Handbolti

Græn­höfða­eyjar og Síle í milli­riðil

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már Elísson í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum fyrr á mótinu.
Bjarki Már Elísson í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum fyrr á mótinu. Vísir/Vilhelm

Grænhöfðaeyjar og Síle urðu síðustu tvær þjóðirnar til að tryggja sér sæti í milliriðli heimsmeistaramóts karla í handbolta sem nú fer fram í Danmörku, Noregi og Króatíu.

Grænhöfðaeyjar, sem eru með Íslandi í G-riðli, lögðu Kúbu með tíu marka mun í lokaumferð riðlakeppninnar, lokatölur 38-28. Grænhöfðaeyjar fara því án stiga inn í milliriðil á meðan Kúba fer í Forsetabikarinn.

Klukkan 19.30 hefst leikur Íslands og Slóveníu um toppsæti G-riðils. Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi.

Í F-riðli vann Síle fimm marka sigur á Japan, 31-26. Síle fer því stigalaust í milliriðil á meðan Japan fer í Forsetabikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×