Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2025 22:10 Lucas Bergvall fagnar hér sigurmarki Tottenham í kvöld. Getty/Sebastian Frej Svínn Lucas Bergvall tryggði Tottenham 1-0 sigur á Liverpool í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Tottenham fer því með eins marks forskot í seinni leikinn á Anfield. Lucas Bergvall og Antonin Kinsky voru hetjurnar hjá Tottenham í kvöld því Kinsky hélt marki sínu hreinu í sínum fyrsta leik fyrir Tottenham og Bergvall skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Sigurmark Bergvall kom á 86. mínútu leiksins en stuttu áður hafði Varsjáin dæmt mark af Tottenham vegna rangstöðu. Dominic Solanke skoraði það mark en lagði síðan upp mark Svíans. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, og aðstoðarmenn hans voru mjög ósáttir eftir markið en Liverpool var þá manni færri. Bergvall hafði þá stuttu áður sparkað niður Konstantinos Tsimikas sem var utan vallar vegna meðhöndlunar. Dómararnir hleyptu honum hins vegar ekki strax inn á völlinn og á meðan skoraði Tottenham markið. Liverpool menn voru líka ósáttir við það að Bergvall hafi ekki verið farinn af velli með rautt spjald því brot hans á Tsimikas verðskuldaði vissulega hans annað gula spjald í leiknum. Hann slapp við spjaldið og þakkað fyrir það með sigurmarkinu. Tottenham var betra liðið í fyrri hálfleik en það var löng töf þegar Rodrigo Bentancur var borinn af velli í upphafi leiks. Bentancur hrundi niður í teignum en nýjustu fréttir af honum er að hann sé með meðvitund á sjúkrahúsi. Liverpool liðið lifnaði aðeins við í uppbótatíma fyrri hálfleiks en náði ekki að fylgja því eftir í þeim seinni. Liverpool reyndi að sækja eftir þrefalda skiptingu Arne Slot hálftíma fyrir leikslok en tókst ekki að finna leiðina framhjá Kinsky í markinu. Leikmenn Tottenham börðust vel allan tímann og fögnuðu sigrinum vel í leikslok. Það hefur reynt mikið á liðið að undanförnu og sigurinn því ákaflega dýrmætur fyrir liðið. Það er samt bara hálfleikur og seinni leikurinn fer fram á heimavelli Liverpool 6. febrúar næstkomandi. Enski boltinn
Svínn Lucas Bergvall tryggði Tottenham 1-0 sigur á Liverpool í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Tottenham fer því með eins marks forskot í seinni leikinn á Anfield. Lucas Bergvall og Antonin Kinsky voru hetjurnar hjá Tottenham í kvöld því Kinsky hélt marki sínu hreinu í sínum fyrsta leik fyrir Tottenham og Bergvall skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Sigurmark Bergvall kom á 86. mínútu leiksins en stuttu áður hafði Varsjáin dæmt mark af Tottenham vegna rangstöðu. Dominic Solanke skoraði það mark en lagði síðan upp mark Svíans. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, og aðstoðarmenn hans voru mjög ósáttir eftir markið en Liverpool var þá manni færri. Bergvall hafði þá stuttu áður sparkað niður Konstantinos Tsimikas sem var utan vallar vegna meðhöndlunar. Dómararnir hleyptu honum hins vegar ekki strax inn á völlinn og á meðan skoraði Tottenham markið. Liverpool menn voru líka ósáttir við það að Bergvall hafi ekki verið farinn af velli með rautt spjald því brot hans á Tsimikas verðskuldaði vissulega hans annað gula spjald í leiknum. Hann slapp við spjaldið og þakkað fyrir það með sigurmarkinu. Tottenham var betra liðið í fyrri hálfleik en það var löng töf þegar Rodrigo Bentancur var borinn af velli í upphafi leiks. Bentancur hrundi niður í teignum en nýjustu fréttir af honum er að hann sé með meðvitund á sjúkrahúsi. Liverpool liðið lifnaði aðeins við í uppbótatíma fyrri hálfleiks en náði ekki að fylgja því eftir í þeim seinni. Liverpool reyndi að sækja eftir þrefalda skiptingu Arne Slot hálftíma fyrir leikslok en tókst ekki að finna leiðina framhjá Kinsky í markinu. Leikmenn Tottenham börðust vel allan tímann og fögnuðu sigrinum vel í leikslok. Það hefur reynt mikið á liðið að undanförnu og sigurinn því ákaflega dýrmætur fyrir liðið. Það er samt bara hálfleikur og seinni leikurinn fer fram á heimavelli Liverpool 6. febrúar næstkomandi.