í kvöld. Sýnt er beint frá opnunar­kvöldinu á Viaplay streymis­veitunni klukkan sjö.

Littler hefur titil að verja í úr­vals­deildinni sem Van Gerwen hefur unnið sex sinnum á sínum ferli. Í gær var eins konar fjölmiðla­dagur kepp­endanna átta þar sem að fjölmiðlum gafst tækifæri til þess að taka við­tal en einnig átti að taka hóp­mynd af pílukösturunum. Littler mætti 45 mínútum of seint á viðburðinn eftir að hafa sofið yfir sig. Van Gerwen var ekki skemmt.

„Þeir þurfa að hætta koma fram við hann eins og barn. Hann er ekki barn lengur. Hann er átján ára gamall,“ sagði Michael van Gerwen sem finnst greini­lega að skipu­leggj­endur úr­vals­deildarinnar gefi Littler of mikinn slaka.

„Mér sama þó hann mæti of seint í viðtöl. En sjö aðrir ein­staklingar eru að bíða eftir honum. Það er ekki gott, er það?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×