Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar 13. janúar 2025 15:31 Íslenskt lýðræði byggir á grunnstoðum sem fela í sér að stjórnmálaflokkar virki sem lýðræðislegur vettvangur þar sem félagsmenn hafa tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum og móta stefnu. Við búum við kerfi þar sem vænst er að flokkar haldi landsfundi, þar sem forysta er kjörin á lýðræðislegan hátt, og kjördæmaráð sjá um að tryggja uppstillingu frambjóðenda í prófkjörum eða á annan lýðræðislegan hátt. Ég hef sjálfur tekið þátt í því að fjárframlög til stjórnmálaflokka væru nægileg til að viðhalda almennu félagsstarfi, halda flokkum gangandi og skapa vettvang fyrir félagsmenn til að móta samþykktir og stefnumál. Slík uppbygging er nauðsynleg fyrir virkt lýðræði og eflingu samfélagsins. Hins vegar stöndum við nú frammi fyrir alvarlegu vandamáli. Einn flokkur sem situr í ríkisstjórn fer þvert gegn þessum lýðræðislegu grunngildum. Sá flokkur heldur hvorki landsfundi né kjördæmaráðsfundi og heldur engan fjölmennan félagsfund þar sem málefnaskrá er mótuð. Þrátt fyrir þetta fær flokkurinn rífleg opinber framlög úr ríkissjóði, sem eru ætluð til að styðja flokkstarf og styrkja lýðræðislega þátttöku, en engu slíku er til að dreifa í þessu tilfelli. Þessi staða er óviðunandi. Hún vekur áleitnar spurningar: Er ásættanlegt að stjórnmálaflokkar, sem hafa enga lýðræðislega uppbyggingu og virkja ekki félagsstarf, fái opinber framlög? Eru samstarfsflokkar í ríkisstjórn tilbúnir að líta framhjá þessu og veita slíku skipulagi lögmæti með samstarfi sínu? Við verðum að spyrja okkur hvers konar lýðræði við viljum byggja upp. Ef stjórnmálaflokkar virka ekki á lýðræðislegan hátt, hvernig getum við vænst þess að þeir stuðli að lýðræðislegum vinnubrögðum í stjórnsýslu? Það er ekki bara á ábyrgð stjórnmálaflokka sjálfra heldur okkar allra, kjósenda og þegna, að halda vöku okkar og krefjast þess að flokkar sem þiggja fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum starfi í anda lýðræðis. Því ef lýðræðið rofnar innan flokkanna, þá mun það á endanum rofna í samfélaginu sjálfu. Hvað finnst þér? Er þetta í lagi? Eða þurfum við að krefjast breytinga? Lýðræði er ekki sjálfgefið – við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Svanur Guðmundsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt lýðræði byggir á grunnstoðum sem fela í sér að stjórnmálaflokkar virki sem lýðræðislegur vettvangur þar sem félagsmenn hafa tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum og móta stefnu. Við búum við kerfi þar sem vænst er að flokkar haldi landsfundi, þar sem forysta er kjörin á lýðræðislegan hátt, og kjördæmaráð sjá um að tryggja uppstillingu frambjóðenda í prófkjörum eða á annan lýðræðislegan hátt. Ég hef sjálfur tekið þátt í því að fjárframlög til stjórnmálaflokka væru nægileg til að viðhalda almennu félagsstarfi, halda flokkum gangandi og skapa vettvang fyrir félagsmenn til að móta samþykktir og stefnumál. Slík uppbygging er nauðsynleg fyrir virkt lýðræði og eflingu samfélagsins. Hins vegar stöndum við nú frammi fyrir alvarlegu vandamáli. Einn flokkur sem situr í ríkisstjórn fer þvert gegn þessum lýðræðislegu grunngildum. Sá flokkur heldur hvorki landsfundi né kjördæmaráðsfundi og heldur engan fjölmennan félagsfund þar sem málefnaskrá er mótuð. Þrátt fyrir þetta fær flokkurinn rífleg opinber framlög úr ríkissjóði, sem eru ætluð til að styðja flokkstarf og styrkja lýðræðislega þátttöku, en engu slíku er til að dreifa í þessu tilfelli. Þessi staða er óviðunandi. Hún vekur áleitnar spurningar: Er ásættanlegt að stjórnmálaflokkar, sem hafa enga lýðræðislega uppbyggingu og virkja ekki félagsstarf, fái opinber framlög? Eru samstarfsflokkar í ríkisstjórn tilbúnir að líta framhjá þessu og veita slíku skipulagi lögmæti með samstarfi sínu? Við verðum að spyrja okkur hvers konar lýðræði við viljum byggja upp. Ef stjórnmálaflokkar virka ekki á lýðræðislegan hátt, hvernig getum við vænst þess að þeir stuðli að lýðræðislegum vinnubrögðum í stjórnsýslu? Það er ekki bara á ábyrgð stjórnmálaflokka sjálfra heldur okkar allra, kjósenda og þegna, að halda vöku okkar og krefjast þess að flokkar sem þiggja fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum starfi í anda lýðræðis. Því ef lýðræðið rofnar innan flokkanna, þá mun það á endanum rofna í samfélaginu sjálfu. Hvað finnst þér? Er þetta í lagi? Eða þurfum við að krefjast breytinga? Lýðræði er ekki sjálfgefið – við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun