Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2025 13:31 Fyrir góðum tuttugu árum síðan sat ég á bar með góðri vinkonu minni, nánar tiltekið á Ölstofu Kormáks & Skjaldar í þeim reykjarmekki sem þá þótti eðlilegur fyrir bari. Vinkona mín bjó erlendis og alltaf þegar hún kom heim settumst við niður og fórum yfir málin. Oftast kom hún með eitthvert nýtt sjónarhorn og einmitt þarna sat hún og sagði mér að það væri gott að búa á Íslandi. Lífsgæði væru frekar mikil og þægilegt að vera til. Ég reyndi eitthvað að malda í móinn, hér væri bæði vont veður og spilling og eflaust tíndi ég fleira til sem þá var í deiglunni. Hún gaf sig ekki, en bætti því að það sem gæti gert Ísland betra væri fólksfjölgun. „Við þurfum að ná milljón,“ sagði hún, það væri einfaldlega betra að vera fleiri við að halda úti góðu og réttlátu samfélagi. Ljóst var að við myndum ekki ná því hratt með tveimur komma eitthvað börnum á hverja konu samkvæmt mældri fæðingartíðni þess tíma. Fólksfjölgunin þyrfti að koma til með öðrum hætti. Úr 1% í 17% Þetta ár var 1% félagsfólks VR af erlendu bergi brotið og um 7% starfandi á vinnumarkaði voru innflytjendur. Frjálst flæði fólks hafði tekið gildi, nokkuð sem margir óttuðust að myndi fara illa með bæði vinnumarkað og samfélag. Og þótt fjöldi fólks væri jákvæður gagnvart aukinni fjölbreytni, þá var það ekki algengt sjónarmið að fólksfjölgun með innflutningi ætti beinlínis að vera markmið í sjálfu sér. Síðan þá hefur mikið breyst. Um 17% félagsfólks VR kemur erlendis frá og starfar við ýmis ólík störf. Sum þeirra standa vaktina í Krónunni og önnur leggja lóð á vogarskálarnar við framleiðslu gervilima hjá Össuri. Hjá Alvotech starfar fólk af yfir sextíu þjóðernum og allir sem starfa hjá CCP vita að fjölbreytni er stór þáttur í velgengni fyrirtækisins. Og þegar þú tekur flugið úr landi með Icelandair er ekki ólíklegt að við innritunarborðið sitji aðfluttur Íslendingur sem hefur skapað sér líf á Íslandi. Upptalning eins og þessi gæti haldið áfram lengi, enda er atvinnuþátttaka innflytjenda hærri en innfæddra og það er óhætt að segja að án aðflutts fólks væri gott sem ómögulegt að reka fjölda fyrirtækja og stofnana. Hins vegar er verðugt að staldra við og spyrja hvernig tekist hefur til við að búa til eina heild úr okkur öllum sem nú lifum og störfum á Íslandi. Átaksverkefni um inngildingu VR hleypir í dag af stokkunum átaksverkefni um inngildingu á vinnustöðum. Á árum áður var venjan að tala um aðlögun og í henni fólst að aðflutt fólk ætti að aðlagast þeim sem fyrir voru. Minnihlutinn átti að verða eins og meirihlutinn. Við sem höfum tekið þátt í jafnréttisbaráttunni þekkjum þá áherslu vel frá fyrri tíð að konum á vinnumarkaði væri gert að aðlagast ríkjandi karlamenningu ef þær ætluðu sér framgang í starfi eða yfirleitt til að geta haft skoðanir á málefnum líðandi stundar. Síðar kom í ljós að ríkjandi karlamenning var kannski ekkert sú besta, hvorki fyrir starfsemina né starfsandann. Inngilding færir ábyrgðina hins vegar yfir á hópinn í heild sinni. Í henni felst að við aðlögumst hvert öðru og leyfum fjölbreytileikanum að njóta sín, okkur öllum til heilla. VR hefur iðulega staðið fyrir átaksverkefnum sem fela í sér vitundarvakningu um samfélagsgerðina og áhrif rótgróinna hugmynda á vinnustaðamenningu. Við hefjum nú upp raust okkar, að frumkvæði jafnréttis- og mannréttindanefndar félagsins, til að stuðla að því að innflytjendur á vinnumarkaði njóti sanngjarna kjara og fái móttökur og stuðning sem gerir þeim kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Við hvetjum hvert annað til að horfa til þess hvað við getum gert í okkar eigin starfsumhverfi og með hvaða hætti við getum stuðlað að inngildingu, fremur en útilokun og afturför. Við erum ekki orðin ein milljón, eins og vinkona mín óskaði okkur fyrir tuttugu árum síðan. Við erum hins vegar hætt að reykja inni á skemmtistöðum (blessunarlega) og við höfum lært ýmislegt sem gerir okkur betri í að vera samfélag. Okkur hefur fjölgað, en við eigum talsvert í land með að tryggja að við eigum öll pláss í stærra samfélagi, fáum öll notið virðingar og verðleika okkar. Leggjumst á eitt um að tryggja inngildingu á vinnumarkaði. Kynntu þér málið á www.vr.is. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir góðum tuttugu árum síðan sat ég á bar með góðri vinkonu minni, nánar tiltekið á Ölstofu Kormáks & Skjaldar í þeim reykjarmekki sem þá þótti eðlilegur fyrir bari. Vinkona mín bjó erlendis og alltaf þegar hún kom heim settumst við niður og fórum yfir málin. Oftast kom hún með eitthvert nýtt sjónarhorn og einmitt þarna sat hún og sagði mér að það væri gott að búa á Íslandi. Lífsgæði væru frekar mikil og þægilegt að vera til. Ég reyndi eitthvað að malda í móinn, hér væri bæði vont veður og spilling og eflaust tíndi ég fleira til sem þá var í deiglunni. Hún gaf sig ekki, en bætti því að það sem gæti gert Ísland betra væri fólksfjölgun. „Við þurfum að ná milljón,“ sagði hún, það væri einfaldlega betra að vera fleiri við að halda úti góðu og réttlátu samfélagi. Ljóst var að við myndum ekki ná því hratt með tveimur komma eitthvað börnum á hverja konu samkvæmt mældri fæðingartíðni þess tíma. Fólksfjölgunin þyrfti að koma til með öðrum hætti. Úr 1% í 17% Þetta ár var 1% félagsfólks VR af erlendu bergi brotið og um 7% starfandi á vinnumarkaði voru innflytjendur. Frjálst flæði fólks hafði tekið gildi, nokkuð sem margir óttuðust að myndi fara illa með bæði vinnumarkað og samfélag. Og þótt fjöldi fólks væri jákvæður gagnvart aukinni fjölbreytni, þá var það ekki algengt sjónarmið að fólksfjölgun með innflutningi ætti beinlínis að vera markmið í sjálfu sér. Síðan þá hefur mikið breyst. Um 17% félagsfólks VR kemur erlendis frá og starfar við ýmis ólík störf. Sum þeirra standa vaktina í Krónunni og önnur leggja lóð á vogarskálarnar við framleiðslu gervilima hjá Össuri. Hjá Alvotech starfar fólk af yfir sextíu þjóðernum og allir sem starfa hjá CCP vita að fjölbreytni er stór þáttur í velgengni fyrirtækisins. Og þegar þú tekur flugið úr landi með Icelandair er ekki ólíklegt að við innritunarborðið sitji aðfluttur Íslendingur sem hefur skapað sér líf á Íslandi. Upptalning eins og þessi gæti haldið áfram lengi, enda er atvinnuþátttaka innflytjenda hærri en innfæddra og það er óhætt að segja að án aðflutts fólks væri gott sem ómögulegt að reka fjölda fyrirtækja og stofnana. Hins vegar er verðugt að staldra við og spyrja hvernig tekist hefur til við að búa til eina heild úr okkur öllum sem nú lifum og störfum á Íslandi. Átaksverkefni um inngildingu VR hleypir í dag af stokkunum átaksverkefni um inngildingu á vinnustöðum. Á árum áður var venjan að tala um aðlögun og í henni fólst að aðflutt fólk ætti að aðlagast þeim sem fyrir voru. Minnihlutinn átti að verða eins og meirihlutinn. Við sem höfum tekið þátt í jafnréttisbaráttunni þekkjum þá áherslu vel frá fyrri tíð að konum á vinnumarkaði væri gert að aðlagast ríkjandi karlamenningu ef þær ætluðu sér framgang í starfi eða yfirleitt til að geta haft skoðanir á málefnum líðandi stundar. Síðar kom í ljós að ríkjandi karlamenning var kannski ekkert sú besta, hvorki fyrir starfsemina né starfsandann. Inngilding færir ábyrgðina hins vegar yfir á hópinn í heild sinni. Í henni felst að við aðlögumst hvert öðru og leyfum fjölbreytileikanum að njóta sín, okkur öllum til heilla. VR hefur iðulega staðið fyrir átaksverkefnum sem fela í sér vitundarvakningu um samfélagsgerðina og áhrif rótgróinna hugmynda á vinnustaðamenningu. Við hefjum nú upp raust okkar, að frumkvæði jafnréttis- og mannréttindanefndar félagsins, til að stuðla að því að innflytjendur á vinnumarkaði njóti sanngjarna kjara og fái móttökur og stuðning sem gerir þeim kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Við hvetjum hvert annað til að horfa til þess hvað við getum gert í okkar eigin starfsumhverfi og með hvaða hætti við getum stuðlað að inngildingu, fremur en útilokun og afturför. Við erum ekki orðin ein milljón, eins og vinkona mín óskaði okkur fyrir tuttugu árum síðan. Við erum hins vegar hætt að reykja inni á skemmtistöðum (blessunarlega) og við höfum lært ýmislegt sem gerir okkur betri í að vera samfélag. Okkur hefur fjölgað, en við eigum talsvert í land með að tryggja að við eigum öll pláss í stærra samfélagi, fáum öll notið virðingar og verðleika okkar. Leggjumst á eitt um að tryggja inngildingu á vinnumarkaði. Kynntu þér málið á www.vr.is. Höfundur er formaður VR.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun