Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar 22. janúar 2025 15:31 Húmanismi í anda Upplýsingarinnar virðist nú vera á undanhaldi í hinum vestræna heimi, nánast hvert sem lítið er. Skynsemi, siðfræði, samúð og réttlæti eru hugtök sem litin eru hornauga og jafnvel sem “aumingjaskapur” og stimpluð sem “woke” og endurspeglar þetta ákveðinn menningarlegan klofning sem hefur verið að dýpka í samfélaginu. Hugtakið “woke”, sem upphaflega lýsti vakningu gagnvart félagslegu óréttlæti og þörfinni á aðgerðum til að uppræta mismunun, hefur í sumum hópum fengið neikvætt yfirbragð. Það er nú oft notað á niðrandi hátt til að afgreiða fólk sem vill leggja áherslu á mannréttindi og samúð sem óraunsæja eða jafnvel veika. Þessi afstaða byggir að hluta til á gömlum rótgrónum gildum sem leggja áherslu á hörku, sjálfsbjargarviðleitni og óskerta einstaklingshyggju. Samúð og krafa um réttlæti krefjast hins vegar þess að við viðurkennum að samfélagið er samtvinnað og að hagsmunir heildarinnar skipta máli. Þeir sem hafna þessum gildum líta stundum á þau sem ógn við frelsi einstaklingsins eða hefðbundin gildi, þar sem þeim finnst sem slíkar kröfur setji óraunhæfar skyldur á herðar þeirra. Þegar samúð er tengd við “woke” stimpilinn, verður hún ekki aðeins vanmetin heldur einnig útskúfuð sem eitthvað sem tilheyri aðeins ákveðnum hópum eða pólitískum hreyfingum. Þetta getur haft þær afleiðingar að einstaklingar forðast að sýna samkennd eða tala fyrir réttlæti af ótta við að verða útskúfaðir eða settir í hólf. En á bak við þessa mótstöðu má einnig greina ótta við breytingar. Að sýna samúð og standa fyrir réttlæti krefst þess að við horfumst í augu við eigin forréttindi og samfélagslegt óréttlæti – eitthvað sem getur vissulega verið óþægilegt og krefjandi. En er það virkilega merki um veikleika að krefjast réttlætis eða að vilja bæta kjör annarra? Þvert á móti er það oft hugrekki að horfa út fyrir eigin þarfir og viðurkenna þörfina fyrir sameiginlega velferð. Þegar samúð er stimpluð sem “woke” eða “aumingjaskapur” missir umræðan af mikilvægi hennar fyrir heilbrigð og réttlát samfélög. Í stað þess að úthrópa þessi gildi ætti að viðurkenna þau sem grundvöll fyrir betra lífi fyrir alla. Við sósíalistar gerum okkur grein fyrir þessu. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Húmanismi í anda Upplýsingarinnar virðist nú vera á undanhaldi í hinum vestræna heimi, nánast hvert sem lítið er. Skynsemi, siðfræði, samúð og réttlæti eru hugtök sem litin eru hornauga og jafnvel sem “aumingjaskapur” og stimpluð sem “woke” og endurspeglar þetta ákveðinn menningarlegan klofning sem hefur verið að dýpka í samfélaginu. Hugtakið “woke”, sem upphaflega lýsti vakningu gagnvart félagslegu óréttlæti og þörfinni á aðgerðum til að uppræta mismunun, hefur í sumum hópum fengið neikvætt yfirbragð. Það er nú oft notað á niðrandi hátt til að afgreiða fólk sem vill leggja áherslu á mannréttindi og samúð sem óraunsæja eða jafnvel veika. Þessi afstaða byggir að hluta til á gömlum rótgrónum gildum sem leggja áherslu á hörku, sjálfsbjargarviðleitni og óskerta einstaklingshyggju. Samúð og krafa um réttlæti krefjast hins vegar þess að við viðurkennum að samfélagið er samtvinnað og að hagsmunir heildarinnar skipta máli. Þeir sem hafna þessum gildum líta stundum á þau sem ógn við frelsi einstaklingsins eða hefðbundin gildi, þar sem þeim finnst sem slíkar kröfur setji óraunhæfar skyldur á herðar þeirra. Þegar samúð er tengd við “woke” stimpilinn, verður hún ekki aðeins vanmetin heldur einnig útskúfuð sem eitthvað sem tilheyri aðeins ákveðnum hópum eða pólitískum hreyfingum. Þetta getur haft þær afleiðingar að einstaklingar forðast að sýna samkennd eða tala fyrir réttlæti af ótta við að verða útskúfaðir eða settir í hólf. En á bak við þessa mótstöðu má einnig greina ótta við breytingar. Að sýna samúð og standa fyrir réttlæti krefst þess að við horfumst í augu við eigin forréttindi og samfélagslegt óréttlæti – eitthvað sem getur vissulega verið óþægilegt og krefjandi. En er það virkilega merki um veikleika að krefjast réttlætis eða að vilja bæta kjör annarra? Þvert á móti er það oft hugrekki að horfa út fyrir eigin þarfir og viðurkenna þörfina fyrir sameiginlega velferð. Þegar samúð er stimpluð sem “woke” eða “aumingjaskapur” missir umræðan af mikilvægi hennar fyrir heilbrigð og réttlát samfélög. Í stað þess að úthrópa þessi gildi ætti að viðurkenna þau sem grundvöll fyrir betra lífi fyrir alla. Við sósíalistar gerum okkur grein fyrir þessu. Höfundur er sósíalisti.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun