Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2025 19:21 Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar segir að nú sé unnið að lokafrágangi á skýrslu stjórnarinnar til Alþingis vegna framkvæmd alþingiskosninganna. Stöð 2/Einar Alþingi kemur að öllum líkindum saman í fyrsta skipti frá kosningum eftir rétt rúman hálfan mánuð. Landskjörstjórn skilar þinginu skýrslu um framkvæmd kosninganna og einstök kæru- og álitamál á miðvikudag. Tvær kærur bárust yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi vegna kosninganna og eins má búast við einhverjum athugasemdum frá umboðsmönnum flokka í einstökum kjördæmum, sem yfirkjörstjórnir telja þó ekki breyta niðurstöðum kosninganna. Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir skýrslu verði skilað til undirbúningsnefndar Alþingis um framkvæmd kosninganna á miðvikudag. Ástríður Jóhannesdóttir segir alltaf alvarlegt ef atkvæði skili sér ekki á kjörstað fyrir tilstuðlan annarra en kjósandans.Stöð 2/Einar „Hlutverk landskjörstjórnar er að veita umsögn um þær kærur og athugasemdir sem koma fram og einnig um gildi ágreingsatkvæða sem hafa borist landskjörstjórn. Þetta á að vera rökstutt umsögn þar að lútandi en það er Alþingi sem tekur allar ákvarðanir um á grundvelli þessarar umsagnar,“ segir Ástríður. Í dag var síðan greint frá því að utankjörfundaratkvæði sem bárust á bæjarskrifstofuna í Kópavogi daginn fyrir kosningar, hafi ekki skilað sér til talningar. Í svari Pála Þórs Mássonar bæjarritara í Kópavogi til fréttastofu segir að atkvæðin hafi öll borist í einni póstsendingu og væru nú í öruggri geymslu hjá yfirkjörstjórn bæjarins. „Það er auðvitað alltaf alvarlegt mál ef atkvæði komast ekki til skila af ástæðum sem í rauninni er ekki hægt að rekja til einhvers sem kjósandi gerði eða gerði ekki. En í rauninni lítið hægt að gera þegar skaðinn er skeður,“ segir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. En á endanum er það samkvæmt lögum á ábyrgð kjósenda utankjörfunda að koma atkvæði sínu á leiðarenda. Nýkjörnir þingmenn hafa ekki haft mikið fyrir starfi frá kosningum en nú er útlit fyrir að Alþingi verði kallað saman hinn 29. janúar.Vísir/Vilhelm „Atkvæði sem ekki berast til kjördeildar fyrir lok kjörfundar á kjördag eru ekki tekin til skoðunar. - Hvað voru þetta mörg atkvæði? - Samkvæmt þeim upplýsingum sem landskjörstjórnin hefur fengið var um að ræða tuttugu og fimm atkvæði, eða atkvæðisbréf,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir. Landskjörstjórn hefur nú þegar tilkynnt 63 einstaklingum að þeir hafi náð kjöri til Alþingis. Kjör þeirra verður hins vegar ekki endanlega staðfest fyrr en undirbúningsnefnd Alþingis hefur farið yfir skýrslu landskjörstjórnar og lýst kjöri þingmanna. Landskjörstjórn er ekki úrskurðaraðili, heldur greinir aðeins frá framkvæmd kosninganna og athugasemdum við þær. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Tvær kærur bárust yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi vegna kosninganna og eins má búast við einhverjum athugasemdum frá umboðsmönnum flokka í einstökum kjördæmum, sem yfirkjörstjórnir telja þó ekki breyta niðurstöðum kosninganna. Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir skýrslu verði skilað til undirbúningsnefndar Alþingis um framkvæmd kosninganna á miðvikudag. Ástríður Jóhannesdóttir segir alltaf alvarlegt ef atkvæði skili sér ekki á kjörstað fyrir tilstuðlan annarra en kjósandans.Stöð 2/Einar „Hlutverk landskjörstjórnar er að veita umsögn um þær kærur og athugasemdir sem koma fram og einnig um gildi ágreingsatkvæða sem hafa borist landskjörstjórn. Þetta á að vera rökstutt umsögn þar að lútandi en það er Alþingi sem tekur allar ákvarðanir um á grundvelli þessarar umsagnar,“ segir Ástríður. Í dag var síðan greint frá því að utankjörfundaratkvæði sem bárust á bæjarskrifstofuna í Kópavogi daginn fyrir kosningar, hafi ekki skilað sér til talningar. Í svari Pála Þórs Mássonar bæjarritara í Kópavogi til fréttastofu segir að atkvæðin hafi öll borist í einni póstsendingu og væru nú í öruggri geymslu hjá yfirkjörstjórn bæjarins. „Það er auðvitað alltaf alvarlegt mál ef atkvæði komast ekki til skila af ástæðum sem í rauninni er ekki hægt að rekja til einhvers sem kjósandi gerði eða gerði ekki. En í rauninni lítið hægt að gera þegar skaðinn er skeður,“ segir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. En á endanum er það samkvæmt lögum á ábyrgð kjósenda utankjörfunda að koma atkvæði sínu á leiðarenda. Nýkjörnir þingmenn hafa ekki haft mikið fyrir starfi frá kosningum en nú er útlit fyrir að Alþingi verði kallað saman hinn 29. janúar.Vísir/Vilhelm „Atkvæði sem ekki berast til kjördeildar fyrir lok kjörfundar á kjördag eru ekki tekin til skoðunar. - Hvað voru þetta mörg atkvæði? - Samkvæmt þeim upplýsingum sem landskjörstjórnin hefur fengið var um að ræða tuttugu og fimm atkvæði, eða atkvæðisbréf,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir. Landskjörstjórn hefur nú þegar tilkynnt 63 einstaklingum að þeir hafi náð kjöri til Alþingis. Kjör þeirra verður hins vegar ekki endanlega staðfest fyrr en undirbúningsnefnd Alþingis hefur farið yfir skýrslu landskjörstjórnar og lýst kjöri þingmanna. Landskjörstjórn er ekki úrskurðaraðili, heldur greinir aðeins frá framkvæmd kosninganna og athugasemdum við þær.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira