Sport

Stórundarleg hegðun O'Sullivans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronnie O'Sullivan var eitthvað illa fyrir kallaður í gær.
Ronnie O'Sullivan var eitthvað illa fyrir kallaður í gær.

Ronnie O'Sullivan, sjöfaldur heimsmeistari í snóker, hegðaði sér undarlega í leik í Meistaradeildinni í vikunni og endaði á að draga sig úr keppni.

O'Sullivan tapaði þremur af fjórum leikjum sínum á miðvikudaginn og ekki tók betra við í gær.

Í viðureign sinni gegn Robert Milkins var O'Sullivan verulega pirraður. Hann lamdi meðal annars kjuða sínum í borðið eftir að hafa klúðrað skoti. O'Sullivan bað bæði dómara leiksins og Milkins afsökunar í kjölfarið.

Eftir annað misheppnað skot beygði O'Sullivan sig í hnjánum, rak tunguna út úr sér og vaggaði kjuðanum fram og til baka frá mjöðmunum.

O'Sullivan tapaði leiknum fyrir Milkins, 3-2, og dró sig í kjölfarið úr keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×