Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 08:33 Íslenska liðið tapaði aðeins einum leik á HM 2025. En það tap reyndist rándýrt. vísir/vilhelm Ísland er eina liðið sem hefur setið eftir þrátt fyrir að hafa fengið átta stig í milliriðli eftir að núverandi fyrirkomulag var tekið upp á HM í handbolta karla. Fá alþjóðasambönd í íþróttum virðast hafa meira yndi af því að hræra í mótafyrirkomulaginu á HM og IHF, Alþjóða handknattleikssambandið. Frá því liðum var fjölgað úr 24 í 32 á HM 2021 hefur mótafyrirkomulagið verið eins, það er á þremur mótum í röð; á HM 2021, 2023 og 2025 sem enn stendur yfir. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin fara áfram í milliriðla en liðin í 4. sæti riðlanna átta fara í Forsetabikarinn. Liðin sem komast upp úr riðlunum taka með sér stigin gegn liðunum sem fylgdu þeim áfram og spila svo þrjá leiki í milliriðli. Þeir eru fjórir talsins og tvö efstu liðin í þeim komast í átta liða úrslit. Hassan Moustafa og félagar hjá IHF eru ófeimnir við að krukka í fyrirkomulaginu á HM.getty/Jan Woitas Í þeim tólf milliriðlum sem hefur verið spilað í frá HM 2021 hafa átta stig alltaf dugað til að komast í átta liða úrslit, nema hjá Íslandi í ár. Sem kunnugt er enduðu Króatar, Egyptar og Íslendingar allir með átta stig í milliriðli 4. Íslenska liðið sat hins vegar eftir sökum lökustu markatölunnar í innbyrðis viðureignum. Sex marka tapið gegn Króatíu, sem var jafnframt eina tap Íslands á mótinu, reyndist rándýrt. Til að auka enn á svekkelsið hafa lið komist áfram með sjö og jafnvel sex stig síðan nýja fyrirkomulagið var tekið upp fyrir fjórum árum. Á HM 2023 komst Ungverjaland til að mynda áfram með sex stig. Ísland fékk einnig sex stig en Ungverjaland vann leik liðanna í riðlakeppninni og endaði þar af leiðandi ofar. Katar komst einnig áfram með sex stig á HM 2021 og Egyptaland með sjö stig á sama móti. Ungverjar nýta stigin sín vel á HM ef svo má segja.getty/Vjeran Zganec Rogulja Ungverjar komust einnig áfram í ár með sjö stig en þeir hefðu orðið mótherjar Íslendinga í átta liða úrslitum ef okkar menn hefðu fengið stig gegn Króötum eða tapað með minna en þriggja marka mun fyrir þeim. Eða ef Slóvenar hefðu krækt í stig gegn Króötum í gær og rétt Íslendingum þar með hjálparhönd. Ísland endaði í 9. sæti á HM. Liðið var til að mynda ofar en Noregur (10.), Slóvenía (13.), Svíþjóð (14.) og Spánn (18.). Íslendingar hafa ekki endað ofar á heimsmeistaramóti síðan 2011 þegar 6. sætið var niðurstaðan. Keppni í átta liða úrslitum á HM hefst í dag. Þá mætast Króatía og Ungverjaland annars vegar og Frakkland og Egyptaland hins vegar. Á morgun eigast svo heimsmeistarar Danmerkur og Brasilía við og Portúgal og Þýskaland. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. 27. janúar 2025 13:02 Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03 HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01 Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31 HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. 27. janúar 2025 08:03 Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17 Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31 Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ Sjá meira
Fá alþjóðasambönd í íþróttum virðast hafa meira yndi af því að hræra í mótafyrirkomulaginu á HM og IHF, Alþjóða handknattleikssambandið. Frá því liðum var fjölgað úr 24 í 32 á HM 2021 hefur mótafyrirkomulagið verið eins, það er á þremur mótum í röð; á HM 2021, 2023 og 2025 sem enn stendur yfir. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin fara áfram í milliriðla en liðin í 4. sæti riðlanna átta fara í Forsetabikarinn. Liðin sem komast upp úr riðlunum taka með sér stigin gegn liðunum sem fylgdu þeim áfram og spila svo þrjá leiki í milliriðli. Þeir eru fjórir talsins og tvö efstu liðin í þeim komast í átta liða úrslit. Hassan Moustafa og félagar hjá IHF eru ófeimnir við að krukka í fyrirkomulaginu á HM.getty/Jan Woitas Í þeim tólf milliriðlum sem hefur verið spilað í frá HM 2021 hafa átta stig alltaf dugað til að komast í átta liða úrslit, nema hjá Íslandi í ár. Sem kunnugt er enduðu Króatar, Egyptar og Íslendingar allir með átta stig í milliriðli 4. Íslenska liðið sat hins vegar eftir sökum lökustu markatölunnar í innbyrðis viðureignum. Sex marka tapið gegn Króatíu, sem var jafnframt eina tap Íslands á mótinu, reyndist rándýrt. Til að auka enn á svekkelsið hafa lið komist áfram með sjö og jafnvel sex stig síðan nýja fyrirkomulagið var tekið upp fyrir fjórum árum. Á HM 2023 komst Ungverjaland til að mynda áfram með sex stig. Ísland fékk einnig sex stig en Ungverjaland vann leik liðanna í riðlakeppninni og endaði þar af leiðandi ofar. Katar komst einnig áfram með sex stig á HM 2021 og Egyptaland með sjö stig á sama móti. Ungverjar nýta stigin sín vel á HM ef svo má segja.getty/Vjeran Zganec Rogulja Ungverjar komust einnig áfram í ár með sjö stig en þeir hefðu orðið mótherjar Íslendinga í átta liða úrslitum ef okkar menn hefðu fengið stig gegn Króötum eða tapað með minna en þriggja marka mun fyrir þeim. Eða ef Slóvenar hefðu krækt í stig gegn Króötum í gær og rétt Íslendingum þar með hjálparhönd. Ísland endaði í 9. sæti á HM. Liðið var til að mynda ofar en Noregur (10.), Slóvenía (13.), Svíþjóð (14.) og Spánn (18.). Íslendingar hafa ekki endað ofar á heimsmeistaramóti síðan 2011 þegar 6. sætið var niðurstaðan. Keppni í átta liða úrslitum á HM hefst í dag. Þá mætast Króatía og Ungverjaland annars vegar og Frakkland og Egyptaland hins vegar. Á morgun eigast svo heimsmeistarar Danmerkur og Brasilía við og Portúgal og Þýskaland.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. 27. janúar 2025 13:02 Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03 HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01 Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31 HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. 27. janúar 2025 08:03 Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17 Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31 Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ Sjá meira
Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. 27. janúar 2025 13:02
Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03
HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01
Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31
HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. 27. janúar 2025 08:03
Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17
Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31