Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2025 15:33 Verðhækkanir á tölvuleikjum eru í kortunum. Útgefendur tölvuleikja eru sagðir binda vonir við það að Rockstar, sem gefa mun út leikinn Grand Theft Auto 6 á árinu, muni ríða á vaðið og selja leikinn á allt að hundrað dali, í stað þessa hefðbundnu sjötíu. Stórir og umfangsmiklir tölvuleikirnir höfðu lengi flestir kostað sextíu dali en þær hækkuðu upp úr 2020 í sjötíu dali. Á sama tíma hefur kostnaður við gerð tölvuleikja aukist til muna. Grand Theft Auto 5 var þegar hann kom út árið 2013 dýrasti leikur sögunnar en talið er að framleiðslan hafi kostað 265 milljónir dala. Sjá einnig: Enn ein útgáfan og sú besta, aftur Hann varð þó fljótt einhver vinsælasti tölvuleikur heimsins og náði árið 2018 þeim áfanga að verða arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar. Þá höfðu Rockstar og Take Two þénað um sex milljarða dala af honum. Búist er við því að GTA 6 muni slá gamla met GTA 5 í framleiðslukostnaði og það töluvert, þó lítið af upplýsingum um kostnað hafi litið dagsins ljós enn sem komið er. Matthew Ball, greinandi sem gaf nýverið út skýrslu um stöðu leikjaiðnaðarins og væntingar til ársins 2025, segir að ef GTA 6 muni kosta sjötíu dali, verði það ódýrasti leikurinn í seríunni, með tilliti til verðbólgu. Eigi verðþróunin að halda í við verðbólgu ætti verðið að vera um 91 dalur. Hann segir að leikjaframleiðendur vonist til þess að GTA 6 muni kosta í það minnsta áttatíu dali og jafnvel hundrað. Það myndi gera öðrum kleift að hækka verðið heilt yfir. Sjötíu dala leikir myndu kosta áttatíu og sextíu dala leikir færu upp í sjötíu, til dæmis. Michael Douse , útgáfustjóri Larian, sem gáfu út hinn vinsæla leik Baldur‘s Gate 3, tjáði sig um skýrsluna á sunnudaginn. Þar sagði hann Ball vera að segja upphátt það sem talað hefði verið um innan geirans. Douse sagði leikjaverð ekki hafa hækkað með verðbólgu. Tók hann einnig fram að það væri ekki stærsta ástæða þess að leikjaiðnaðurinn væri „í skítnum“ þessa dagana en það væri þrátt fyrir það óþægilegur sannleikur. A good company raises salaries in line with inflation so that their staff don’t die or something, but games prices haven’t risen with inflation. This isn’t the reason the industry is in the shit for now, but it is an uncomfortable truth. On the other hand, the responsibility for…— Very AFK (@Cromwelp) January 19, 2025 GTA 6 á að óbreyttu að koma út í haust en útgáfudagur hans hefur ekki verið staðfestur. Leikjavísir Tengdar fréttir Ný Switch kynnt til leiks Nintendo, japanska tölvuleikjafyrirtækið víðfræga, kynnti í dag nýja leikjatölvu til leiks. Hún kallast Nintendo Switch 2 og á að sjást í hillum verslana einhvern tímann á þessu ári. 16. janúar 2025 13:47 Leikirnir sem beðið er eftir Á þessum myrkustu tímum ársins er fólki hollt að rísa upp úr hversdagslegri eymdinni og líta til framtíðar. Að hætta að hjakka sífellt í sama gamla, og djúpa, farinu og líta jákvæðum augum til betri tíma og nýrra tölvuleikja. Út við sjóndeildarhringinn má nefnilega sjá glitta í GTA 6 en vonum að það sé ekki hilling. 8. janúar 2025 09:02 Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Verðlaunahátíðin Game awards fóru fram í tíunda sinn í gær. Þar voru helstu leikir þessa árs heiðraðir en einnig var hitað upp fyrir leiki næstu ára. Þó nokkrir leikir voru kynntir til sögunnar í fyrsta sinn með stiklum. