Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 17. janúar 2025 08:03 Einar Jónsson, þjálfari Fram og einn af sérfræðingum hlaðvarpsins Besta sætið hafði eitt og annað að segja um frammistöðu íslenka karlalandsliðsins í handbolta eftir þrettán marka sigur gegn Grænhöfðaeyjum í gær. Vísir/Samsett mynd Íslenska karlalandsliðið hóf vegferð sína á HM í handbolta með þrettán marka sigri gegn Grænhöfðaeyjum. Rætt var um frammistöðuna í Besta sætinu þar sem að sérfræðingar þáttarins létu þennan sigur á móti liði „sem ætti erfitt með að halda sér í Olís deildinni“ ekki slá ryki í augun á sér. Margt gott við leik íslenska liðsins en mikið rými til bætinga. Þeir Einar Jónsson, þjálfari Fram og Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka sem og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, voru sérfræðingar þáttarins. Aðspurður sagði Einar tilfinningar sínar varðandi frammistöðu íslenska landsliðsins í leiknum vera beggja blands. „Bara svona já og nei. Fínt að vinna þetta, en mótstaðan var engin. Þetta lið væri í basli með að halda sér í Olís deildinni. Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætur, ekki mikið meira en það. Seinni hálfleikurinn var síðan bæði leiðinlegur og lélegur. Hræðir mig svolítið fyrir framhaldið, ég verð að segja það.“ „Við vorum á pari“ Heilt yfir var Ásgeir Örn sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins. „Þrettán marka sigur, við fáum á okkur tuttugu og eitt mark. Jú ég held við getum alveg verið þokkalega sáttir með þetta. Ég er hins vegar alveg sammála Einari, þetta var arfaslakt og illa skipulagt lið sem við vorum að mæta. Bara lélegir.“ „Ég var einmitt að hugsa það yfir leiknum á rétt tæplega fertugustu mínútu að þetta væri bara helvíti fínt. Ef við myndum halda dampi yrði ég helvíti sáttur með þetta. En þá kom bara helvíti vondur kafli. Fórum úr fjórtán marka forystu niður í níu, fimm sóknir í röð sem við skorum ekki og þeir skora fimm í röð. Mér fannst þetta mjög lélegt. En við náðum aðeins að slá frá okkur. Það er erfitt að halda þetta út. Við vorum á pari með þessum þrettán marka sigri.“ Ásgeir Örn Hallgrímsson Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta sýndi mér það ekki“ Fyrir fram hefur lokaleiknum við Slóveníu verið stillt upp sem úrslitaleik riðilsins. Formsatriði sé að vinna Grænhöfðaeyjar og Kúbu. Einar er að mörgu leiti til sammála Ásgeiri en segir núverandi landslið ekki geta tileinkað sér þá hugsun sem Ásgeir Örn og liðsfélagar hans í fyrra landsliði gátu tileinkað sér. „Ég skil alveg hvað Ásgeir er að fara,“ bætti Einar svo við. „Með allan sinn landsliðsferil að baki, sem var frábær, og hann spilaði í frábæru landsliði. Lið sem hefði alveg geta labbað úr svona leik og hugsað með sér: „Við gerðum okkar og vitum alveg hvaða leikur það er sem á endanum skiptir máli.“ Ég skil alveg hvaðan hann kemur. En mér finnst þetta landslið sem við höfum núna ekki hafa efni á þessu. Þeir verða sýna okkur það, í hverjum einasta leik, að það séu framfarir. Að þeir séu á réttri leið og að það sé eitthvað að fara gerast framu. Þetta sýndi mér það ekki.“ Hægt er að hlusta á ítarlegt uppgjör þeirra félaga í Besta sætinu hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á helstu hlaðvarpsveitum. Næsti leikur Íslands á HM er á laugardaginn kemur gegn Kúbu. Helstu fréttir af HM má finna hér á Vísi daglega. Besta sætið Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Fleiri fréttir Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Sjá meira
Þeir Einar Jónsson, þjálfari Fram og Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka sem og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, voru sérfræðingar þáttarins. Aðspurður sagði Einar tilfinningar sínar varðandi frammistöðu íslenska landsliðsins í leiknum vera beggja blands. „Bara svona já og nei. Fínt að vinna þetta, en mótstaðan var engin. Þetta lið væri í basli með að halda sér í Olís deildinni. Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætur, ekki mikið meira en það. Seinni hálfleikurinn var síðan bæði leiðinlegur og lélegur. Hræðir mig svolítið fyrir framhaldið, ég verð að segja það.“ „Við vorum á pari“ Heilt yfir var Ásgeir Örn sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins. „Þrettán marka sigur, við fáum á okkur tuttugu og eitt mark. Jú ég held við getum alveg verið þokkalega sáttir með þetta. Ég er hins vegar alveg sammála Einari, þetta var arfaslakt og illa skipulagt lið sem við vorum að mæta. Bara lélegir.“ „Ég var einmitt að hugsa það yfir leiknum á rétt tæplega fertugustu mínútu að þetta væri bara helvíti fínt. Ef við myndum halda dampi yrði ég helvíti sáttur með þetta. En þá kom bara helvíti vondur kafli. Fórum úr fjórtán marka forystu niður í níu, fimm sóknir í röð sem við skorum ekki og þeir skora fimm í röð. Mér fannst þetta mjög lélegt. En við náðum aðeins að slá frá okkur. Það er erfitt að halda þetta út. Við vorum á pari með þessum þrettán marka sigri.“ Ásgeir Örn Hallgrímsson Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta sýndi mér það ekki“ Fyrir fram hefur lokaleiknum við Slóveníu verið stillt upp sem úrslitaleik riðilsins. Formsatriði sé að vinna Grænhöfðaeyjar og Kúbu. Einar er að mörgu leiti til sammála Ásgeiri en segir núverandi landslið ekki geta tileinkað sér þá hugsun sem Ásgeir Örn og liðsfélagar hans í fyrra landsliði gátu tileinkað sér. „Ég skil alveg hvað Ásgeir er að fara,“ bætti Einar svo við. „Með allan sinn landsliðsferil að baki, sem var frábær, og hann spilaði í frábæru landsliði. Lið sem hefði alveg geta labbað úr svona leik og hugsað með sér: „Við gerðum okkar og vitum alveg hvaða leikur það er sem á endanum skiptir máli.“ Ég skil alveg hvaðan hann kemur. En mér finnst þetta landslið sem við höfum núna ekki hafa efni á þessu. Þeir verða sýna okkur það, í hverjum einasta leik, að það séu framfarir. Að þeir séu á réttri leið og að það sé eitthvað að fara gerast framu. Þetta sýndi mér það ekki.“ Hægt er að hlusta á ítarlegt uppgjör þeirra félaga í Besta sætinu hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á helstu hlaðvarpsveitum. Næsti leikur Íslands á HM er á laugardaginn kemur gegn Kúbu. Helstu fréttir af HM má finna hér á Vísi daglega.
Besta sætið Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Fleiri fréttir Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Sjá meira
Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32
„Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25
„Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19
Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50