Sport

Dag­skráin í dag: Lög­mál leiksins og FA-bikarinn heldur á­fram

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lögmál leiksins verða á dagskrá í kvöld.
Lögmál leiksins verða á dagskrá í kvöld.

Einn leikur er á dagskrá enska bikarsins í knattspyrnu í kvöld og þá verður vikan í NBA-deildinni gerð upp í þættinum Lögmál leiksins.

Stöð 2 Sport 2

Lögmál leiksins hefjast klukkan 20:00 en þar fara Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar yfir allt það helsta í NBA-deildinni í vikunni.

Vodafone Sport

Leikur Milwall og Dagenham verður í beinni útsendingu klukkan 19:25 en sigurvegarinn mætir Leeds United á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×