Handbolti

Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viggó Kristjánsson er á leið á sitt sjötta stórmót.
Viggó Kristjánsson er á leið á sitt sjötta stórmót. vísir/vilhelm

Danski handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen hvetur fólk til að fylgjast sérstaklega vel með Viggó Kristjánssyni á heimsmeistaramótinu.

Í tilefni þess að HM hefst í dag valdi Boysen einn leikmann úr hverju liði á HM sem spennandi er að fylgjast með.

Viggó varð fyrir valinu í íslenska liðinu sem mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á HM á fimmtudaginn.

„Í fjarveru Ómars Inga Magnússonar þarf Viggó Kristjánsson að taka á sig mest að ábyrgðinni í hægri skyttustöðunni hjá Íslandi. Og skiljanlega. Hann hefur oft sýnt hversu hættulegur hann er þegar hann fær tækifæri fyrir framan markið,“ skrifar Boysen.

Viggó lék mikið í vináttulandsleikjunum gegn Svíþjóð í síðustu viku. Hann skoraði sex mörk í fyrri leiknum en fjögur í þeim seinni. Viggó hefur leikið 61 landsleik og skorað 175 mörk. Hann hefur verið með á öllum stórmótum síðan EM 2020.

Hjá fyrstu mótherjum Íslands á HM, Grænhöfðaeyjum, hvetur Boysen fólk til að hafa augun á fyrirliðanum og línumanninum Paulo Moreno sem leikur með Chartres í Frakklandi.

Boysen hvetur fólk svo til að fylgjast með Hanser Rodriguez hjá Kúbu (24 hornamanni Vardar) og Domen Makuc hjá Slóveníu (24 leikstjórnanda Barcelona).


Tengdar fréttir

Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi

Strákarnir okkar gætu enn þurft að glíma við landa sinn, Hafstein Óla Berg Ramos Rocha, í fyrsta leiknum á HM í handbolta. Hafsteinn hefur á ný verið kallaður inn í landsliðshóp Grænhöfðaeyja.

Utan vallar: Óróapúls óskast

Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót?

Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM

Ísland tapaði með tveimur mörkum í æfingaleik ytra gegn Svíþjóð, síðasta leik liðsins fyrir heimsmeistaramótið. Strákarnir okkar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega, lentu langt eftir á í fyrri hálfleik og þurftu, þrátt fyrir betri spilamennsku í seinni hálfleik, að sætta sig við 26-24 tap.

„Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“

Íslenska karlalandsliðið í handbolta á að setja stefnuna á 8-liða úrslit, hið minnsta, á komandi heimsmeistaramóti samkvæmt fyrrum landsliðsmanni. Margt má taka út úr jafntefli við sterkt lið Svía í gær.

HM úr sögunni hjá Arnari Frey

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður ekki með íslenska handboltalandsliðinu á HM vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Svíþjóð í gær.

„Það mikilvægasta sem við eigum“

Janus Daði Smárason segir íslenska landsliðið ávallt vera það sem er honum mikilvægast á ferlinum. Hann fagnaði þrítugsafmæli á dögunum en býr sig nú undir HM sem hefst í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×