Innlent

Bárðarbunga skelfur, vopna­hlé og hjólaskautaat

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Öflugasta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Óvissustigi var í kjölfarið lýst yfir. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, mætir í myndver og fer yfir líklega þróun mála.

Samningamenn Hamas eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasa gegn því að gíslum verði sleppt úr haldi samtakanna. Við förum yfir samkomulagið sem koma á friði í nokkrar vikur.

Samninganefndir kennara og sveitarfélaga hafa verið boðaðar á fund í Karphúsinu á morgun eftir stutt hlé á samningaviðræðunum. Við ræðum við formann Kennarasambandsins í beinni.

Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Við fjöllum um málið og kíkjum einnig á nýliðaæfingu í svokölluðu hjólaskautaati. Í Sportpakkanum rýnum við í heimsmeistaramótið í handbolta sem hófst í dag og í Íslandi í dag hittir Sindri Sindrason skólastjóra Hörðuvallaskóla sem vill geta rekið slæma kennara en umbunað hinum.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×