Handbolti

HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópa­voginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry Birgir og landsliðsmaðurinn frá Kúbu báðir sáttir við sinn hlut.
Henry Birgir og landsliðsmaðurinn frá Kúbu báðir sáttir við sinn hlut. vísir/vilhelm

Það dregur verulega til tíðinda í HM í dag er stjórnendur þáttarins hittu kúbverska landsliðsmanninn sem ætlaði að selja þeim vindla frá heimalandinu.

Eftir nokkurra daga samningaviðræður við landsliðsmanninn unga var komið að því að hitta hann og sjá hvort hægt væri að ganga frá viðskiptunum.

Upphaf þessa máls má rekja til þess er HM-teymi íþróttadeildar flaug með landsliðsmanninum frá Frankfurt til Zagreb. Þá sat hann við hlið Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara úr Kópavogi, og það samtal bar heldur betur árangur. Kúbuvindlarnir eru á leið í Kópavoginn.

Klippa: HM í dag #3 - Kúbuvindlarnir í Kópavoginn

Þá kom einnig upp annað skemmtilegt mál á hóteli landsliðanna í dag er það uppgötvaðist að TV2 í Danmörku hefði tekið feil á sjónvarpsmanninum Einari Erni Jónssyni og þjálfaranum Einari Jónssyni.

Vildi svo skemmtilega til að maður frá TV2 var staddur á hótelinu þannig að Einar Örn gat vaðið í málið og knúið fram leiðréttingu. Þetta kætti fjölmiðlamenn svo ekki sé meira sagt.

Sjón er sögu ríkari í HM í dag.


Tengdar fréttir

HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi

Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×