„Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 22:32 Mikel Arteta ræðir hér við sína menn áður en framlengingin hófst á Emirates-leikvanginum í dag. Vísir/Getty Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum. Leikur Arsenal og Manchester United bauð upp á flest það sem einkennir góðan fótboltaleik. Liðin skoruðu sitt hvort markið í venjulegum leiktíma auk þess sem Manchester United missti mann af velli og Arsenal misnotaði vítaspyrnu. Í vítaspyrnukeppninni var það svo Kai Havertz sem var sá eini sem klikkaði en Altay Bayindir varði spyrnu hans. „Það er ótrúlegt að við skyldum ekki vinna. Það er í raun þannig sem er hægt að draga þetta saman. Yfirburðir okkar gagnvart andstæðingnum og allt sem við gerðum til að reyna að vinna. Við áttum þetta ekki skilið, við fengum ekki það sem við áttum skilið,“ sagði Arteta í viðtali eftir leik. „Það er þetta með að koma boltanum í netið. Við gerðum það einu sinni. Miðað við fjölda atvika, færa og vítaspyrna þá náðum við þessu ekki. Við förum ótrúlega sorgmæddir heim en ég get ekki verið stoltari af leikmönnunum mínum.“ Kai Havertz var sá eini sem klikkaði á víti í vítaspyrnukeppninni og Arteta ræddi við hann eftir leikinn. „Ég sagði við hann og allt liðið að ég elskaði þá. Sem einstaklingar og lið þá eru þeir frábærir.“ „Það er ótrúlegt hvað þetta lið gerir á þriggja daga fresti, sama hvað gerist síðan. Ég ætla ekki að missa sjónar á því. Ekki vegna úrslita í leikjum eða því við áttum ekki þessar reglur skilið. Hvað getum við gert betur, reynum að gera það. Það er erfitt að ná þessu, þetta snýst um tilfinningar og sjálfstraust.“ Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Leikur Arsenal og Manchester United bauð upp á flest það sem einkennir góðan fótboltaleik. Liðin skoruðu sitt hvort markið í venjulegum leiktíma auk þess sem Manchester United missti mann af velli og Arsenal misnotaði vítaspyrnu. Í vítaspyrnukeppninni var það svo Kai Havertz sem var sá eini sem klikkaði en Altay Bayindir varði spyrnu hans. „Það er ótrúlegt að við skyldum ekki vinna. Það er í raun þannig sem er hægt að draga þetta saman. Yfirburðir okkar gagnvart andstæðingnum og allt sem við gerðum til að reyna að vinna. Við áttum þetta ekki skilið, við fengum ekki það sem við áttum skilið,“ sagði Arteta í viðtali eftir leik. „Það er þetta með að koma boltanum í netið. Við gerðum það einu sinni. Miðað við fjölda atvika, færa og vítaspyrna þá náðum við þessu ekki. Við förum ótrúlega sorgmæddir heim en ég get ekki verið stoltari af leikmönnunum mínum.“ Kai Havertz var sá eini sem klikkaði á víti í vítaspyrnukeppninni og Arteta ræddi við hann eftir leikinn. „Ég sagði við hann og allt liðið að ég elskaði þá. Sem einstaklingar og lið þá eru þeir frábærir.“ „Það er ótrúlegt hvað þetta lið gerir á þriggja daga fresti, sama hvað gerist síðan. Ég ætla ekki að missa sjónar á því. Ekki vegna úrslita í leikjum eða því við áttum ekki þessar reglur skilið. Hvað getum við gert betur, reynum að gera það. Það er erfitt að ná þessu, þetta snýst um tilfinningar og sjálfstraust.“
Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira