Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar 13. janúar 2025 09:03 Um áramót var gerð sú sérkennilega ráðstöfun að leggja niður störf þáverandi Réttindagæslumanna fatlaðs fólks hjá stjórnarráðinu og fela þau í staðinn einkaaðilum með ráðningu. Úr þessu spratt sparnaður hjá hinu opinbera, ef marka má yfirlýsingar ráðuneytisins, en um leið fóru reynslumiklir réttindagæslumenn og bakhjarlar fatlaðs fólks í atvinnuleit og á vit nýrra áskoranna, starfsmenn sem höfðu byggt upp ómetanlega sérfræðiþekkingu í þágu þeirra sem eiga undir högg að sækja. Einn blaðamaður benti á í færslu á samfélagsmiðlum að réttarvernd fatlaðs fólks ætti að vera tryggð fyrir í okkar samfélagi, til þess væru kærunefndir, lögreglan, saksóknarar, dómstólar, lögfræðingar og fleiri. En staðreyndin er sú að þessa stofnanir sumar hverjar búa yfir takmarkaðri sérþekkingu á réttindamálum fatlaðs fólks, rétt eins og reynslan sýnir. Réttindabrot gegn fötluðu fólki eru oft ósýnileg og langtum algengari en almennt er talið. Erfiðleikar fólks með fötlun í kerfinu stafa iðulega af skorti á innsýn, reynslu og nálgun sem tekur mið af einstökum aðstæðum fatlaðs fólks. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks hafa frá upphafi sinnt lögbundnu hlutverki sem sérfræðingar í réttindabrotum, viðeigandi aðlögun og stuðningi sem tekur mið af 12. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar er kveðið á um að fatlað fólk skuli njóta sömu lagalegu viðurkenningar og aðrir. Það er engin tilviljun að lögin um Réttindagæslu skylda þessa aðila (Réttindagæslumenn) til að vera milliliðir og málsvarar í samskiptum við lögreglu, dómstóla og stjórnsýslu, hlutverk sem krefst sérhæfðrar fagþekkingar, reynslu og trausts. Til að tryggja raunverulega réttarvernd fatlaðs fólks þurfa þessir einstaklingar að geta byggt upp langtímasamband við einstaklinga, lært að virða óhefðbundin tjáskipti og gengið inn í erfiðar aðstæður, til dæmis ef viðkomandi býr við ofbeldi eða kúgun. Að brjóta upp slíka þjónustu skyndilega er stórskaðlegt, því þekking og tengsl rofna. Innleiða þarf þá nýtt fólk inn í verklag og tryggja að farið sé eftir því. Afleiðingin er sú að fatlað fólk dregur úr leit sinni að réttlæti, það upplifir að það standi eitt og yfirgefið á meðan slík innleiðing stendur yfir. Enginn efast um að starfsmenn sem ráðnir hafa verið í stað fyrrum réttindagæslumanna séu færir fagmenn og vilji gera sitt besta. Staðreyndin er að þeir hafa ekki þá sértæku reynslu sem byggst hefur upp á þeim rúma áratug sem liðin er frá setningu laga um réttindagæslu og hafa ekki starfað eftir því verklagi sem lögin gera kröfu um og ráðuneytið setti árið 2015. Reynsla þeirra sem starfað hafa til fjölda ára við réttindagæslu er ómetanleg. Ljóst er að sú þekking sem var hefur ekki verið flutt yfir í nýtt umhverfi með fullnægjandi hætti þó mikill vilji hafi verið fyrir hendi að svo yrði. Enn og aftur situr því fatlað fólk eftir, svipt stöðugleika, tengslaneti og þeim vörnum sem eru nauðsynlegar til að fatlaðir einstaklingar njóta sömu lagalegu réttinda og ófatlaðir. Hér er ekki um að ræða „sérréttindi“, heldur óumdeilanlega réttarbót fyrir hóp sem samfélagið reynist allt of oft vanbúið að hlusta á. Ákvörðun um að leggja niður þessa mikilvægu sérfræðistöður og það án þess að tryggja fullnægjandi yfirfærslu þekkingar er því óskiljanlegt skref aftur á bak í réttindamálum fatlaðs fólks. Líkt og segir í bókinni Handbook of Human Resource Management Practice eftir Armstrong frá árinu 2014, skiptir vönduð og fagleg innleiðing starfsmanna sköpum fyrir árangur skipulagsheilda, þar sem slíkt móttökuferli tryggir samfellu í þjónustu, eykur starfsánægju og framleiðni, dregur úr líkum á mistökum eða óöryggi, auk þess að efla traust og styrkja tengsl starfsmanna við skipulagsheildir. Ef ráðherrar og aðrir ábyrgðaraðilar slíkrar ákvarðanatöku átta sig ekki á raunverulegum afleiðingum þessarar tímabundnu lausnar og telja hana farsæla, eru þeir á braut skammsýni. Það er augljós afturför að þurrka út ára- og áratugareynslu og víkja öflugum mannauði til hliðar. Þegar sérfræðiþekkingu er kollvarpað tapast ómetanleg reynsla sem er ekki aðgengileg í kjölfarið. Slíkar aðgerðir að ýta sérfræðiþekkingu til hliðar og takmarka faglegan stuðning eru aðferðir sem þekkjast víða þar sem valdi er beitt til að draga úr mannréttindum og viðhalda óréttlæti eins og Sally Engle Merry bendir á í bók sinni Human Rights and Gender Violence: Translating International Law into Local Justice geta stjórnvöld eða önnur ráðandi öfl með þessum hætti skapað aðstæður sem treysta misskiptingu og halda jaðarsettum hópum í varnarleysi. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, en spurningin er hvort þau hafi vilja, eða skýrleika til að viðurkenna alvarleika málsins og bregðast við af fullum þunga. Höfundur er fyrrum Réttindagæslu maður fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Um áramót var gerð sú sérkennilega ráðstöfun að leggja niður störf þáverandi Réttindagæslumanna fatlaðs fólks hjá stjórnarráðinu og fela þau í staðinn einkaaðilum með ráðningu. Úr þessu spratt sparnaður hjá hinu opinbera, ef marka má yfirlýsingar ráðuneytisins, en um leið fóru reynslumiklir réttindagæslumenn og bakhjarlar fatlaðs fólks í atvinnuleit og á vit nýrra áskoranna, starfsmenn sem höfðu byggt upp ómetanlega sérfræðiþekkingu í þágu þeirra sem eiga undir högg að sækja. Einn blaðamaður benti á í færslu á samfélagsmiðlum að réttarvernd fatlaðs fólks ætti að vera tryggð fyrir í okkar samfélagi, til þess væru kærunefndir, lögreglan, saksóknarar, dómstólar, lögfræðingar og fleiri. En staðreyndin er sú að þessa stofnanir sumar hverjar búa yfir takmarkaðri sérþekkingu á réttindamálum fatlaðs fólks, rétt eins og reynslan sýnir. Réttindabrot gegn fötluðu fólki eru oft ósýnileg og langtum algengari en almennt er talið. Erfiðleikar fólks með fötlun í kerfinu stafa iðulega af skorti á innsýn, reynslu og nálgun sem tekur mið af einstökum aðstæðum fatlaðs fólks. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks hafa frá upphafi sinnt lögbundnu hlutverki sem sérfræðingar í réttindabrotum, viðeigandi aðlögun og stuðningi sem tekur mið af 12. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar er kveðið á um að fatlað fólk skuli njóta sömu lagalegu viðurkenningar og aðrir. Það er engin tilviljun að lögin um Réttindagæslu skylda þessa aðila (Réttindagæslumenn) til að vera milliliðir og málsvarar í samskiptum við lögreglu, dómstóla og stjórnsýslu, hlutverk sem krefst sérhæfðrar fagþekkingar, reynslu og trausts. Til að tryggja raunverulega réttarvernd fatlaðs fólks þurfa þessir einstaklingar að geta byggt upp langtímasamband við einstaklinga, lært að virða óhefðbundin tjáskipti og gengið inn í erfiðar aðstæður, til dæmis ef viðkomandi býr við ofbeldi eða kúgun. Að brjóta upp slíka þjónustu skyndilega er stórskaðlegt, því þekking og tengsl rofna. Innleiða þarf þá nýtt fólk inn í verklag og tryggja að farið sé eftir því. Afleiðingin er sú að fatlað fólk dregur úr leit sinni að réttlæti, það upplifir að það standi eitt og yfirgefið á meðan slík innleiðing stendur yfir. Enginn efast um að starfsmenn sem ráðnir hafa verið í stað fyrrum réttindagæslumanna séu færir fagmenn og vilji gera sitt besta. Staðreyndin er að þeir hafa ekki þá sértæku reynslu sem byggst hefur upp á þeim rúma áratug sem liðin er frá setningu laga um réttindagæslu og hafa ekki starfað eftir því verklagi sem lögin gera kröfu um og ráðuneytið setti árið 2015. Reynsla þeirra sem starfað hafa til fjölda ára við réttindagæslu er ómetanleg. Ljóst er að sú þekking sem var hefur ekki verið flutt yfir í nýtt umhverfi með fullnægjandi hætti þó mikill vilji hafi verið fyrir hendi að svo yrði. Enn og aftur situr því fatlað fólk eftir, svipt stöðugleika, tengslaneti og þeim vörnum sem eru nauðsynlegar til að fatlaðir einstaklingar njóta sömu lagalegu réttinda og ófatlaðir. Hér er ekki um að ræða „sérréttindi“, heldur óumdeilanlega réttarbót fyrir hóp sem samfélagið reynist allt of oft vanbúið að hlusta á. Ákvörðun um að leggja niður þessa mikilvægu sérfræðistöður og það án þess að tryggja fullnægjandi yfirfærslu þekkingar er því óskiljanlegt skref aftur á bak í réttindamálum fatlaðs fólks. Líkt og segir í bókinni Handbook of Human Resource Management Practice eftir Armstrong frá árinu 2014, skiptir vönduð og fagleg innleiðing starfsmanna sköpum fyrir árangur skipulagsheilda, þar sem slíkt móttökuferli tryggir samfellu í þjónustu, eykur starfsánægju og framleiðni, dregur úr líkum á mistökum eða óöryggi, auk þess að efla traust og styrkja tengsl starfsmanna við skipulagsheildir. Ef ráðherrar og aðrir ábyrgðaraðilar slíkrar ákvarðanatöku átta sig ekki á raunverulegum afleiðingum þessarar tímabundnu lausnar og telja hana farsæla, eru þeir á braut skammsýni. Það er augljós afturför að þurrka út ára- og áratugareynslu og víkja öflugum mannauði til hliðar. Þegar sérfræðiþekkingu er kollvarpað tapast ómetanleg reynsla sem er ekki aðgengileg í kjölfarið. Slíkar aðgerðir að ýta sérfræðiþekkingu til hliðar og takmarka faglegan stuðning eru aðferðir sem þekkjast víða þar sem valdi er beitt til að draga úr mannréttindum og viðhalda óréttlæti eins og Sally Engle Merry bendir á í bók sinni Human Rights and Gender Violence: Translating International Law into Local Justice geta stjórnvöld eða önnur ráðandi öfl með þessum hætti skapað aðstæður sem treysta misskiptingu og halda jaðarsettum hópum í varnarleysi. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, en spurningin er hvort þau hafi vilja, eða skýrleika til að viðurkenna alvarleika málsins og bregðast við af fullum þunga. Höfundur er fyrrum Réttindagæslu maður fatlaðs fólks.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun