Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 07:01 Mikilvægi opinberrar umræðu er óumdeilt – hún veitir valdhöfum aðhald og er ein af grunnstoðum lýðræðisins. En þegar staðreyndum er hagrætt og rangfærslur nýttar í pólitískum tilgangi, veikjast þessar stoðir. Undanfarið hafa ýmis hagsmunasamtök sett fram villandi upplýsingar tengdar starfskjörum opinberra starfsmanna og fjölgun starfa í opinberri þjónustu. Staðreyndum er hagrætt eða þær settar fram í skökkum samanburði, að því er virðist til að ýta undir tortryggni og grafa undan trausti á opinberri þjónustu og fólkinu sem sinnir henni. Sama tilgangi þjónar ákall um að hlutverk hins opinbera verði takmarkað, stofnanir sameinaðar og verkefnum útvistað. Ráðningarvernd þeirra sem sinna opinberri þjónustu hefur verið útmáluð sem sérlega hvimleið og kostnaðarasöm hindrun og lagt til að hún verði aflögð. Góð og gild rök fyrir ráðningarvernd Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sinnir samfélagslega mikilvægum verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar, hlutleysis og stöðugleika. Það hefur skýrar skyldur gagnvart almenningi og ber ábyrgð á því að ákvarðanir séu teknar á grundvelli laga og almannahagsmuna. Ráðningarverndin er ekki forréttindi heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að stjórnsýslan og opinberar stofnanir starfi af fagmennsku og óhlutdrægni. Ráðningarverndin kemur í veg fyrir að ráðningar og uppsagnir byggist á geðþótta eða pólitískum hagsmunum og er því lýðræðisvörn sem ætlað er að tryggja fagmennsku og óhlutdrægni. Afleiðing þess að leggja hana niður væri skert traust almennings á opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Í Bandaríkjunum virðist nú stefnt að fjöldauppsögnum milljóna opinberra starfsmanna til að ryðja brautina fyrir þóknanlegt fólk. Varla viljum við sjá sambærilega þróun hér. Ákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna veita vörn gegn pólitískum afskiptum, sem tryggja að fólk í opinberri þjónustu starfi óháð duttlungum valdhafa. Opinber þjónusta snýst um almannaheill, hún er fyrir okkur öll – ekki fyrir stjórnmálaflokka eða sérhagsmuni. Fólkinu sem sinnir henni er ætlað að að tryggja velferð, öryggi og virkni hins opinbera kerfis með fagmennsku og óhlutdrægni að leiðarljósi. Málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar uppsögn Það segir sína sögu að gagnrýnendur ráðningarverndar skuli kalla hana uppsagnarvernd. Vissulega eru ákvæði laga um uppsagnir opinbers starfsfólks þess eðlis að þau krefjast þess að málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar breytingum á starfsmannahópnum. Hafa ber í huga að þegar opinber stofnun bregst við rekstrarlegum aðstæðum, breytir skipulagi og segir upp starfsfólki, þá gildir engin ráðningarvernd önnur en að meta þarf starfsfólk, þekkingu þess og færni, og það hæfasta skal halda starfinu. Sú ráðningarvernd sem gildir þegar uppsögn varðar starfsmanninn sjálfan felur í sér að starfsmanni skuli gefinn kostur á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Verum á varðbergi gagnvart rangfærslum og sýnum opinberu starfsfólki virðingu Umræða sem byggir á rangfærslum og skekktum samanburði er ekki aðeins hvimleið – hún er hættuleg. Þegar staðreyndir víkja fyrir pólitískum útúrsnúningum veikjast stofnanir samfélagsins, traust almennings minnkar – og þar með lýðræðið sjálft. Umræða um opinbert starfsfólk er mikilvæg og á fullkomlega rétt á sér – en hún verður að byggjast á staðreyndum, ekki skekktri tölfræði og pólitískum útúrsnúningum. Gerum kröfu um heiðarlega umræðu og virðum þá sem starfa í þágu almannahagsmuna. Það er forsenda trausts á þeim mikilvægu kerfum sem velferðarsamfélag byggir á. