Fótbolti

Hákon skoraði í endurkomusigri Lille

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson er kominn með fjögur mörk fyrir Lille á tímabilinu.
Hákon Arnar Haraldsson er kominn með fjögur mörk fyrir Lille á tímabilinu. Getty/Image Photo Agency

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille unnu góðan 2-1 sigur á Nice í frönsku fótboltadeildinni í kvöld.

Nice var yfir í hálfleik en Hákon kom sínum mönnum á bragðið í byrjun seinni hálfleik.

Fimmtán mínútum eftir mark Hákonar þá kom liðsfélagi hans, Bafodé Diakité, Lille yfir. Það reyndist vera sigurmarkið í leiknum.

Hákon skoraði markið sitt á 48. mínútu eftir stoðsendingu frá Jonathan David. Hann fékk boltann í teignum og skoraði með hægri fótar skoti upp í blahornið.

Sofiane Diop hafði komið Nice í 1-0 á 29. mínútu.

Sigurinn kom Lille upp í þriðja sætið og upp fyrir bæði Mónakó og Nice. Þetta var líka fyrsti sigur liðsins í nokkurn tíma eftir þrjú jafntefli í röð.

Hákon var þarna að skora sitt fjórða mark á tímabilinu þar af sitt annað mark í frönsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×