Íslenski boltinn

Seldu treyjur Orra á upp­boði fyrir fjöl­skyldu Maciej

Sindri Sverrisson skrifar
Tvær treyjur frá Orra Óskarssyni fóru fyrir samtals 500.000 krónur.
Tvær treyjur frá Orra Óskarssyni fóru fyrir samtals 500.000 krónur. Facebook.com/fylkir

Karlalið Fylkis í fótbolta seldi tvær treyjur frá landsliðsmanninum Orra Óskarssyni fyrir samtals hálfa milljón króna, á uppboði á herrakvöldi félagsins á dögunum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fylkismanna.

Markmið uppboðsins var að safna peningum fyrir fjölskyldu Maciej Andrzej, Fylkismannsins unga sem lést á Ítalíu um jólin þegar bíl var ekið á hann, aðeins tíu ára að aldri.

Einnig var verið að safna peningum í Indriðasjóð, sjóð til minningar um Indriða Einarsson sem varð brákvaddur liðlega tvítugur að aldri, árið 1992, en hann var leikmaður Fylkis. Indriðasjóður hefur þann tilgang að styrkja efnilega iðkendur Fylkis sem koma frá efnaminni heimilum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×