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi opinberrar umræðu er óumdeilt – hún veitir valdhöfum aðhald og er ein af grunnstoðum lýðræðisins. En þegar staðreyndum er hagrætt og rangfærslur nýttar í pólitískum tilgangi, veikjast þessar stoðir. Undanfarið hafa ýmis hagsmunasamtök sett fram villandi upplýsingar tengdar starfskjörum opinberra starfsmanna og fjölgun starfa í opinberri þjónustu. Staðreyndum er hagrætt eða þær settar fram í skökkum samanburði, að því er virðist til að ýta undir tortryggni og grafa undan trausti á opinberri þjónustu og fólkinu sem sinnir henni. Sama tilgangi þjónar ákall um að hlutverk hins opinbera verði takmarkað, stofnanir sameinaðar og verkefnum útvistað. Ráðningarvernd þeirra sem sinna opinberri þjónustu hefur verið útmáluð sem sérlega hvimleið og kostnaðarasöm hindrun og lagt til að hún verði aflögð. Góð og gild rök fyrir ráðningarvernd Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sinnir samfélagslega mikilvægum verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar, hlutleysis og stöðugleika. Það hefur skýrar skyldur gagnvart almenningi og ber ábyrgð á því að ákvarðanir séu teknar á grundvelli laga og almannahagsmuna. Ráðningarverndin er ekki forréttindi heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að stjórnsýslan og opinberar stofnanir starfi af fagmennsku og óhlutdrægni. Ráðningarverndin kemur í veg fyrir að ráðningar og uppsagnir byggist á geðþótta eða pólitískum hagsmunum og er því lýðræðisvörn sem ætlað er að tryggja fagmennsku og óhlutdrægni. Afleiðing þess að leggja hana niður væri skert traust almennings á opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Í Bandaríkjunum virðist nú stefnt að fjöldauppsögnum milljóna opinberra starfsmanna til að ryðja brautina fyrir þóknanlegt fólk. Varla viljum við sjá sambærilega þróun hér. Ákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna veita vörn gegn pólitískum afskiptum, sem tryggja að fólk í opinberri þjónustu starfi óháð duttlungum valdhafa. Opinber þjónusta snýst um almannaheill, hún er fyrir okkur öll – ekki fyrir stjórnmálaflokka eða sérhagsmuni. Fólkinu sem sinnir henni er ætlað að að tryggja velferð, öryggi og virkni hins opinbera kerfis með fagmennsku og óhlutdrægni að leiðarljósi. Málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar uppsögn Það segir sína sögu að gagnrýnendur ráðningarverndar skuli kalla hana uppsagnarvernd. Vissulega eru ákvæði laga um uppsagnir opinbers starfsfólks þess eðlis að þau krefjast þess að málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar breytingum á starfsmannahópnum. Hafa ber í huga að þegar opinber stofnun bregst við rekstrarlegum aðstæðum, breytir skipulagi og segir upp starfsfólki, þá gildir engin ráðningarvernd önnur en að meta þarf starfsfólk, þekkingu þess og færni, og það hæfasta skal halda starfinu. Sú ráðningarvernd sem gildir þegar uppsögn varðar starfsmanninn sjálfan felur í sér að starfsmanni skuli gefinn kostur á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Verum á varðbergi gagnvart rangfærslum og sýnum opinberu starfsfólki virðingu Umræða sem byggir á rangfærslum og skekktum samanburði er ekki aðeins hvimleið – hún er hættuleg. Þegar staðreyndir víkja fyrir pólitískum útúrsnúningum veikjast stofnanir samfélagsins, traust almennings minnkar – og þar með lýðræðið sjálft. Umræða um opinbert starfsfólk er mikilvæg og á fullkomlega rétt á sér – en hún verður að byggjast á staðreyndum, ekki skekktri tölfræði og pólitískum útúrsnúningum. Gerum kröfu um heiðarlega umræðu og virðum þá sem starfa í þágu almannahagsmuna. Það er forsenda trausts á þeim mikilvægu kerfum sem velferðarsamfélag byggir á. Höfundur er formaður BHM.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun