Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Íþróttadeild Vísis skrifar 16. janúar 2025 21:46 Orri Freyr Þorkelsson fær spaðafimmu frá aldursforseta liðsins, Björgvini Páli Gústavssyni. vísir/Vilhelm Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. Íslendingar tóku strax völdin, komust í 8-2 og leiddu með tíu mörkum í hálfleik, 18-8. Strákarnir okkar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu mest fjórtán marka forskoti. Eftir það kom smá losarabragur á íslenska liðið og Grænhöfðaeyjar skoruðu fimm mörk í röð. Okkar menn stigu þá aftur á bensíngjöfina og unnu á endanum þrettán marka sigur, 34-21. Íslensku hornamennirnir höfðu úr miklu að moða í leiknum og skoruðu samtals tuttugu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu og vörnin var lengst af gríðarlega sterk. Byrjunarliðið stóð fyrir sínu en mönnunum sem komu inn af bekknum gekk misvel að setja mark sitt á leikinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Grænhöfðaeyjum: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (11 varin skot - 37:53 mín.) Var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann tók átta af þeim ellefu skotum sem hann varði í leiknum. Endaði með fimmtíu prósent hlutfallsmarkvörslu sem er ekki hægt að kvarta yfir. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 5 (8/3 mörk - 30:05 mín.) Glansaði í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti. Spilaði allan fyrri hálfleik og skoraði þá sex mörk. Bætti svo tveimur vítamörkum við í seinni hálfleik og endaði markahæstur á vellinum. Sýndi gríðarlega öryggi í færunum sínum. Geislar af sjálfstrausti og er að spila frábærlega um þessar mundir. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 36:09 mín.) Gríðarlega öflugur í miðri vörninni og stöðvaði ófáar sóknir Grænhöfðeyinga. Stal boltanum í þrígang. Klikkaði á fyrstu þremur skotunum sínum en skoraði úr næstu þremur og gaf fjórar stoðsendingar. Flottur leikur hjá Selfyssingnum. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 34:14 mín.) Mjög sterkur í vörninni og átti stóran þátt í því að Ísland fékk aðeins 21 mark á sig. Stýrði sókninni vel, skoraði tvö mörk og gaf sex stoðsendingar. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 40:35 mín.) Hefur oft farið meira fyrir Viggó en hann skilaði skínandi góðri frammistöðu. Varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Seltirningurinn gerði sitt lítið að hverju í sókninni. Hann skoraði þrjú mörk, gaf sex stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 4 (5/1 mörk - 28:51 mín.) Var í markakeppni við Orra í fyrri hálfleik og skoraði þá fimm mörk. Klikkaði á einu víti og einu skoti til en skilaði sínu. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 4 (1 mark - 48:21 mín.) Stýrði vörninni og var grjótharður í baráttunni við líkamlega sterka leikmenn Grænhöfðaeyja. Fékk ekki úr miklu að moða í sókninni. Spilaði mest íslensku leikmannanna í leiknum. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 2 (3 varin skot - 19:37 mín.) Kom inn á þegar um tuttugu mínútur voru eftir, á versta kafla íslenska liðsins í leiknum. Varði aðeins þrjú skot af þeim þrettán sem hann fékk á sig en gaf tvær stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 19:38 mín.) Magdeburgar-maðurinn sýndi ekki sparihliðarnar í kvöld. Komst aldrei í neinn takt við leikinn og tapaði boltanum fjórum sinnum. Verður að nýtast íslenska liðinu betur en hann gerði í þessum leik. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (0 mörk - 11:20 mín.) Klikkaði á eina skotinu sem hann tók og fékk svo rauða spjaldið fyrir afar klaufalegt brot. Fékk einnig rautt spjald í fyrri leiknum gegn Svíum. Verður að vera skynsamari í sínum aðgerðum og beisla keppnisskapið betur. Við þurfum á Elliða að halda. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 10:36 mín.) Fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti og nýtti þær ágætlega. Skoraði tvö glæsileg mörk með þrumuskotum. Náði svo sex stoppum í vörninni. Getur reynst íslenska liðinu mjög dýrmætur í framhaldinu. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 24:37 mín.) Spilaði megnið af seinni hálfleiknum en gerði engar rósir. Klikkaði á tveimur skotum og fékk tvær brottvísanir. Teitur verður að gera betur þegar hann fær tækifæri. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3 (4 mörk - 27:34 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn og komst vel frá sínu. Skoraði einu sinni í autt markið, einu sinni úr hraðaupphlaupi, einu sinni af línu og einu sinni úr vinstra horninu. Virðist vera kominn aðeins í skuggann af Orra. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 29:48 mín.) Skipti við Óðin í hálfleik. Klúðraði fyrsta skotinu sínu en skoraði úr næstu þremur. Fínt dagsverk hjá Sigvalda. Sveinn Jóhannsson, línumaður - 2 (0 mörk - 5:51 mín.) Virkaði hálf týndur þær fáu mínútur sem hann fékk. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi/vinstri skytta - 3 (1 mark - 15:42 mín.) Kom frekar seint inn á og lék aðeins síðasta fjórðung leiksins. Skoraði eitt mark og opnaði vel fyrir samherja sína. Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 4 Íslenska liðið lék mjög vel í kvöld og fyrir utan 5-0 kaflann um miðjan seinni hálfleik hlýtur Snorri að vera að mestu sáttur með frammistöðu íslenska liðsins. Vörnin var mjög sterk öflug, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Íslendingar skoruðu tólf mörk úr hraðaupphlaupum. Snorri hefði ef til vill getað látið Þorstein og Hauk fá fleiri mínútur og hann á enn eftir að fá það besta út úr Gísla. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Handbolti Dagskráin: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Sjá meira
Íslendingar tóku strax völdin, komust í 8-2 og leiddu með tíu mörkum í hálfleik, 18-8. Strákarnir okkar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu mest fjórtán marka forskoti. Eftir það kom smá losarabragur á íslenska liðið og Grænhöfðaeyjar skoruðu fimm mörk í röð. Okkar menn stigu þá aftur á bensíngjöfina og unnu á endanum þrettán marka sigur, 34-21. Íslensku hornamennirnir höfðu úr miklu að moða í leiknum og skoruðu samtals tuttugu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu og vörnin var lengst af gríðarlega sterk. Byrjunarliðið stóð fyrir sínu en mönnunum sem komu inn af bekknum gekk misvel að setja mark sitt á leikinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Grænhöfðaeyjum: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (11 varin skot - 37:53 mín.) Var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann tók átta af þeim ellefu skotum sem hann varði í leiknum. Endaði með fimmtíu prósent hlutfallsmarkvörslu sem er ekki hægt að kvarta yfir. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 5 (8/3 mörk - 30:05 mín.) Glansaði í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti. Spilaði allan fyrri hálfleik og skoraði þá sex mörk. Bætti svo tveimur vítamörkum við í seinni hálfleik og endaði markahæstur á vellinum. Sýndi gríðarlega öryggi í færunum sínum. Geislar af sjálfstrausti og er að spila frábærlega um þessar mundir. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 36:09 mín.) Gríðarlega öflugur í miðri vörninni og stöðvaði ófáar sóknir Grænhöfðeyinga. Stal boltanum í þrígang. Klikkaði á fyrstu þremur skotunum sínum en skoraði úr næstu þremur og gaf fjórar stoðsendingar. Flottur leikur hjá Selfyssingnum. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 34:14 mín.) Mjög sterkur í vörninni og átti stóran þátt í því að Ísland fékk aðeins 21 mark á sig. Stýrði sókninni vel, skoraði tvö mörk og gaf sex stoðsendingar. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 40:35 mín.) Hefur oft farið meira fyrir Viggó en hann skilaði skínandi góðri frammistöðu. Varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Seltirningurinn gerði sitt lítið að hverju í sókninni. Hann skoraði þrjú mörk, gaf sex stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 4 (5/1 mörk - 28:51 mín.) Var í markakeppni við Orra í fyrri hálfleik og skoraði þá fimm mörk. Klikkaði á einu víti og einu skoti til en skilaði sínu. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 4 (1 mark - 48:21 mín.) Stýrði vörninni og var grjótharður í baráttunni við líkamlega sterka leikmenn Grænhöfðaeyja. Fékk ekki úr miklu að moða í sókninni. Spilaði mest íslensku leikmannanna í leiknum. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 2 (3 varin skot - 19:37 mín.) Kom inn á þegar um tuttugu mínútur voru eftir, á versta kafla íslenska liðsins í leiknum. Varði aðeins þrjú skot af þeim þrettán sem hann fékk á sig en gaf tvær stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 19:38 mín.) Magdeburgar-maðurinn sýndi ekki sparihliðarnar í kvöld. Komst aldrei í neinn takt við leikinn og tapaði boltanum fjórum sinnum. Verður að nýtast íslenska liðinu betur en hann gerði í þessum leik. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (0 mörk - 11:20 mín.) Klikkaði á eina skotinu sem hann tók og fékk svo rauða spjaldið fyrir afar klaufalegt brot. Fékk einnig rautt spjald í fyrri leiknum gegn Svíum. Verður að vera skynsamari í sínum aðgerðum og beisla keppnisskapið betur. Við þurfum á Elliða að halda. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 10:36 mín.) Fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti og nýtti þær ágætlega. Skoraði tvö glæsileg mörk með þrumuskotum. Náði svo sex stoppum í vörninni. Getur reynst íslenska liðinu mjög dýrmætur í framhaldinu. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 24:37 mín.) Spilaði megnið af seinni hálfleiknum en gerði engar rósir. Klikkaði á tveimur skotum og fékk tvær brottvísanir. Teitur verður að gera betur þegar hann fær tækifæri. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3 (4 mörk - 27:34 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn og komst vel frá sínu. Skoraði einu sinni í autt markið, einu sinni úr hraðaupphlaupi, einu sinni af línu og einu sinni úr vinstra horninu. Virðist vera kominn aðeins í skuggann af Orra. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 29:48 mín.) Skipti við Óðin í hálfleik. Klúðraði fyrsta skotinu sínu en skoraði úr næstu þremur. Fínt dagsverk hjá Sigvalda. Sveinn Jóhannsson, línumaður - 2 (0 mörk - 5:51 mín.) Virkaði hálf týndur þær fáu mínútur sem hann fékk. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi/vinstri skytta - 3 (1 mark - 15:42 mín.) Kom frekar seint inn á og lék aðeins síðasta fjórðung leiksins. Skoraði eitt mark og opnaði vel fyrir samherja sína. Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 4 Íslenska liðið lék mjög vel í kvöld og fyrir utan 5-0 kaflann um miðjan seinni hálfleik hlýtur Snorri að vera að mestu sáttur með frammistöðu íslenska liðsins. Vörnin var mjög sterk öflug, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Íslendingar skoruðu tólf mörk úr hraðaupphlaupum. Snorri hefði ef til vill getað látið Þorstein og Hauk fá fleiri mínútur og hann á enn eftir að fá það besta út úr Gísla. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Handbolti Dagskráin: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Sjá meira