„Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2025 08:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vísir/Ívar Íslenska karlalandsliðið í handbolta á að setja stefnuna á 8-liða úrslit, hið minnsta, á komandi heimsmeistaramóti samkvæmt fyrrum landsliðsmanni. Margt má taka út úr jafntefli við sterkt lið Svía í gær. Ísland og Svíþjóð skildu jöfn 31-31 í Kristanstad í Svíþjóð í fyrrakvöld. Liðin skiptust á forystunni en strákarnir okkar voru sterkir í síðari hálfleik og leiddu með tveimur þegar skammt var eftir. Svíar skoruðu hins vegar síðustu tvö mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrum landsliðsmaður segir greinilegt að menn hafi viljað bæta flæðið í sóknarleik liðsins. Það hafi heppnast og þónokkrir jákvæðir punktar sem hægt sé að taka úr leiknum. „Mér fannst við smá aggressívari varnarlega. Mér fannst svo Janus og Viggó fá frjálsara hlutverk þegar þeir geisast fram völlinn. Sóknarlega var miklu meira flæði, sem var risa vandamál á síðasta móti, hvað það var mikið hnoð og þungt. Það var margt jákvætt, fannst mér,“ segir Ásgeir. En hvað mátti betur fara hjá íslenska liðinu? „Mér fannst við ekki góðir hlaupa til baka, sem kom mjög á óvart, það er ákveðinn grunnur sem öll lið þurfa að hafa. Það var of mikið um hraðaupphlaup og seinni bylgju mörk (sem Ísland fékk á sig). Það var mjög vont. Svo vorum við að tapa einn á einn árásum, oft á ljótan hátt, mér fannst hjálparvörnin ekki lesa það nægilega vel. Það er svo sem hægt að slípa það saman en ég hef smá áhyggjur af því,“ segir Ásgeir. Eiga að komast í átta liða úrslit Það eru því vissulega bæði jákvæðir og neikvæðir punktar sem hægt er að taka út úr leik liðsins. Það er líklega nákvæmlega eins og Snorri Steinn Guðjónsson og hans þjálfarateymi vill hafa það til að fá skýrari mynd af áherslupunktum áður en farið verður í mótið, sem hefst á fimmtudag. Það komi sér vel að mæta eins sterku liði og Svíum en strákarnir okkar mæta þeim sænsku aftur í dag áður en flogið verður yfir til Króatíu. „Þetta er topp lið, á þeirra heimavelli og allt það. Þeir voru smá sjokkeraðir að vera ekki að vinna leikinn, held ég. Það veit á gott fyrir okkar spilamennsku,“ segir Ásgeir. En hvaða kröfur eigum við að gera til liðsins á þessu móti? „Mér finnst við geta alveg sett kröfur á þá. Við höfum sagt það svolítið oft að þeir séu alveg æðislegir en þetta hefur ekki verið að smella. Þetta hefur verið rosalega mikið næstum því. Stemningin er þannig að menn eru mjög varkárir á því, aðeins að passa sig á því, sérstaklega vegna þess að Ómar er ekki með og Aron dottinn út. En það er oft þá sem eitthvað gerist þannig að ég ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar,“ segir Ásgeir. Hvar endar liðið? „Eigum við ekki að segja að þeir komist í átta liða úrslit og svo skulum við taka þetta þaðan.“ Klippa: Jákvæðir og neikvæðir punktar Fleira kemur fram í viðtalinu við Ásgeir sem má sjá í heild í spilaranum. Ísland mætir Svíum í dag en hefur leik á HM á fimmtudag gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb. Því næst er leikur við Kúbu og svo verður síðasti leikur riðilsins við Slóveníu að líkindum eiginlegur fyrsti leikur í milliriðli. Strákunum okkar verður vel fylgt eftir í Króatíu og allar helstu fréttir af HM í handbolta má nálgast á undirsíðu sportsins á Vísi hér. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Ísland og Svíþjóð skildu jöfn 31-31 í Kristanstad í Svíþjóð í fyrrakvöld. Liðin skiptust á forystunni en strákarnir okkar voru sterkir í síðari hálfleik og leiddu með tveimur þegar skammt var eftir. Svíar skoruðu hins vegar síðustu tvö mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrum landsliðsmaður segir greinilegt að menn hafi viljað bæta flæðið í sóknarleik liðsins. Það hafi heppnast og þónokkrir jákvæðir punktar sem hægt sé að taka úr leiknum. „Mér fannst við smá aggressívari varnarlega. Mér fannst svo Janus og Viggó fá frjálsara hlutverk þegar þeir geisast fram völlinn. Sóknarlega var miklu meira flæði, sem var risa vandamál á síðasta móti, hvað það var mikið hnoð og þungt. Það var margt jákvætt, fannst mér,“ segir Ásgeir. En hvað mátti betur fara hjá íslenska liðinu? „Mér fannst við ekki góðir hlaupa til baka, sem kom mjög á óvart, það er ákveðinn grunnur sem öll lið þurfa að hafa. Það var of mikið um hraðaupphlaup og seinni bylgju mörk (sem Ísland fékk á sig). Það var mjög vont. Svo vorum við að tapa einn á einn árásum, oft á ljótan hátt, mér fannst hjálparvörnin ekki lesa það nægilega vel. Það er svo sem hægt að slípa það saman en ég hef smá áhyggjur af því,“ segir Ásgeir. Eiga að komast í átta liða úrslit Það eru því vissulega bæði jákvæðir og neikvæðir punktar sem hægt er að taka út úr leik liðsins. Það er líklega nákvæmlega eins og Snorri Steinn Guðjónsson og hans þjálfarateymi vill hafa það til að fá skýrari mynd af áherslupunktum áður en farið verður í mótið, sem hefst á fimmtudag. Það komi sér vel að mæta eins sterku liði og Svíum en strákarnir okkar mæta þeim sænsku aftur í dag áður en flogið verður yfir til Króatíu. „Þetta er topp lið, á þeirra heimavelli og allt það. Þeir voru smá sjokkeraðir að vera ekki að vinna leikinn, held ég. Það veit á gott fyrir okkar spilamennsku,“ segir Ásgeir. En hvaða kröfur eigum við að gera til liðsins á þessu móti? „Mér finnst við geta alveg sett kröfur á þá. Við höfum sagt það svolítið oft að þeir séu alveg æðislegir en þetta hefur ekki verið að smella. Þetta hefur verið rosalega mikið næstum því. Stemningin er þannig að menn eru mjög varkárir á því, aðeins að passa sig á því, sérstaklega vegna þess að Ómar er ekki með og Aron dottinn út. En það er oft þá sem eitthvað gerist þannig að ég ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar,“ segir Ásgeir. Hvar endar liðið? „Eigum við ekki að segja að þeir komist í átta liða úrslit og svo skulum við taka þetta þaðan.“ Klippa: Jákvæðir og neikvæðir punktar Fleira kemur fram í viðtalinu við Ásgeir sem má sjá í heild í spilaranum. Ísland mætir Svíum í dag en hefur leik á HM á fimmtudag gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb. Því næst er leikur við Kúbu og svo verður síðasti leikur riðilsins við Slóveníu að líkindum eiginlegur fyrsti leikur í milliriðli. Strákunum okkar verður vel fylgt eftir í Króatíu og allar helstu fréttir af HM í handbolta má nálgast á undirsíðu sportsins á Vísi hér.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða