Handbolti

Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömur­leg aug­lýsing fyrir McDonald‘s“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Strákarnir okkar eiga ekki skilið McDonald's hamborgara í verðlaun eins og eftir síðasta leik.
Strákarnir okkar eiga ekki skilið McDonald's hamborgara í verðlaun eins og eftir síðasta leik. vísir vilhelm

Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir með McDonald‘s hamborgurum eftir sigurinn í síðasta leik. Þeir eiga engar hamingjumáltíðir skilið í kvöld ef marka má Íslendinga sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum um tapið slæma gegn Króatíu.

McDonalds heimsókn strákanna virðist ekki hafa haft góð áhrif á hópinn.

Markmenn Íslands vörðu lítið sem ekkert og Viktori Gísla var snemma skipt út fyrir Björgvin Pál.

Hinum megin var markmaður Króata í miklu stuði.

Slæmi kaflinn alræmdi var ekki úr sögunni eins og margir leyfðu sér að vona.

Ástin í garð Dags Sigurðssonar, þjálfara Króata, var engin.

Sumir vildu meina að betur hefði gengið ef liðið hefði ekki klæðst bláum treyjum í kvöld.

Höllin var í eigu heimamanna.

Ísland naut stuðnings víðs vegar að.

Þeir sem vonuðust eftir betri spilamennsku í seinni hálfleik fengu óskir sínar ekki uppfylltar.

Þorsteinn Leó Gunnarsson kom ekkert við sögu, meðan hávaxnir leikmenn Króatíu skutu ítrekað yfir íslensku vörnina.

Það er þó enn von fyrir Ísland, ef Slóvenía vinnur eða gerir jafntefli gegn Króatíu á sunnudaginn. Eða Egyptaland tapar eða gerir jafntefli gegn Grænhöfðaeyjum, sem þykir enn ólíklegra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×