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Stórir og umfangsmiklir tölvuleikirnir höfðu lengi flestir kostað sextíu dali en þær hækkuðu upp úr 2020 í sjötíu dali. Á sama tíma hefur kostnaður við gerð tölvuleikja aukist til muna. Grand Theft Auto 5 var þegar hann kom út árið 2013 dýrasti leikur sögunnar en talið er að framleiðslan hafi kostað 265 milljónir dala. Sjá einnig: Enn ein útgáfan og sú besta, aftur Hann varð þó fljótt einhver vinsælasti tölvuleikur heimsins og náði árið 2018 þeim áfanga að verða arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar. Þá höfðu Rockstar og Take Two þénað um sex milljarða dala af honum. Búist er við því að GTA 6 muni slá gamla met GTA 5 í framleiðslukostnaði og það töluvert, þó lítið af upplýsingum um kostnað hafi litið dagsins ljós enn sem komið er. Matthew Ball, greinandi sem gaf nýverið út skýrslu um stöðu leikjaiðnaðarins og væntingar til ársins 2025, segir að ef GTA 6 muni kosta sjötíu dali, verði það ódýrasti leikurinn í seríunni, með tilliti til verðbólgu. Eigi verðþróunin að halda í við verðbólgu ætti verðið að vera um 91 dalur. Hann segir að leikjaframleiðendur vonist til þess að GTA 6 muni kosta í það minnsta áttatíu dali og jafnvel hundrað. Það myndi gera öðrum kleift að hækka verðið heilt yfir. Sjötíu dala leikir myndu kosta áttatíu og sextíu dala leikir færu upp í sjötíu, til dæmis. Michael Douse , útgáfustjóri Larian, sem gáfu út hinn vinsæla leik Baldur‘s Gate 3, tjáði sig um skýrsluna á sunnudaginn. Þar sagði hann Ball vera að segja upphátt það sem talað hefði verið um innan geirans. Douse sagði leikjaverð ekki hafa hækkað með verðbólgu. Tók hann einnig fram að það væri ekki stærsta ástæða þess að leikjaiðnaðurinn væri „í skítnum“ þessa dagana en það væri þrátt fyrir það óþægilegur sannleikur. A good company raises salaries in line with inflation so that their staff don’t die or something, but games prices haven’t risen with inflation. This isn’t the reason the industry is in the shit for now, but it is an uncomfortable truth. On the other hand, the responsibility for…— Very AFK (@Cromwelp) January 19, 2025 GTA 6 á að óbreyttu að koma út í haust en útgáfudagur hans hefur ekki verið staðfestur.
Leikjavísir Tengdar fréttir Ný Switch kynnt til leiks Nintendo, japanska tölvuleikjafyrirtækið víðfræga, kynnti í dag nýja leikjatölvu til leiks. Hún kallast Nintendo Switch 2 og á að sjást í hillum verslana einhvern tímann á þessu ári. 16. janúar 2025 13:47 Leikirnir sem beðið er eftir Á þessum myrkustu tímum ársins er fólki hollt að rísa upp úr hversdagslegri eymdinni og líta til framtíðar. Að hætta að hjakka sífellt í sama gamla, og djúpa, farinu og líta jákvæðum augum til betri tíma og nýrra tölvuleikja. Út við sjóndeildarhringinn má nefnilega sjá glitta í GTA 6 en vonum að það sé ekki hilling. 8. janúar 2025 09:02 Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Verðlaunahátíðin Game awards fóru fram í tíunda sinn í gær. Þar voru helstu leikir þessa árs heiðraðir en einnig var hitað upp fyrir leiki næstu ára. Þó nokkrir leikir voru kynntir til sögunnar í fyrsta sinn með stiklum. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Ný Switch kynnt til leiks Nintendo, japanska tölvuleikjafyrirtækið víðfræga, kynnti í dag nýja leikjatölvu til leiks. Hún kallast Nintendo Switch 2 og á að sjást í hillum verslana einhvern tímann á þessu ári. 16. janúar 2025 13:47
Leikirnir sem beðið er eftir Á þessum myrkustu tímum ársins er fólki hollt að rísa upp úr hversdagslegri eymdinni og líta til framtíðar. Að hætta að hjakka sífellt í sama gamla, og djúpa, farinu og líta jákvæðum augum til betri tíma og nýrra tölvuleikja. Út við sjóndeildarhringinn má nefnilega sjá glitta í GTA 6 en vonum að það sé ekki hilling. 8. janúar 2025 09:02
Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Verðlaunahátíðin Game awards fóru fram í tíunda sinn í gær. Þar voru helstu leikir þessa árs heiðraðir en einnig var hitað upp fyrir leiki næstu ára. Þó nokkrir leikir voru kynntir til sögunnar í fyrsta sinn með stiklum. 13. desember 2024 14:46