Innlent

Kynna fyrstu verk ríkis­stjórnar á blaða­manna­fundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ráðherrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur á vindasömum degi í desember.
Ráðherrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur á vindasömum degi í desember. Vísir/Vilhelm

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna verkefnalista ríkisstjórnarflokkanna á vorþingi á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum.

Útsendinguna má sjá að neðan og á Stöð 2 Vísi í myndlyklum og Stöðvar 2 appinu.

Uppfært: Upptöku frá fundinum má sjá að neðan.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. 

„Formenn stjórnarflokkanna munu segja frá þingmálaskrá og verkefnalista á vorþingi. Farið verður yfir ýmis frumvörp, reglugerðarbreytingar og aðrar aðgerðir á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar,“ segir í tilkynningunni.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í færslu á Facebook fyrir helgi hlakka verulega til að kynna þingmálin og verkin sem ríkisstjórnin ætlar að ganga í strax í vor.

„Ég er stolt af nýju ráðherrunum. Við höfum notað tímann vel síðustu vikur. Til undirbúnings. Með því að virkja stjórnkerfið með okkur. Ný ríkisstjórn með nýtt verklag. Fólkið í landinu hefur lagt sitt af mörkum með 10 þúsund hagræðingartillögum. Stjórnarflokkarnir halda reglulega sameiginlega þingflokksfundi. Ég hef fundað með hverjum einasta ráðherra til að stilla upp sterkri þingmálaskrá.“ 

Það sé ljóst að ríkisstjórnin ætli að breyta mörgu enda hafi hún verið kjörin til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×