Innlent

Ó­veðurs­skýin hrannast upp og vextir á­fram á niður­leið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um vonskuveðrið sem er í kortunum um allt land í dag og fram á morgundaginn.

Foreldrar eru þannig hvattir til að sækja börn sín að skólaegi loknum og röskun er þegar orðin á samgöngum.

Einnig verður rætt við Seðlabankastjóra um stýrivaxtalækkun morgunsins en þá var ákveðið að lækka um fimmtíu punkta til viðbótar, eins og raunar flestir höfðu gert ráð fyrir.

Við fjöllum einnig áfram um kennaradeiluna og hugmyndir Donalds Trump þess efnis að Bandaríkjamenn leggi undir sig Gasa svæðið.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 5. febrúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×