Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2025 11:32 Fundurinn í dag stendur milli klukkan 12 og 13:30. HÍ „Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi“ er yfirskrift fundar Háskóla Íslands, í samvinnu við Sjálfbærnistofnun HÍ sem er hluti af viðburðaröð um brýnustu verkefni og áskoranir sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Fundurinn í dag stendur milli klukkan 12 og 13:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan, en viðburðaröðin er haldin í samstarfi við forsætisráðuneytið. Í tilkynningu frá HÍ segir að í þetta sinn sé sjónum beint að heimsmarkmiði 15 um líf á landi sem fjallar meðal annars um náttúruvernd, mikilvægi þess að vernda og endurheimta vistkerfi og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Dagskrá: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, opnar viðburðinn. Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurlandi, flytur erindið „Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi og á heimsvísu.“ Pallborð: Bryndís Marteinsdóttir, sviðstjóri hjá Landi og skógi Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum, sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands og formaður stjórnar BIODICE Stefán Gíslason, umhverfisráðgjafi, stofnandi og eigandi UMÍS ehf. Environice Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar HÍ, eiga samtal um náttúruvernd á Íslandi, endurheimt vistkerfa og líffræðilega fjölbreytni. Fundarstjóri er Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar HÍ. Um viðburðarröðina: Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt að innleiða sautján heimsmarkmið sem takast á við stærstu verkefni samtímans. Mikilvægt er að sérfræðiþekking og rannsóknir nýtist til lausnar á þeim viðamiklu verkefnum sem heimsmarkmiðin lýsa og einfaldi samfélögum að takast á við víðtækar áskoranir. Eitt heimsmarkmið verður tekið fyrir í hverri viðburðalotu þar sem öflugum fræðimönnum, frá öllum fræðasviðum Háskóla Íslands, verður teflt fram til að kryfja og ræða markmiðin, vandamálin og áskoranirnar sem þeim tengjast frá sem flestum hliðum. Háskóli Íslands einsetur sér að þekkingarsköpun og rannsóknir við skólann hafi víðtæk áhrif. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þau fela í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf. Umhverfismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Fundurinn í dag stendur milli klukkan 12 og 13:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan, en viðburðaröðin er haldin í samstarfi við forsætisráðuneytið. Í tilkynningu frá HÍ segir að í þetta sinn sé sjónum beint að heimsmarkmiði 15 um líf á landi sem fjallar meðal annars um náttúruvernd, mikilvægi þess að vernda og endurheimta vistkerfi og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Dagskrá: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, opnar viðburðinn. Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurlandi, flytur erindið „Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi og á heimsvísu.“ Pallborð: Bryndís Marteinsdóttir, sviðstjóri hjá Landi og skógi Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum, sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands og formaður stjórnar BIODICE Stefán Gíslason, umhverfisráðgjafi, stofnandi og eigandi UMÍS ehf. Environice Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar HÍ, eiga samtal um náttúruvernd á Íslandi, endurheimt vistkerfa og líffræðilega fjölbreytni. Fundarstjóri er Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar HÍ. Um viðburðarröðina: Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt að innleiða sautján heimsmarkmið sem takast á við stærstu verkefni samtímans. Mikilvægt er að sérfræðiþekking og rannsóknir nýtist til lausnar á þeim viðamiklu verkefnum sem heimsmarkmiðin lýsa og einfaldi samfélögum að takast á við víðtækar áskoranir. Eitt heimsmarkmið verður tekið fyrir í hverri viðburðalotu þar sem öflugum fræðimönnum, frá öllum fræðasviðum Háskóla Íslands, verður teflt fram til að kryfja og ræða markmiðin, vandamálin og áskoranirnar sem þeim tengjast frá sem flestum hliðum. Háskóli Íslands einsetur sér að þekkingarsköpun og rannsóknir við skólann hafi víðtæk áhrif. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þau fela í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf.
Umhverfismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira